Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 52

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 52
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir ingu (Beck, 1986; Beck & Beck-Gernsheim, 2003;). Samkvæmt henni tekur félagslegur uppruni æ minna rými í vitund einstak- linganna en hún miðast fremur við þær ákvarðanir sem þeir verða hver fyrir sig að taka og bera ábyrgð á. Þessar breytingar færa umhugsun og afturblik einstakling- anna í forgrunn en setja félagslegar að- stæður í aukahlutverk í vitundinni. Ein- staklingar í síðnútíma taka á sig meiri ábyrgð á vegferð sinni, lífssaga þeirra myndar gjarnan samfellu í sjálfsmynd þeirra og þar er meira horft til eigin vals en til viðmiða umhverfis. í félagsfræði menntunar er kenningum og rannsóknum Pierre Bourdieu á áhrifum félagslegs uppruna oft teflt fram gegn kenningum Becks um einstaklingsvæð- ingu og aukið val. Athuganir Bourdieus og sporgöngumanna hans hafa sýnt fram á hvernig mismunandi félagslegur uppruni tekur á sig mynd mismunandi áttunar gagnvart menningu og tækifærum sam- félagsins. Millistéttarbörn eru á heima- velli í skólum, lágstéttarbörn á útivelli og ólík nálgun þeirra að skólaverkefnum og félagslegum samskiptum er dæmd sem ólík geta (Bourdieu & Passeron, 1970; Bourdieu, 1999; Reay, 2005). Með hugtak- inu habitus hefur Bourdieu fest hendur á þessum mun og fært rök fyrir því að hann sé runninn einstaklingunum svo í merg og bein að takmarkað rými sé fyrir umhugs- un og breytta nálgun. Frá heimilum sínum hafa lágstéttarbörn takmarkaðan forða af þeim menningarauð sem er gjaldgengur í skólum og fæst þeirra eru tilbúin að leggja upp í menningarlega langferð frá uppruna- heimili sínu og í átt að tækifærum mennt- unar og menningar, sem þau sjá í móðu fjarlægðar, á meðan millistéttarbörnin eiga mun greiðari leið inn í langskólanám í já- kvæðu samspili skóla og heimilis. Þýski félags- og menntunarfræðingur- inn Peter Alheit er einn þeirra fræðimanna sem hafa leitast við að samþætta áherslu Bourdieus á áhrif félagslegs uppruna og áhersluna sem Beck og fleiri leggja á ein- staklingsvæðingu (Alheit og Dausien, 2000). Hann vill líka forðast einfalda að- greiningu lífssögu viðmiða og lífssögu vals, og þessi atriði skoðar hann í gegnum fullorðinsfræðslu og ævimenntun. Lykil- hugtak hans er lífssaga - sjálfsmynd ein- staklinganna taki í vaxandi mæli á sig mynd frásagnar um fortíð og framtíðar- áætlanir, en sú frásögn breytist alla ævi og örast þegar miklar breytingar verða á að- stæðum einstaklingsins og þeir taka stórar ákvarðanir. Lífssagan geti falið í sér blindu á þær félagslegu aðstæður sem mótað hafa lífshlaup fólks þannig að menn taki á sig ábyrgð á eigin ósigrum og félagslegri úti- lokun, oft með skelfilegum afleiðingum. Sigurganga lífssögunnar feli þó einnig í sér tækifæri til að endurmeta eigin gerðir og átta sig á þeim aðstæðum sem mótuðu þær, hún feli í sér að habitus geti orðið meðvitaðri og að einstaklingar endurmóti hann. í þessari sigurgöngu felst vaxandi trú á sjálfræði (e. autonomy) einstaklinga, en sé lífshlaupið í föstum skorðum felst oft mikil blekking í þeirri trú - menn misskilja áhrif uppruna og aðstæðna sem eigið val. Þegar umtalsverðar breytingar eða sam- hengisrof verði í lífshlaupi einstaklinga verði lífssagan hins vegar oftlega tæki til að endurmeta sjálfsmynd og aðstæður. Snar þáttur í lífssögu hvers og eins er mynd hans/hennar af þeim möguleikum 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.