Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 73
Uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu Ijósi: Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning eða byltingarkennd framsækni?
samt eru svo frábrugðnar að gerð" (Rous-
seau,1979, bls. 357-8).
Síðan segir að fullkomin kona og full-
kominn karl eigi ekki að líkjast hvort öðru
vitrænt (e. in mind) fremur en útlitslega
og þetta hljóti að hafa áhrif á síðfræðileg
tengsl kynjanna:
Annað ætti að vera virkt og sterkt, hitt óvirkt og
veikt; annað verður nauðsynlega að vilja og geta,
það er nóg fyrir hitt að sýna örlítinn mótþróa.
Þegar þetta er komið á hreint, þá er ljóst að kon-
ur eru gerðar sérstaklega til að gleðja karla. Ef
maðurinn ætti að gleðja hana á móti væri það af
óbeinni nauðsyn. Hann hefur valdið; hann gleður
með sínum styrkleika fyrst og fremst. Þetta eru
ekki lögmál ástarinnar, samþykki ég. En þetta eru
lögmál náttúrunnar, sem eru ástinni fremri (Rous-
seau, 1979, bls. 358).
Þá segir enn fremur að hæfileikum
kynjanna sé ekki jafnt skipt á milli þeirra,
en í heild bæti þau hvort annað upp. Kon-
an sé meira virði sem kona en minna sem
karlmaður; þegar hún nýtir sér eigin rétt-
■ndi hafi hún forskot, en ef hún vill nýta
sér réttindi karla verði hún undir.
Svo virðist sem viðhorf Rousseaus
hl hlutverka kynjanna ráði því hvernig
menntun kynin eigi að fá þó að hann segi
þau stjórnast af náttúrulegu eðli, enda fara
hlutverk og eðli saman samkvæmt eðlis-
hyggju hans. Menntun til að vera skyn-
semisvera er menntun til að vera frjáls og
óháður borgari. Þetta hefur verið túlkað
þannig af Rorty að skynsemi sé ávinning-
ur fremur en upphafspunktur hjá Rous-
seau. Aður en hann er orðinn fullmótaður
sjálfráða borgari bregst hinn náttúrulegi
maður við hverju sem honum blasir, án
þess að hugsa málið, og án vals eða fyrir-
hyggju (Ólafur Páll Jónsson, 2011, bls 26-
27). Jean-Jacques lærimeistari virðist ekki
alltaf treysta hinu svokallaða eðli í raun og
þarf því öðru hvoru að stýra þeim Emile
og Sophie í rétta átt, en auðvitað þannig
að þau átti sig ekki á því að það er hans
hugmynd. Emile á að verða ættfaðir (e.
patriarch) og borgari en Sophie á að verða
dyggðug húsfreyja og tælandi eiginkona,
sem hefur það meginhlutverk að eignast
börn og geðjast eiginmanni sínum, ekki
síst í kynlífi. Hið dyggðuga og hið tælandi
kveneðli reynist hins vegar erfitt að sam-
þætta, eins og síðar kemur fram (Sigríður
Þorgeirsdóttir, 2001).
Rousseau virðist átta sig sjálfur á vand-
anum við það að Sophie fái ekki menntun
sem skynsemisvera. Hún væri því ófær
um að bregðast við mótlæti með skyn-
samlegum rökum. Ef hún er ófær um það
verður hún þræll almenningsálitsins og
um leið ófær um að vera eiginkona Emiles
og að vera móðir. En ef henni er leyft að
þroska eigin skynsemi, eins og Descartes
gerði ráð fyrir að allir menn hefðu getu til,
þá á hún tilkall til jafnréttis á við Emile og
þá hriktir í heimsmyndinni sem Rousseau
byggir greiningu sína á (Johnston, 1999).
Eftir dauða Rousseaus kom út ófullgert
framhald bókarinnar um Emile, Emilc et
Sophie (1994), þar sem allt það sem læri-
meistarinn hafði óttast og varað við gerðist,
m.a. það að Sophie var manni sínum ótrú.
Þetta gerðist fljótlega eftir dauða móður
Sophie og dóttur þeirra hjóna. Emile brást
illa við, sá eftir að hafa farið með Sophie til
borgarinnar með öllum tilheyrandi freist-
ingum og yfirgaf hana og son þeirra. Sem
sagt, uppeldið bar ekki tilætlaðan árangur!
Og Emile segir lærimeistara sínum að hann
sjái nú að bönd einkalífsins séu ekki virði
þess sársauka sem þau geta valdið. Hann
er því frjáls maður í lokin, en yfirgefur