Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 68

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 68
Guðný Guðbjörnsdóttir Hagnýtt gildi: Umdeildar 250 ára hugmyndir Rousseaus um mismunandi menntun Emiles og Sophie á grundvelli eölishyggju eru kvenfjandsamlegar og barn síns tíma. Síöari rit Rous- seaus benda til þess að markmiðið að gera Emile að siðferðislega ábyrgum borgara í spilltum heimi hafi ekki náðst, og því megi túlka boðskap hans sem framsækna eða byltingarkennda vísbendingu til framtíðar. Þessi sögulegi samanburður er þarft innlegg I umræðu um mennt- unarstööu kynjanna nú og hlutverk menntunar við endurreisn samfélagsins eftir efnahagshrun og ákall um nýjan samfélagssáttmála. Getur verið að ýktar eðlishyggjuhugmyndir Rousseaus svífi enn yfir vötnum? í tilefni af þriggja alda minningu Jean- Jacques Rousseau sem fæddist 28. júní 1712 og því að 250 ár eru liðin frá útkomu bókar hans Emile svo og bókar hans um Samfélagssáttmálatin, sem báðar komu út árið 1762, er hér fjallað um uppeldishug- myndir hans í kynjafræðilegu ljósi sögu og samtíma. Viðfangsefni greinarinnar er hugmynd- ir Rousseaus um uppeldi og menntun drengja og stúlkna, viðbrögð fræðasam- félagsins við þessum hugmyndum og ekki síst kynjafræðilegar spurningar um það hvað hafi vakað fyrir Rousseau sem heimspekilegum boðbera frelsis og jafn- réttis með bókinni Emile og hvemig þær hugmyndir ríma við nútímaorðræðu um menntun og jafnrétti kynjanna. Hver er kjarninn í uppeldishugmyndum Rous- seaus fyrir Emile og Sophie, og hvers vegna áttu þau að fá mismunandi mennt- un? Hvers vegna er menntun Sophie gjarnan sleppt þegar fjallað er um fram- lag Rousseaus til uppeldismála almennt? Hvernig hafa fræðimenn allt frá Wollsto- necraft (1792/2004) til samtímamanna fjallað um uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu ljósi? Að hvaða leyti hafa viðhorf Rousseaus til menntunar kynjanna þótt athyglisverð, afturhaldssöm eða framsýn í kynjafræðilegu ljósi og hvers vegna? Að Iokum er stutt hugleiðing um það hvernig hugmyndir Rousseaus um að læra til telpu og drengs endurspeglast í orðræðu samtímans um menntun drengja og stúlkna. Megináherslan er á bókina Emile eða um menntun og viðbrögð fræðimanna við henni og framhaldsrit hennar, Emile et Sop- hie, Les Solitaires. Stuðst er við enska þýð- ingu Allans Bloom (1979) en Etnile hefur ekki verið þýdd á íslensku. Bloom leggur áherslu á það í ítarlegum inngangi sínum, að Emile sé ekki handbók um uppeldi og menntun frekar en að Ríki Platons sé hand- bók fyrir stjórnendur ríkisins. Báðar þess- ar bækur lýsi ímynduðu fyrirbæri - skipan borgar og uppeldi drengs - til að lýsa til- vist mannsins almennt (e. the entire hum- an condition). Þetta séu fyrst og fremst bækur fyrir heimspekinga, þó búast megi við að þær hafi áhrif á aðra þá sem lesa þær (Bloom, 1979, bls. 28). Bókin er gjarn- an borin saman við Ríki Platons, bæði að uppbyggingu og innihaldi (Martin, 1985) enda kallar Rousseau Ríkið „eina falleg- ustu uppeldisyfirlýsingu sem hefur verið skrifuð" (1979, bls. 40)'. Jane Roland Mart- in (2000) bendir jafnframt á að heimspek- ingar eins og Rousseau, Platon og Dewey hafi allir gert sér grein fyrir því að stjórn- ’Þýöing höfundar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.