Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 107

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 107
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi Að mati Baumans (2007) einkennist samfélagsástand nútímans af hröðum breytingum og miklu óöryggi. Ein þeirra breytinga sem á sér stað í nútímasamfélög- urn er vaxandi menningar- og trúarlegur fjölbreytileiki og hefur þróun í þá átt verið hröð á íslandi undanfarin ár (Hagstofa fs- lands, 2013). í því samhengi er athyglis- vert að skoða kenningar Becks (1992) um einstaklingsvæðingu, en hann heldur þvf fram að ungt fólk reiði sig ekki lengur á hið félagslega samhengi, tengsl og norm samfélagsins, eins og áður. Afleiðingar þess eru að mati Becks margvíslegar, m. a. aukið félagslegt athafnarými einstaklings- ins en um leið óöryggi hans og ótti. Fólk er ekki lengur fætt inn í ákveðið félagslegt hlutverk og hið fyrra félagslega öryggi er ekki lengur til staðar með hefðum og venj- um, segir Beck, heldur þarf einstaklingur- inn að finna sjálfur sín viðmið, félagsnet og gildi. Lífshlaup ungs fólks verður þannig einstaklingsbundnara en áður. Meðal af- Ieiðinga þessa er ákveðið félagslegt ástand sem Bauman (2007) kallar flot (e. liquid society) og Ziehe (1989) kallar menn- ingarlega leysingu (e. cultural liberation). Þannig verði tengsl einstaklinga lfka sífellt flóknari. Sjálfsmynd einstaklinga í nútímasam- félögum er mikilvæg í þessu samhengi. Elsa Sigríður Jónsdóttir (2007) hefur fjallað um sjálfsmynd í fjölmenningarsamfélagi og bendir á að í sjálfsmynd, sem sé kenn- ing manneskjunnar um það hvernig hún sé og geymi alla þá vitneskju, viðhorf og til- finningar sem hún ber til sjálfrar sín, felist til dæmis vitneskja um kynferði, þjóðerni og kynhneigð og um leið þær tilfinningar sem hún beri til þessarar vitneskju. Sjálfs- mynd einstaklinga þróist á lífsleiðinni í samskiptum við annað fólk og geti verið breytileg eftir aðstæðum í lífi einstaklings. Hugmyndir póstmódernismans eða síðnútímahyggjunnar gera ráð fyrir að sjálfsmyndin sé fljótandi og breytist að nokkru leyti eftir vali einstaklingsins hverju sinni. Gergen (1991) telur á sama hátt að nútíma tæknivædd samfélög geri kröfur um að einstaklingar taki að sér mörg hlutverk og séu í margs konar sam- böndum. Samkvæmt Giddens (1997) mótast sjálfsmynd mun minna af félagslegri stöðu en áður var, en meira af hæfileikum ein- staklingsins og hæfni. Sjálfsmyndin er þannig ekki gefin í eitt skipti fyrir öll held- ur er hún í sífelldri mótun, sköpuð af um- hverfinu og einstaklingnum. Hér hefur hin félagslega sjálfsmynd mikið að segja, en hún er í mótun hjá ungu fólki. Að auki geri samfélagið kröfur um aðlögun og breyt- ingar, ekki síst til ungs fólks. Til þess að falla inn í hlutverk samfélagsins þurfi ungt fólk að laga sig að stöðugum samfélags- breytingum, en um leið beri það með sér breytingar í því samhengi og aðstæðum sem það er í (Giddens, 1997; Townsend, 2002). Hin félagslega sjálfsmynd hefur hér áhrif, hvaða hópum ungt fólk tilheyrir, áhugamál þess, smekkur og gildi svo að eitthvað sé nefnt (Hardin, 2002). Bauman (2007) hefur lýst samfélags- ástandi nútímans þannig að það sé fljót- andi og að það einkennist af hröðum brey t- ingum og miklu óöryggi. Einstaklingar falli síður sjálfkrafa inn í hópa, stofnanir eða menningarheima, og lúti ekki að sama 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.