Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 74
Guðný Guðbjörnsdóttir
bæði fjölskyldu sína og land (Okin, 2002,
bls.93). Þetta hefur verið túlkað þannig að
í Emile og framhaldinu Emile og Sophie sé
boðskapur Rousseaus sá að æskilegast sé
„að vera sjálfum sér nógur, tilfinningalega
eins og frumstæða náttúrubarnið var áður
en það varð samfélagsþegn" (Jimack 1983,
47). Samband Emiles og Sophie er hvorki
fullkomin heild tveggja einstaklinga sem
bæta hvor annan upp né byggt á hefð-
bundnu stigveldi (Schaeffer,1998).
Næst verður fjallað um viðbrögð fræða-
samfélagsins í kynjafræðilegu ljósi. í fyrsta
lagi verður fjallað um gagnrýni Mary
Wollstonecraft, samtímakonu Rousseaus,
á menntahugmyndir hans til þess að
sýna fram á að hugmyndir Rousseaus um
menntun Sophie mættu strax andstöðu; í
öðru lagi verður það rætt hvers vegna hug-
myndum Rousseaus um menntun Sophie
er oft sleppt í síðari tíma túlkunum á kenn-
ingu Rousseaus og spurt hvort það hafi
leitt til misskilnings á henni; og í þriðja lagi
verður fjallað um túlkun samtímafræðim-
anna á uppeldishugmyndum Rousseaus
í kynjafræðilegu ljósi í þeim tilgangi að
íhuga að hvaða leyti hann telst framsýnn
eða afturhaldssamur um menntun drengja
og stúlkna og þá hvers vegna.
Gagnrýni Wollstonecraft á hugmyndir
Rousseaus um menntun kvenna
Árið 1792 eða 30 árum eftir útkomu Emile
birtist Vörn fyrir réttindi kvenna eftir Mary
Wollstonecraft (2004). Það eru ekki síst
viðbrögð Wollstonecraft við Emile og
menptun Sophie sem hún er þekkt fyrir.
Wollstonecraft gagnrýnir hárðlega að
konur fái ekki menntun sem skynsemis-
verur, en slík menntun sé nauðsynleg fyrir
mæður og húsmæður, t.d. það að læra
líffræði og um heilbrigðismál. Sophie sé
frekar menntuð sem hjákona en eiginkona
og móðir. Wollstonecraft vill að konur
verði menntaðar sem skynsemisverur eins
og Emile, þó að hún geri ráð fyrir að þær
verði fyrst og fremst heimavinnandi. Hún
vildi fá slíka menntun fyrir miðstéttarkon-
ur en helst fyrir allar konur og opinberaði
þar með hugmynd sem ekki kom til fram-
kvæmda fyrr en meira en öld síðar.
Niðurstaða mín er skýr. Gerið konur að skynsem-
isverum og frjálsum samborgurum, og þær verða
fljótt góðar eiginkonur og mæður, það er að segja
ef karlar vanrækja ekki skyldur sínar sem eigin-
menn og feður (Wollstonecraft, 2004, bls. 207).
Hitt aðalatriðið hjá Roussau sem
Wollstonecraft (2004) gerir að umtalsefni
er að kynferðisleg spenna hjóna geti ekki
verið grunnurinn að góðu hjónabandi,
ekki síst þar sem Sophie var kennt að sinna
eiginmanninum fyrst og fremst, og hennar
fullnægja á aðallega að felast í því að við-
halda fjölskyldunni. Wollstonecraft telur
að kynlífið sé ekki aðalatriði, að ástin sé
hverful og muni ekki alltaf vara. Fyrir mið-
stéttarkonuna sé aðalatriðið að hjónin séu
skynsemisverur, vinir og jafningjar. Því sé
ófullnægjandi að mennta konur aðeins til
að gleðja manninn sinn, þar sem þau geti
lítið gert í því þegar hrifningin hverfur. Því
eigi konur og karlar að fá svipaða mennt-
un, a.m.k. til 12 ára aldurs en þá megi að-
skilja kynin að hluta, en bæði kyn eigi að
mennta sem skynsemisverur. Wollstone-
craft mælir með menntun eins og Emile
átti að fá fyrir bæði kynin. Hún gagnrýnir
ekki tengslin milli kennslu, valds og kyn-
ferðislegra yfirráða eða hvernig Rousseau