Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 88

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 88
Guðrún V. Stefánsdóttir Hagnýtt gildi Niðurstöður rannsóknarinnar eru þarft innlegg í fræðilega og faglega umræðu um þróun háskólanáms fyrir fólk meö þroskahömlun hér á landi og í alþjóðlegu samhengi sem og starfstengingu þess. Enn fremur hefur rannsókn sem þessi gildi fyrir umræðu um sam- félagslegt hlutverk háskóla og samstarf við atvinnulíf. Rannsóknin sem hér er til umfjöll- unar snýr að atvinnuþátttöku fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfs- tengdu diplómunámi frá Menntavísinda- sviði Háskóla íslands. Sama ár og námið hófst, árið 2007, undirrituðu íslendingar samning Sameinuðu þjóðanna um rétt fatlaðs fólks (Velferðarráðuneytið, e.d.). Með undirrituninni fékkst viðurkenning á fullum mannréttindum fatlaðs fólks, þar með töldum réttinum til atvinnu og náms á öllum skólastigum til jafns við aðra. Fólk með þroskahömlun hér á landi og í hinum vestræna heimi hefur haft fá tækifæri til að stunda nám í háskóla og er diplómunámið fyrsta og eina námið í háskóla fyrir þennan hóp hér á landi. Rekja má upphaf náms í háskóla fyrir fólk með þroskahömlun til Alberta í Kanada en þar hófst tilraun með slíkt nám um 1990 (Uditsky og Hughson, 2012). Á þeim tíma sem liðinn er frá því að Kanadamenn riðu á vaðið hefur verið þróað sambærilegt nám á nokkrum stöð- um í heiminum og má þar nefna Flinders- háskóla í Suður Ástralíu (Grantley, 2000). I Bandaríkjunum hefur þessi hópur getað sótt nám í háskóla í rúman áratug (Hart, Grigal, Sax, Martinez og Will, 2006). Þá hófst fullt nám fyrir fólk með þroska- hömlun í háskólanum í Dublin á írlandi árið 2005 (O'Brien o.fl., 2009). Áherslur í háskólanámi erlendis eru mismunandi en sérstaða námsins hér á landi felst meðal annars í starfstengingu sem hefur það að markmiði að stuðla að atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Enn fremur er námið skipulagt án aðgreiningar og nem- endur sækja öll bókleg námskeið með öðr- um háskólanemum en ekki eru mörg dæmi um slíkt í heiminum (Uditsky og Hug- hson, 2012). Niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á háskólanámi fyrir þennan hóp, hér á landi og erlendis, benda til að háskólanám hafi aukið nemendum sjálfstraust og sjálfsvirðingu, það hafi auðveldað þeim að fá atvinnu og ýtt undir þátttöku þeirra í samfélaginu (Uditsky og Hughson, 2012; Hart, o.fl., 2006; O'Brien o.fl. 2009; Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011). Námið hér á landi hefur verið skilgreint sem rannsóknartengt tilraunaverkefni inn- an háskólans en það heyrir undir þroska- þjálfabraut Menntavísindasviðs. Rann- sóknartenging námsins hefur meðal ann- ars falist f því að kanna upplifun nemenda, aðstandenda og mentora (samnemenda á Menntavísindasviði) af náminu (Guðrún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir, 2011). Auk þess hefur reynsla háskóla- kennara af kennslu diplómunema verið könnuð (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011) og úttekt á því fór fram árið 2009 (Birna Sigurjónsdóttir og Jóhanna Kristjánsdótt- ir, 2009). Niðurstöður þessara kannana benda til þess að almenn ánægja ríki með námið en þó kemur skýrt fram að festa þurfi námið í sessi, skýra betur áherslur þess, auka aðstoð við nemendur og ekki 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.