Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 54
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
staklinganna skýrar fram en reyndar kom
margt fram um það líka í frásögnum og
umræðum í rýnihópaviðtölunum.
Almennt má segja að rýnihópavið-
tölin sýni þá hlið á viðmælendum sem
þeir vilja sýna skólafélögum, en að margt
persónulegra komi fram í einstaklingsvið-
tölum. Á hinn bóginn sýnist höfundum að
samræður í rýnihóp dragi fram ýmislegt
um eiristaklingana sem ekki hefði komið
fram annars, og að í rýnihóp fari fram
annað mat á lífssögum og öðru efni við-
tala. Þannig hefur hvor aðferð um sig sína
kosti og galla og sama gildir um þá blöndu
sem hér var notuð.
Þegar viðtöl voru tekin vorið 2011 voru
viðmælendur á aldrinum 27-37, en flestir
fæddir á árunum 1980-85. Þeir höfðu
allir hafið framhaldsskólanám 16 ára, um
helmingur þeirra hafði horfið frá námi
innan tveggja ára, aðrir komist lengra, en
þeir höfðu allir tekið hlé frá námi og marg-
ir skipt um námsbraut. Þrír þeirra luku
iðnnámi á þrítugsaldri en misstu vinnuna
í kreppunni sem hófst 2008 og stefndu nú
á stúdentspróf. Af viðmælendum stefndu
níu á stúdentspróf og þar af átta á há-
skólanám að því loknu, en fjórir stefndu á
sveinspróf og einn þeirra á framhaldsnám
í véltækni.
Viðtölin voru fyrst þemagreind og úr
þeim unnin meistararitgerð (Hulda Karen
Ólafsdóttir, 2012), en fyrir þessa grein hafa
þau verið greind frekar, einkum út frá lífs-
sögulegu sjónarhorni Peters Alheit og fleiri
og í samhengi við þróun sem orðið hefur í
almennri vegferð og menntunarsókn ung-
menna og ungra fullorðinna á íslandi og í
nágrannalöndum.
Lífssaga vals sem viðmið
- niðurstöður og greining
Bæði í rýnihópaviðtölum og einstaklings-
viðtölum var einkum leitað eftir frásögn
og umræðum um brotthvarf viðmælenda
og endurkomu þeirra í nám, og í ljós kom
að þessir þættir voru meðal þeirra mikil-
vægustu í lífssögu þeirra allra. Hver hefur
sína sögu en viðmælendur áttu mörg at-
riði sameiginleg, eins og gerð verður grein
fyrir. Nær öllum var það sameiginlegt að
eiga foreldra sem ekki höfðu lokið löngu
bóknámi en hvöttu börn sín til að stefna að
almennu stúdentsprófi, því að það veitti
flesta og bestu möguleikana. Foreldrarnir
höfðu hins vegar takmarkaða möguleika
til að fylgja slíkri ákvörðun eftir með leið-
sögn og að mati viðmælenda tók skólinn
ekki að sér það hlutverk. Hjá sumum
þeirra hófst þetta misvægi strax í grunn-
skóla, til dæmis þannig að þeir áttuðu sig
ekki á mikilvægi samræmdu prófanna
fyrir áframhaldandi skólagöngu, en hjá
fleirum varð talsvert rof þegar þeir komu í
framhaldsskóla.
Aðdrngtmdi og orsakir brotthvarfs
Margir viðmælendur lýsa fyrstu önnum
sínum í framhaldsskóla þannig að þeir
hafi aldrei fengið áhuga á náminu þar,
sumir helltu sér út í formlegt og óformlegt
félagslíf en viðbrögðum annarra má lýsa
þannig að þeir hafi fyllst doða.
„ ... ég var bara í félagslífinu á fullu. Svo fór allt í
bömmer þegar ég féll á önninni." (Tóta)
„í grunnskóla var ég byrjuð að vera slugsi og var
bara miklu meira í félagslífinu en í skólanum. Og
reyndi að byrja í menntaskóla og þar allt í einu er
ekkert net. Og enginn að fylgjast með því hvort þú
sért að mæta eða ekki." (Ebba)
52