Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 52
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
ingu (Beck, 1986; Beck & Beck-Gernsheim,
2003;). Samkvæmt henni tekur félagslegur
uppruni æ minna rými í vitund einstak-
linganna en hún miðast fremur við þær
ákvarðanir sem þeir verða hver fyrir sig að
taka og bera ábyrgð á. Þessar breytingar
færa umhugsun og afturblik einstakling-
anna í forgrunn en setja félagslegar að-
stæður í aukahlutverk í vitundinni. Ein-
staklingar í síðnútíma taka á sig meiri
ábyrgð á vegferð sinni, lífssaga þeirra
myndar gjarnan samfellu í sjálfsmynd
þeirra og þar er meira horft til eigin vals
en til viðmiða umhverfis.
í félagsfræði menntunar er kenningum
og rannsóknum Pierre Bourdieu á áhrifum
félagslegs uppruna oft teflt fram gegn
kenningum Becks um einstaklingsvæð-
ingu og aukið val. Athuganir Bourdieus
og sporgöngumanna hans hafa sýnt fram á
hvernig mismunandi félagslegur uppruni
tekur á sig mynd mismunandi áttunar
gagnvart menningu og tækifærum sam-
félagsins. Millistéttarbörn eru á heima-
velli í skólum, lágstéttarbörn á útivelli og
ólík nálgun þeirra að skólaverkefnum og
félagslegum samskiptum er dæmd sem
ólík geta (Bourdieu & Passeron, 1970;
Bourdieu, 1999; Reay, 2005). Með hugtak-
inu habitus hefur Bourdieu fest hendur á
þessum mun og fært rök fyrir því að hann
sé runninn einstaklingunum svo í merg og
bein að takmarkað rými sé fyrir umhugs-
un og breytta nálgun. Frá heimilum sínum
hafa lágstéttarbörn takmarkaðan forða af
þeim menningarauð sem er gjaldgengur í
skólum og fæst þeirra eru tilbúin að leggja
upp í menningarlega langferð frá uppruna-
heimili sínu og í átt að tækifærum mennt-
unar og menningar, sem þau sjá í móðu
fjarlægðar, á meðan millistéttarbörnin eiga
mun greiðari leið inn í langskólanám í já-
kvæðu samspili skóla og heimilis.
Þýski félags- og menntunarfræðingur-
inn Peter Alheit er einn þeirra fræðimanna
sem hafa leitast við að samþætta áherslu
Bourdieus á áhrif félagslegs uppruna og
áhersluna sem Beck og fleiri leggja á ein-
staklingsvæðingu (Alheit og Dausien,
2000). Hann vill líka forðast einfalda að-
greiningu lífssögu viðmiða og lífssögu
vals, og þessi atriði skoðar hann í gegnum
fullorðinsfræðslu og ævimenntun. Lykil-
hugtak hans er lífssaga - sjálfsmynd ein-
staklinganna taki í vaxandi mæli á sig
mynd frásagnar um fortíð og framtíðar-
áætlanir, en sú frásögn breytist alla ævi og
örast þegar miklar breytingar verða á að-
stæðum einstaklingsins og þeir taka stórar
ákvarðanir. Lífssagan geti falið í sér blindu
á þær félagslegu aðstæður sem mótað hafa
lífshlaup fólks þannig að menn taki á sig
ábyrgð á eigin ósigrum og félagslegri úti-
lokun, oft með skelfilegum afleiðingum.
Sigurganga lífssögunnar feli þó einnig í
sér tækifæri til að endurmeta eigin gerðir
og átta sig á þeim aðstæðum sem mótuðu
þær, hún feli í sér að habitus geti orðið
meðvitaðri og að einstaklingar endurmóti
hann. í þessari sigurgöngu felst vaxandi
trú á sjálfræði (e. autonomy) einstaklinga,
en sé lífshlaupið í föstum skorðum felst oft
mikil blekking í þeirri trú - menn misskilja
áhrif uppruna og aðstæðna sem eigið val.
Þegar umtalsverðar breytingar eða sam-
hengisrof verði í lífshlaupi einstaklinga
verði lífssagan hins vegar oftlega tæki til
að endurmeta sjálfsmynd og aðstæður.
Snar þáttur í lífssögu hvers og eins er
mynd hans/hennar af þeim möguleikum
50