Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 70
Guðný Guðbjörnsdóttir
kenna drengnum, heldur að leiða hann.
Drengurinn á sjálfur að uppgötva lögrnál
tilverunnar, enda er talað um neikvæða
menntun í skilningi af-menntunar, eða
að forðast spillt samfélagsleg gildi. Emile
er alinn upp eins og siðaður frummaður,
sem hugsar eingöngu um sjálfan sig og að
læra og vera frjáls í náttúrunni, án þess að
spillast af samfélagi við annað fólk. Hann
þroskar skynfærin með því að takast á við
öfl í náttúrunni, og með því að leysa verk-
efni læriföður síns.
í þriðja hluta bókarinnar er fjallað um
aldurinn frá ellefu til fimmtán ára. Þar er
m.a. fjallað um val Emiles á iðju eða starfi,
sem helst þarf að vera virðingarvert og
gagnlegt. Jean-Jacques sögumaður segist
vona að það falli að smekk Emiles að verða
smiður: „Það er hreinleg iðn, hún er gagn-
leg, og mögulegt er að vinna heima. Hún
heldur líkamanum í góðu formi, krefst
mikillar færni og dugnaðar. Og þó að iðjan
sé hagnýt skiptir smekkur og glæsileiki
einnig máli." (Rousseau, 1979, bls. 201). í
þessum hluta fær Emile einnig að kynn-
ast sinni fyrstu bók, Róbinson Krúsó eftir
Daniel Ðefoe (1986). Hún kom fyrst út árið
1719 og fjallar um mann sem þarf að læra
að komast af í náttúrunni á eyðieyju. Bókin
um Róbinson Krúsó á ekki aðeins að vera
Emile til skemmtunar, heldur á hún að
gefa honum heildarsýn og viðmið. Bókin á
að vera honum eins konar biblía í náttúru-
vísindum og gefa innsýn í eðli mannsins
við frumstæðar aðstæður. Staðreyndir, vís-
indin og náttúran eru aðalviðfangsefnin,
ekki trúmál eða listir. Nám og leikur eru
samofin eins og í hugmyndum um frjálst
uppeldi yfirleitt og forðast skal samanburð
við aðra. Emile er líkt við náttúrulegt blóm
og lærimeistarinn er garðyrkjumaðurinn. í
lok þriðja hluta krefst Emile einskis af öðr-
um og telur sig ekki skulda neinum neitt.
„Hann er heilbrigður og sterkur líkamlega,
með nákvæman huga, án fordóma og með
hreint hjarta laust við ástríður" (Rousseau,
1979, 208). Hann reiðir sig á sjálfan sig, en
samfélagsvitundin er að vakna.
Hvernig 15 ára náttúrubarnið Emile er
gert að samfélagsþegn, sem tekur siðferði-
lega ábyrgð bæði í einkalífi og sem borgari
í nýju þjóðskipulagi, er fjallað um í fjórða
og fimmta hluta. Emile er virk, hugsandi
vera, sem þarf að læra að elska og finna til.
Lærimeistarinn telur hann nú hæfan til að
upplifa flóknar mannlegar tilfinningar og
setja sig í spor annarra og því tilbúinn að
verða félagsvera. Trúmál eru fyrst kynnt,
sbr. einn umdeildasta kafla bókarinnar (e.
Profession of Faith of the Savoyard Vicar)
sem varð til þess að bókin um Emile var
víða bannfærð af yfirvöldum kirkjunnar.
Almennt gerir Rousseau eða lærimeistar-
inn þó lítið úr mikilvægi trúmála fyrir
Emile og hann má ráða eigin afstöðu í þeim
efnum (sjá umfjöllun hjá Darling, 1994),
því siðfræðin er aðalatriðið fyrir borgara
sem er annt um almannaheill.
í fimmta hluta bókarinnar er fyrst fjallað
um Sophie sem verðandi eiginkonu Emi-
les og hvaða hlutverki fyrirmyndarkonan
gegnir í umbreytingunni á náttúrubarninu
Emile yfir í siðaðan mann. Markmiðið er
að gera Emile að sjálfráða, siðferðileg-
um borgara sem getur tekið sjálfstæðar
ákvarðanir til almannaheilla og verið
ábyrgur í einkalífi sínu.
Höfundur greinarinnar tekur undir
með Allan Bloom, sem segir lærimeistar-
ann Jean-Jacques gefa Emile fjögur viðmið
68