Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 62
Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir
OECD, 1997). Menntun úreldist æ hraðar,
sé hún ekki endurnýjuð, og það sem meira
er: það er æ erfiðara að sjá fyrir um það
hvaða nýsköpun þekkingar og hvaða
endurnýjun þekkingar skilar samfélagi og
einstaklingum árangri.
Frá sjónarhorni einstaklinganna, sem
mynda samfélagið, er þessi breyting á
stöðu þekkingar og menntunar í samfé-
laginu hluti af miklu víðtækari samfélags-
breytingu. Það er ekki bara svo að ævistarf
er að mestu úr sögunni, heldur breytist
menning, lífshættir og viðhorf miklu
örar og djúptækar en fyrr. Grundvallar-
breytingar, sem eitt sinn urðu á mörgum
öldum, urðu í iðnaðarsamfélaginu á milli
kynslóða, en verða nú á einni mannsævi
og með einni kynslóð (Chisholm, 2001).
Síðustu áratugi hefur menntunarsókn
íslendinga ekki lotið markvissri stefnu og
stýringu stjórnvalda heldur hafa stjórn-
völd á margan hátt fremur lagað sig að
menntunarsókn þjóðarinnar. Því fylgja
bæði kostir og gallar. Þegar samræmdur
framhaldsskóli var mótaður á áttunda og
níunda áratug síðustu aldar varð hann far-
vegur fyrir sprengimagnaðan vöxt í fram-
haldsskólasókn en brotthvarf var einnig
mikið. I tuttugu ár (hér er miðað við tíma-
bilið milli setningar framhaldsskólalaga
1988 og 2008) óx ekki bara umræða um
brotthvarfið heldur var líka margt reynt
til að draga úr því, en án árangurs. Hins
vegar var minna um það rætt hve endur-
koma gamalla brotthvarfsnema reyndist
mikil, en það var kannski mikilsverðasti
árangur þessa tímabils. Því er rík ástæða til
að árétta að breytingar framhaldsskólans
á næstu misserum verði ekki til þess að
skerða endurkomumöguleika þeirra sem
ekki „finna sig" í nýjum framhaldsskóla
eða hafa ekki fundið sig í þeim gamla.
Hátt endurkomuhlutfall í framhalds-
skólanám hefur verið lítt sýnilegt en er eitt
helsta ævintýrið í íslenskri menntaþróun
síðustu áratugi.
1 Þannig eru tölur OECD um námslok á réttum
tíma mikið breyttar árið 2013, en samkvæmt þeim
ljúka 88% fslenskra framhaldsskóla námi á réttum
tfma og er það vel fyrir ofan meðallag OECD-
landa (OECD 2013, bls. 50, Table A2.1a). Ljóst er
að skilgreiningu á „námslokum á réttum tíma"
hefur hér verið breytt verulega á milli ára en það
er ekki útskýrt af hálfu OECD.
2 Gagnagrunnar Hagstofu innihalda ítarlegar upp-
lýsingar um námsferla og próflok, en þörf er á
úrbótum í birtingu. I núverandi birtingum er í
talsvert mörgum tilvikum um að ræða próflok
sömu einstaklinga á framhaldsskólastigi, því að
vitað er að verulegur hópur framhaldsskólanema
lýkur bæði prófi í starfsgreinum og stúdentsprófi.
Til dæmis í Danmörku birtir Hagstofan tölur um
"hæstu próflok", og eins væri hægt að hugsa sér
að birtar yrðu tölur um "tvenn próflok eða fleiri".
3 Verkefnið beinist að þeim aðgerðum gegn at-
vinnuleysi ungs fólks, sem hófust í ársbyrjun
2010 undir heitinu Ungt Fólk Til Athafna og var
ætlað að aðstoða unga atvinnuleitendur að hverfa
aftur til náms eða þjálfa sig á annan hátt fyrir
atvinnuþátttöku. Því var síðan fylgt eftir í verk-
efninu Nám er Vinnandi Vegur, sem enn stendur
yfir. Auk þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt
hafa m.a. verið gerðar vettvangsrannsóknir á mis-
munandi úrræðum fyrir unga atvinnuleitendur.
Rannsóknin í heild er styrkt af Rannsóknarsjóði
Háskóla íslands.
60