Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 74

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 74
Guðný Guðbjörnsdóttir bæði fjölskyldu sína og land (Okin, 2002, bls.93). Þetta hefur verið túlkað þannig að í Emile og framhaldinu Emile og Sophie sé boðskapur Rousseaus sá að æskilegast sé „að vera sjálfum sér nógur, tilfinningalega eins og frumstæða náttúrubarnið var áður en það varð samfélagsþegn" (Jimack 1983, 47). Samband Emiles og Sophie er hvorki fullkomin heild tveggja einstaklinga sem bæta hvor annan upp né byggt á hefð- bundnu stigveldi (Schaeffer,1998). Næst verður fjallað um viðbrögð fræða- samfélagsins í kynjafræðilegu ljósi. í fyrsta lagi verður fjallað um gagnrýni Mary Wollstonecraft, samtímakonu Rousseaus, á menntahugmyndir hans til þess að sýna fram á að hugmyndir Rousseaus um menntun Sophie mættu strax andstöðu; í öðru lagi verður það rætt hvers vegna hug- myndum Rousseaus um menntun Sophie er oft sleppt í síðari tíma túlkunum á kenn- ingu Rousseaus og spurt hvort það hafi leitt til misskilnings á henni; og í þriðja lagi verður fjallað um túlkun samtímafræðim- anna á uppeldishugmyndum Rousseaus í kynjafræðilegu ljósi í þeim tilgangi að íhuga að hvaða leyti hann telst framsýnn eða afturhaldssamur um menntun drengja og stúlkna og þá hvers vegna. Gagnrýni Wollstonecraft á hugmyndir Rousseaus um menntun kvenna Árið 1792 eða 30 árum eftir útkomu Emile birtist Vörn fyrir réttindi kvenna eftir Mary Wollstonecraft (2004). Það eru ekki síst viðbrögð Wollstonecraft við Emile og menptun Sophie sem hún er þekkt fyrir. Wollstonecraft gagnrýnir hárðlega að konur fái ekki menntun sem skynsemis- verur, en slík menntun sé nauðsynleg fyrir mæður og húsmæður, t.d. það að læra líffræði og um heilbrigðismál. Sophie sé frekar menntuð sem hjákona en eiginkona og móðir. Wollstonecraft vill að konur verði menntaðar sem skynsemisverur eins og Emile, þó að hún geri ráð fyrir að þær verði fyrst og fremst heimavinnandi. Hún vildi fá slíka menntun fyrir miðstéttarkon- ur en helst fyrir allar konur og opinberaði þar með hugmynd sem ekki kom til fram- kvæmda fyrr en meira en öld síðar. Niðurstaða mín er skýr. Gerið konur að skynsem- isverum og frjálsum samborgurum, og þær verða fljótt góðar eiginkonur og mæður, það er að segja ef karlar vanrækja ekki skyldur sínar sem eigin- menn og feður (Wollstonecraft, 2004, bls. 207). Hitt aðalatriðið hjá Roussau sem Wollstonecraft (2004) gerir að umtalsefni er að kynferðisleg spenna hjóna geti ekki verið grunnurinn að góðu hjónabandi, ekki síst þar sem Sophie var kennt að sinna eiginmanninum fyrst og fremst, og hennar fullnægja á aðallega að felast í því að við- halda fjölskyldunni. Wollstonecraft telur að kynlífið sé ekki aðalatriði, að ástin sé hverful og muni ekki alltaf vara. Fyrir mið- stéttarkonuna sé aðalatriðið að hjónin séu skynsemisverur, vinir og jafningjar. Því sé ófullnægjandi að mennta konur aðeins til að gleðja manninn sinn, þar sem þau geti lítið gert í því þegar hrifningin hverfur. Því eigi konur og karlar að fá svipaða mennt- un, a.m.k. til 12 ára aldurs en þá megi að- skilja kynin að hluta, en bæði kyn eigi að mennta sem skynsemisverur. Wollstone- craft mælir með menntun eins og Emile átti að fá fyrir bæði kynin. Hún gagnrýnir ekki tengslin milli kennslu, valds og kyn- ferðislegra yfirráða eða hvernig Rousseau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.