Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 80

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 80
Guðný Guðbjörnsdóttir kvenleika og margbreytileika hvors kyns um sig sé afar mikilvægt og fagnar aukn- um áherslum á jafnréttismál í skólastefnu stjórnvalda (Mennta- og menningarmála- ráðuneytið, 2011). En hvernig má tengja þessa umfjöllun um 250 ára gamla bók að öðru leyti við orðræðuna um menntun drengja og stúlkna í dag? Nú þegar stúlkur eru mun fleiri en drengir bæði í framhaldsskólum og háskólum (Hagtíðindi, 2012). Nú þegar margir hafa áhyggjur af lesskiln- ingi drengja og af líðan stúlkna (Skýrsla starfshóps um námsárangur drengja, 2011) þrátt fyrir ofgnótt af lesefni nútíma- barna, í samanburði við Emile. Nú þegar grunnskólalög kveða í fyrsta skipti á um fræðslu um jafnréttismál (Lög um grunn- skóla 2008, 25. grein) þrátt fyrir yfir 30 ára gamalt vanvirt ákvæði um slíka fræðslu á öllum skólastigum í gildandi jafnréttislög- um hverju sinni. Nú þegar jafnréttismál eru einn af sex grunnþáttum menntunar á öllum skólastigum samkvæmt nýjum aðalnámskrám skólakerfisins (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011). Nú þeg- ar ísland hefur mælst efst á lista Alþjóða- efnahagsráðsins í jafnréttismálum í 5 ár í röð (The World Economic Forum, 2013). Nú að loknu efnahagshruni, þegar æ færri lifa í þeirri trú að íslenska þjóðfélagið sé óspillt og krafan um nýja stjórnarskrá og bætta stjórnmálamenningu er sterk eins og á þeim tíma þegar Rousseau skrifar bækur sínar um Emilc og Samfélagssáttmálann. Þó að drengir og stúlkur hafi almennt gengið í sömu barnaskóla á íslandi var það formlega ekki skýrt fyrr en með grunn- skólalögunum frá 1991 að báðum kynjum væri ætluð menntun fyrir sömu hlutverk í lífinu. í 24. grein núgildandi grunnskóla- laga (91/2008) segir einnig að í aðalnám- skrá skuli m.a. „leggja áherslu á undirbún- ing beggja kynja jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnu- Iífi." Þrátt fyrir formleg markmið er síðan deilt um hvað valdi því að árangur og líðan drengja og stúlkna séu margbreytileg og mismunandi og sumir kalla eftir skóla sem sé næmari fyrir kynjamun og einstak- lingsmun (Skýrsla starfshóps um náms- árangur drengja, 2011). Þó að sérhæfing á efri skólastigum miðist formlega við val og áhugasvið einstaklinga er hún í reynd mjög kynjuð og sú staðreynd er oft tengd launamun kynjanna, enda kynjakerfið vel- þekkta að verki, þar sem eðlishyggjuhug- myndir Aristótelesar og Rousseaus svífa enn yfir vötnum (Gerður Bjarnadóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir, 2011). Kynbundnar menntahugmyndir lifa því enn í dag, enda er „farangur" fortíðar þung byrði. Umræðan um vanda drengja í skólum hefur valdið bakslagi í femínískri orðræðu og alls konar vafasamar hug- myndir hafa komið fram um að drengir eigi að fá að vera drengir í kvenlægum skóla eða svokallaða „afturbatakarlmennsku", sem flestir hafa afskrifað (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2004; Skýrsla starfshóps um námsárangur drengja, 2011; Guðný Guð- björnsdóttir, 2007, 2009; Ásta Jóhannsdótt- ir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir, 2011). Ef litið er til nútíma femínisma, þá má segja að líffræðilegri eðlishyggju og ætluðum eðlismun kynjanna sé almennt hafnað (Sigríður Þorgeirsdóttir, 2001; Eliot, 2009) bæði sem slíkum og sem rökum fyrir kyn- skiptri menntun, og ólíklegt að konur nú létu bjóða sér þá menntun sem Rousseau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.