Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 107
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi
Að mati Baumans (2007) einkennist
samfélagsástand nútímans af hröðum
breytingum og miklu óöryggi. Ein þeirra
breytinga sem á sér stað í nútímasamfélög-
urn er vaxandi menningar- og trúarlegur
fjölbreytileiki og hefur þróun í þá átt verið
hröð á íslandi undanfarin ár (Hagstofa fs-
lands, 2013). í því samhengi er athyglis-
vert að skoða kenningar Becks (1992) um
einstaklingsvæðingu, en hann heldur þvf
fram að ungt fólk reiði sig ekki lengur á
hið félagslega samhengi, tengsl og norm
samfélagsins, eins og áður. Afleiðingar
þess eru að mati Becks margvíslegar, m. a.
aukið félagslegt athafnarými einstaklings-
ins en um leið óöryggi hans og ótti. Fólk
er ekki lengur fætt inn í ákveðið félagslegt
hlutverk og hið fyrra félagslega öryggi er
ekki lengur til staðar með hefðum og venj-
um, segir Beck, heldur þarf einstaklingur-
inn að finna sjálfur sín viðmið, félagsnet og
gildi. Lífshlaup ungs fólks verður þannig
einstaklingsbundnara en áður. Meðal af-
Ieiðinga þessa er ákveðið félagslegt ástand
sem Bauman (2007) kallar flot (e. liquid
society) og Ziehe (1989) kallar menn-
ingarlega leysingu (e. cultural liberation).
Þannig verði tengsl einstaklinga lfka sífellt
flóknari.
Sjálfsmynd einstaklinga í nútímasam-
félögum er mikilvæg í þessu samhengi.
Elsa Sigríður Jónsdóttir (2007) hefur fjallað
um sjálfsmynd í fjölmenningarsamfélagi
og bendir á að í sjálfsmynd, sem sé kenn-
ing manneskjunnar um það hvernig hún sé
og geymi alla þá vitneskju, viðhorf og til-
finningar sem hún ber til sjálfrar sín, felist
til dæmis vitneskja um kynferði, þjóðerni
og kynhneigð og um leið þær tilfinningar
sem hún beri til þessarar vitneskju. Sjálfs-
mynd einstaklinga þróist á lífsleiðinni í
samskiptum við annað fólk og geti verið
breytileg eftir aðstæðum í lífi einstaklings.
Hugmyndir póstmódernismans eða
síðnútímahyggjunnar gera ráð fyrir að
sjálfsmyndin sé fljótandi og breytist að
nokkru leyti eftir vali einstaklingsins
hverju sinni. Gergen (1991) telur á sama
hátt að nútíma tæknivædd samfélög geri
kröfur um að einstaklingar taki að sér
mörg hlutverk og séu í margs konar sam-
böndum.
Samkvæmt Giddens (1997) mótast
sjálfsmynd mun minna af félagslegri stöðu
en áður var, en meira af hæfileikum ein-
staklingsins og hæfni. Sjálfsmyndin er
þannig ekki gefin í eitt skipti fyrir öll held-
ur er hún í sífelldri mótun, sköpuð af um-
hverfinu og einstaklingnum. Hér hefur hin
félagslega sjálfsmynd mikið að segja, en
hún er í mótun hjá ungu fólki. Að auki geri
samfélagið kröfur um aðlögun og breyt-
ingar, ekki síst til ungs fólks. Til þess að
falla inn í hlutverk samfélagsins þurfi ungt
fólk að laga sig að stöðugum samfélags-
breytingum, en um leið beri það með sér
breytingar í því samhengi og aðstæðum
sem það er í (Giddens, 1997; Townsend,
2002). Hin félagslega sjálfsmynd hefur hér
áhrif, hvaða hópum ungt fólk tilheyrir,
áhugamál þess, smekkur og gildi svo að
eitthvað sé nefnt (Hardin, 2002).
Bauman (2007) hefur lýst samfélags-
ástandi nútímans þannig að það sé fljót-
andi og að það einkennist af hröðum brey t-
ingum og miklu óöryggi. Einstaklingar
falli síður sjálfkrafa inn í hópa, stofnanir
eða menningarheima, og lúti ekki að sama
105