Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 53
Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi
og tækifærum sem hafa verið í boði, og við
mikil umskipti í lífi einstaklingsins er sú
mynd oft endurskoðuð rækilega og menn
koma auga á tækifæri í samtímanum í ljósi
endurmats á lífssögu fortíðar.
Kenningarlegur bakgrunnur rann-
sóknar þessarar og greinar er sem sé
ofinn saman úr kenningum Bourdieus
um félagslega mismunun og kenningum
Becks og fleiri um einstaklingsvæðingu,
hvörf frá lífssögu viðmiða til lífssögu
vals og jójó- vegferð. í stað þess að skoða
þessar kenningar sem andstæður, eins og
°ft er gert, er sjónarhornið hér að félagsleg
mismunun verður lítt sýnileg, en vitund
beinist meira að vali einstaklinga. Bæði í
fræðum og starfi verði að huga að sam-
bandinu milli hins lítt sýnilega félagslega
arfs og öllu sýnilegri valmöguleika, en hér
verður þetta samband einkum skoðað í
lífssögulegu samhengi.
Rannsóknin
Rannsóknin sem hér er kynnt er hluti af
stærra rannsóknarverkefni urn aðgerðir
gegn atvinnuleysi ungs fólks og samspil
atvinnuleysis, aðgerða og breyttrar veg-
ferðar þeirra.3
Hér er kynntur sjálfstæður hluti rann-
sóknarinnar, sem beindist að fólki sem
hafði horfið frá námi í framhaldsskóla en
snuið aftur eftir áratug eða meira, sumir
á háskólabrú með háskólanám í huga og
aðrir í iðnskóla.
Rannsóknarspurningar voru breiðar og
leitandi, eins og fram hefur komið. Nálgun
1 viðtölum má kenna við „vandamálamið-
aða lífssögulega nálgun" (Witzel, 2000),
þ-e. áhersla var lögð á að fá viðmælendur
til að skoða og ræða hvað varð til þess að
þeir hurfu frá námi í framhaldsskóla á
sínum tíma og hvað varð til þess að þeir
hófu nám á nýjan leik. Ahersla var lögð
á að laða fram h'fssögulegt samhengi vals
og annarra viðburða, hvernig það tengdist
uppruna þeirra og hvernig þekking þeirra
og viðhorf hafði breyst á þessum tíma og
hvaða reynsla hafði skipt máli í því sam-
bandi.
Gagna var aflað með rýnihópa- og ein-
staklingsviðtölum við þrettán manns, sjö
konur og sex karla. Tvö rýnihópaviðtöl
voru tekin, annað með sjö þátttakendum
og hitt með þrem þátttakendum. Einnig
voru tekin fjögur viðtöl við einstaklinga
sem tekið höfðu þátt í rýnihópum og þrjá
sem ekki höfðu komist í rýnihópaviðtölin,
þannig að einstaklingsviðtöl voru tekin
við sjö manns en tíu tóku þátt í rýnihópa-
viðtölum.
Rammi rýnihópaviðtala var lífssögu-
legur. Rýnt var í tvo lífssögulega hverfi-
punkta sem allir þátttakendur áttu sam-
eiginlega, þ.e. brotthvarf og endurkomu,
og þátttakendur spegluðu sig í reynslu
hver annars, fundu líka þætti og ólíka
og fengu hvert annað til að útskýra sögu
sína. A milli og meðfram var fjallað um
ýmsa reynslu af vinnumarkaði og lífinu
almennt, frá brotthvarfi og til endurkomu,
og veigamikill hluti var umræða urn ýmsa
reynslu af endurkomunni og hvernig fyrri
reynsla hefur verið endurmetin í ljósi
hennar. I einstaklingsviðtölunum var farið
yfir lífssöguna í sama ljósi en jafnframt
gafst viðmælendum tækifæri til að koma
einstaklingsbundnum og oft viðkvæmum
atriðum á framfæri. í einstaklingsviðtöl-
unum kom hið lífssögulega samhengi ein-