Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 58
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
atvinnuástandi áranna 2009-11 leiddi það
endurmat þá út í markvissara nám.
Endurmat við vegamót
Bæði í rýnihópaviðtölum og einstaklings-
viðtölum kemur fram að þátttakendur
sjá brotthvarf sitt úr framhaldskóla með
talsvert öðrum augum þegar frá líður og
þeir hafa tekið upp námsþráðinn að nýju.
í þessum baksýnisspegli verður aðdrag-
andi brotthvarfs, ákvörðunin sjálf og það
sem við tók að köflum í þeirri reynslusögu
sem býr að baki því vali þeirra nú að hefja
nám að nýju. En þegar þeir rifja upp hvaða
ástæður þeir gáfu fyrir brotthvarfinu á sín-
um tíma lýsa flestir þeim sem afsökunum
eða handhægum skýringum á ákvörðun
sem ekki fól í sér skýrt val, heldur miklu
frekar andspyrnu gegn því að láta þröngva
sér til vals sem ekki höfðaði til þeirra og
þeir gátu ekki séð hvaða afleiðingar hefði.
Þeir lýstu þessu gjarnan þannig að þeir
hefðu verið settir inn í ákveðinn „kassa" í
framhaldsskóla. Það hafi verið þrýstingur
á þá að fara „beinu brautina" til stúdents-
prófs, og einn viðmælandi sagði að í skóla-
kerfinu „ertu bara strax settur á færiband".
Frásagnir flestra þeirra má taka saman
á þann þversagnakennda hátt að lífssögu
vals hafi verið þröngvað upp á þá sem
samfélagslegu viðmiði á tímabili þegar
hugur þeirra sjálfra stefndi frekar til að lifa
á „griðastund" unglingsáranna (e. "mora-
torium", sjá Erikson, 1968), fikra sig áfram
án krafna um að taka ákvarðanir til fram-
tíðar. Umhverfið hafi ýtt þeim til að taka
ákvarðanir sem vísuðu til fjarlægrar fram-
tíðar en hafi ekki veitt þeim stuðning og
aðhald til að framfylgja þeim eða breyta.
í þessu lífssögulega ljósi (sbr. Alheit,
2000) birtist hnökrótt og snúin vegferð
þeirra ekki fyrst og fremst sem röð ósigra -
„brotthvarf", „láglaunastörf", „misheppn-
aðar tilraunir til endurkomu í skólakerfi",
„andleg vanlíðan" o.s.frv. - heldur sem til-
raunir til að ná stjórn á lífi sínu og finna
valkosti við sitt hæfi, sem leitarferli (Ziehe,
1981). Áður var minnst á „jójó-vegferð-
ina" en nú er mál að taka fram að slíkar
vegferðir eru ólíkar eftir félagslegri stöðu
og uppruna. Ungmenni úr efri millistétt
taka sér oft hlé frá námi, ferðast til fjar-
lægra heimsálfa og prófa spennandi störf
sem félagsauður þeirra og fjölskyldunnar
gefur aðgang að. Mörg þeirra taka sér löng
hlé frá námi, vinna og stofna jafnvel fjöl-
skyldu, en skilja kannski og fara í nýtt og
gjörólíkt nám. Þannig er jójó-líf þeirra oft
fram að þrítugsaldri eða lengur uns þau
hafa komist á fastari braut. í jójó-vegferð
sinni geta þau byggt á grunni fjölskyldu
með góða menntun og traustan fjárhag og
þau endurmóta menningarauð og habitus
uppvaxtaráranna. Ungt fólk sem á for-
eldra með takmarkaða menntun og fjárráð
leggur í annars konar jójó-vegferð, sem
einkennist af slæmri aðlögun að skóla,
ýmiss konar ósigrum og undanhaldi og
flakki rnilli lítt gefandi valkosta - eins og
viðmælendur okkar bera vitni um. Þar
skiptir oft meginmáli að lítil tenging hefur
orðið milli veganestis úr heimahúsum og
þess menningarauðs sem skólinn miðlar.
Erik Erikson braut blað í skilningi á
ungmennum þegar hann setti fram þær
kenningar sínar að sjálfsmyndarkreppur
ungmenna væru eðlileg þróun í átt að
heilbrigðri sjálfsmynd fullorðinna. Hins
vegar hefur verið bent á að þær kenningar
eru miðaðar við millistéttarungmenni,
56