Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 94

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 94
Guðrún V. Stefánsdóttir vinnustöðum þó að eitt af meginmarkmið- um námsins sé að stuðla að fullri þátttöku í samfélaginu, þar með talið atvinnuþátt- töku (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011). Auk þess voru tveir atvinnulausir þegar rann- sóknin var gerð. Líklegt má telja að efna- hagslegt ástand í samfélaginu hafi haft einhver áhrif á möguleika fólksins til að fá vinnu. Hóparnir sem sjónum var beint að í rannsókninni luku námi si'nu í miðri kreppu (2009 og 2011) en eins og þekkt er var atvinnuleysi á íslandi töluvert og ekki síst á þessum tíma. Reynsla af hdskólandmi Reynsla þátttakenda af diplómunáminu var almennt jákvæð og í heild litu þeir svo á að námið hefði styrkt sjálfsmynd þeirra, aukið félagslega þátttöku þeirra í samfélaginu og möguleika til atvinnu. Reynsla margra af þátttöku í almennum námskeiðum með ófötluðum háskóla- nemendum skipaði stóran sess. Meiri- hluti þátttakenda hafði áður stundað nám á starfsbrautum framhaldsskólanna og höfðu fæstir reynslu af námi við hlið ófatl- aðra jafnaldra sinna í jafn ríkum mæli og var í diplómunáminu. Þetta endurspeglast vel í orðum eins þátttakandans: Það var nú eiginlega mesta breytingin að maður skuli vera í svona háskóla og maður var ekki bara flokkaður og svo voru bara tfmar með öllum öðrum, alveg sama hvernig maður er, og svoleiðis kynnist maður náttúrulega öðru fólki. Og þetta er nú bara eins og í lífinu og vinnunni, maður þarf að vera með alls konar fólki, ekki bara fötluðum. Ég held ég hafi lært mest af því. Annar þátttakandi hafði þetta að segja: „Ég held að maður hafi lært mest á því að vera með öðrum, ekki bara einangraður úti í horni." Mörg sambærileg dæmi komu fram og þessi upplifun fólksins er sam- hljóða niðurstöðum innlendra og erlendra rannsókna á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Meðal annars hefur komið fram að virk þátttaka í háskólaumhverf- inu með ófötluðum samnemendum eykur sjálfstraust nemenda og undirbýr að auki alla nemendur fyrir virka þátttöku í sam- félaginu, þar með talið atvinnuþátttöku (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011; O'Brien o.fl., 2009; Hart, o.fl., 2006; Uditsky og Hughson, 2012). Fólkið talaði líka um að eftir að hafa verið í diplómunáminu ætti það auðveldara með samskipti og að setja sig í spor annarra. Einn þátttakandi sagði frá því að þessi breyting hefði verið um- ræðuefni samstarfsfólks hans í leikskóla þar sem hann vann bæði fyrir og eftir dip- lómunámið. í einu af þeim námskeiðum sem nem- endur í diplómunáminu sóttu beindist umfjöllunin að sögu og réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þátttakendur töluðu um að í því námskeiði hefðu þeir öðlast nýja sýn á ótal hluti: Ég Iærði mikið, það kom fatlað fólk og lýsti til dæmis að hafa búið á stofnun og að hafa eignast barn. Það voru margir gestir sem komu að tala og voru að segja frá hvemig hefði verið brotið á þeim og hvernig þau höfðu barist, það fannst mér áhugavert. Margt af því sem talað var um hafði ég líka lent í. Surnir þátttakendanna höfðu orð á því að þeir hefðu í fyrsta sinn gert sér grein fyrir því hvernig komið hefur verið fram við fatlað fólk og tengdu sjálf sig við það óréttlæti og aðgreiningu sem fólk með þroskahömlun hefur oft þurft að upplifa. í ljósi þessara niðurstaðna má benda á þá algengu tilhneigingu að líta á fólk með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.