Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 71

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 71
Uppeldishugmyndir Rousseaus i kynjafræöilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni? til að meta stöðu mannsins í þjóðfélaginu: Fyrsta viðmiðið er frá eyju Krúsós, um það hvernig átökin við náttúruöflin og efnis- heiminn ganga fyrir sig, um mikilvægi þess að halda sjálfstæði sínu og taka mið af framþróun menningar, vísinda og iðn- tækni. Annað viðmiðið er hluttekning (e. compassion) sem gerir Emile hæfan til að skynja mannlegt samfélag sem náttúrulega heild og hvernig því er skipt upp í stéttir. Hann öðlast eigin gildi og siðareglur sem ^eSgja sterkan grunn að tilfinningum hans °g eru ekki háð öðru yfirvaldi en honum sjálfum. Þriðja viðmiðið er reynsla Emiles sem elskhuga sem á í tilfinningalegu sam- bandi við aðra manneskju. Hann hefur nýjar þarfir; hann hefur lært vfsindi til að fullnægja líkamlegum þörfum sínum, °g nú lærir hann listir, ekki síst ljóð, til að næra og tjá ástina. Fjórða og síðasta viðmiðið er um það hvernig ber að meta siðvætt samfélag. Hann er sendur í ferða- lag áður en hann kvænist, til að kynnast ólíkum þjóðum og átta sig á mismunandi „hellum" eða menningarheimum, kostum þeirra og göllum, og hann er látinn lesa Samfélagssáttmálann og kynnast þannig nýjum hugmyndum Rousseaus um frelsi, lýðræði og almannaheill. Að ferðalaginu loknu er Emile talinn fullþroskaður, hann 8etur kvænst og leitað hamingjunnar. Hann á að vera orðinn sjálfstæður bæði vitsmunalega og siðferðislega og tilbúinn að vinna að almannaheill (Bloom, 1979, hls. 24-27). Emile leitar þó áfram til læri- rr>eistara síns, sem ef til vill er fyrsta merk- 'ð um að ekki hafi allt tekist sem skyldi. En hvernig á uppeldi Sophie að vera háttað? í stuttu máli á Sophie að alast upp a heimili foreldra sinna og búa sig undir að verða góð eiginkona og móðir. Það þarf ekki að ala hana upp af lærimeistara úti í náttúrunni af því að hún á ekki að verða samfélagsþegn sem tekur þátt í stjórnun samfélagsins eða í opinberu lífi í þágu almannaheilla. Hennar hlutverk er að þjóna eiginmanni sínum og ala honum börn. Hún á að læra að vera hæversk, eftirtektarsöm, nákvæm og umfram allt að hlýða og vera undirgefin eiginmanni si'num og sýna honum ást og umhyggju. Rousseau leggur áherslu á að litlar stúlkur séu hrifnar af skrautmunum frá unga aldri og þær vilji að aðrir telji þær fal- legar. Líkamsrækt (e. body cultivation) er mikilvæg að hans mati: „Fyrir karlmann- inn er markmið (líkamsræktar) að þroska styrkleika; hjá konum á að þroska það að vera aðlaðandi (e. attractiveness)" (bls. 365). Frá útlitinu fer Rousseau síðan yfir í siðferðið, og segir að í hegðun sé konan þræll almenningsálitsins og varðandi trú- mál eigi stúlkur að fylgja mæðrum sínum og eiginkonur eiginmönnum sínum. Þar sem konur eru ekki dómbærar eiga þær að lúta yfirráðum feðra sinna og eiginmanna eins og kirkjunnar (bls. 377). „Karlmaður- inn segir hvað hann veit; konan það sem henni finnst ánægjulegt. Hann þarf þekk- ingu til að tala; hún þarf smekk (e. taste)" (bls. 376). Hún átti ekki að fá menntun sem skynsemisvera eða borgari því ef hjónin væru of lík myndi hjónabandið ekki ganga. Víða kemur fram í fimmta hluta bókar- innar um Einile að sögumaður er hræddur um að Sophie læri of mikið eða sætti sig ekki við hlutskipti sitt. Það er því erfitt að nota líkinguna um fræið og garðyrkju- manninn um Sophie. „Eðlið" er skilgreint afar þröngt, en ekki út frá þeim fjölmörgu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.