Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 88
Guðrún V. Stefánsdóttir
Hagnýtt gildi Niðurstöður rannsóknarinnar eru þarft innlegg í fræðilega og faglega umræðu
um þróun háskólanáms fyrir fólk meö þroskahömlun hér á landi og í alþjóðlegu samhengi sem
og starfstengingu þess. Enn fremur hefur rannsókn sem þessi gildi fyrir umræðu um sam-
félagslegt hlutverk háskóla og samstarf við atvinnulíf.
Rannsóknin sem hér er til umfjöll-
unar snýr að atvinnuþátttöku fólks með
þroskahömlun sem lokið hefur starfs-
tengdu diplómunámi frá Menntavísinda-
sviði Háskóla íslands. Sama ár og námið
hófst, árið 2007, undirrituðu íslendingar
samning Sameinuðu þjóðanna um rétt
fatlaðs fólks (Velferðarráðuneytið, e.d.).
Með undirrituninni fékkst viðurkenning
á fullum mannréttindum fatlaðs fólks, þar
með töldum réttinum til atvinnu og náms
á öllum skólastigum til jafns við aðra. Fólk
með þroskahömlun hér á landi og í hinum
vestræna heimi hefur haft fá tækifæri til að
stunda nám í háskóla og er diplómunámið
fyrsta og eina námið í háskóla fyrir þennan
hóp hér á landi. Rekja má upphaf náms í
háskóla fyrir fólk með þroskahömlun til
Alberta í Kanada en þar hófst tilraun með
slíkt nám um 1990 (Uditsky og Hughson,
2012). Á þeim tíma sem liðinn er frá því
að Kanadamenn riðu á vaðið hefur verið
þróað sambærilegt nám á nokkrum stöð-
um í heiminum og má þar nefna Flinders-
háskóla í Suður Ástralíu (Grantley, 2000).
I Bandaríkjunum hefur þessi hópur getað
sótt nám í háskóla í rúman áratug (Hart,
Grigal, Sax, Martinez og Will, 2006). Þá
hófst fullt nám fyrir fólk með þroska-
hömlun í háskólanum í Dublin á írlandi
árið 2005 (O'Brien o.fl., 2009). Áherslur í
háskólanámi erlendis eru mismunandi en
sérstaða námsins hér á landi felst meðal
annars í starfstengingu sem hefur það að
markmiði að stuðla að atvinnuþátttöku á
almennum vinnumarkaði. Enn fremur er
námið skipulagt án aðgreiningar og nem-
endur sækja öll bókleg námskeið með öðr-
um háskólanemum en ekki eru mörg dæmi
um slíkt í heiminum (Uditsky og Hug-
hson, 2012). Niðurstöður úr rannsóknum
sem gerðar hafa verið á háskólanámi fyrir
þennan hóp, hér á landi og erlendis, benda
til að háskólanám hafi aukið nemendum
sjálfstraust og sjálfsvirðingu, það hafi
auðveldað þeim að fá atvinnu og ýtt undir
þátttöku þeirra í samfélaginu (Uditsky og
Hughson, 2012; Hart, o.fl., 2006; O'Brien
o.fl. 2009; Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011).
Námið hér á landi hefur verið skilgreint
sem rannsóknartengt tilraunaverkefni inn-
an háskólans en það heyrir undir þroska-
þjálfabraut Menntavísindasviðs. Rann-
sóknartenging námsins hefur meðal ann-
ars falist f því að kanna upplifun nemenda,
aðstandenda og mentora (samnemenda á
Menntavísindasviði) af náminu (Guðrún
V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir,
2011). Auk þess hefur reynsla háskóla-
kennara af kennslu diplómunema verið
könnuð (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011)
og úttekt á því fór fram árið 2009 (Birna
Sigurjónsdóttir og Jóhanna Kristjánsdótt-
ir, 2009). Niðurstöður þessara kannana
benda til þess að almenn ánægja ríki með
námið en þó kemur skýrt fram að festa
þurfi námið í sessi, skýra betur áherslur
þess, auka aðstoð við nemendur og ekki
86