Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 108
Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir marki og áður ákveðnum hefðum. Þeir þurfi því að velja sér hópa, hugmyndir, gildi og viðhorf. Hóparnir og hugmynd- irnar, gildin og viðhorfin geti síðan tekið örum breytingum. Levinsen (2006) hefur dregið einkenni þessa ástands saman í eft- irfarandi þrjú skref: einstaklingurinn rífur sig úr félagslegu samhengi og böndum; einstaklingurinn tapar normum; nýtt form félagslegra tengsla verður til. Áhugavert er í þessu samhengi að athuga hvernig ungt fólk í íslensku fjölmenningarsam- félagi nútímans upplifir félagsleg tengsl sín og samskipti. Markmið greinarinnar er að fjalla um niðurstöður úr könnun um lífsviðhorf og lífsgildi ungs fólks í íslensku samfélagi sem lögð var fyrir nemendur í alls sjö framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni haustið 2011 og vorið 2012. Greinin fjallar um þær niðurstöður úr viðhorfakönnuninni er snúa að marg- breytileika og samskiptum, viðhorfum til fjölmenningarsamfélagsins, uppruna, tungumálum og trúarbrögðum, svo og viðhorfum til eigin styrks og eineltis. Viðhorfakönnunin er fyrri hluti rann- sóknar á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks (18-24 ára) í íslensku samfélagi. Breið fræðileg umgjörð er um rannsóknina og er hún byggð á þverfaglegri nálgun þar sem m.a. er leitað til félagsfræði, trúarupp- eldisfræði, fjölmenningarfræði og upp- eldisfræði. Aðferðir eru blandaðar, megin- dlegar og eigindlegar. Siðari hluti rann- sóknarinnar fer fram skólaárið 2013-14 þegar tekin eru rýnihópaviðtöl við nem- endur í sömu skólum. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar í greininni er eftirfarandi: Hver eru viðhorf framhaldsskólanema til margbreytileika samfélagsins, félagslegrar stöðu sinnar, samskipta og eineltis? Fræðileg umgjörð og lykilhugtök Fræðileg umgjörð greinarinnar er m.a. í gagnrýnum fjölmenningarfræðum og kenningum um einstaklingsvæðingu sem áður hefur verið getið. Hér á eftir verður fjallað um stöðu og samskipti einstaklinga og hópa í nútímasamfélögum og nýlegar rannsóknir um ungt fólk og komið inn á þætti eins og einelti, félagslega einangrun og vinamenningu. Staða hópa og samskipti í fjölmetiningarsamfélögum í gagnrýnum fjölmenningarfræðum er áhersla lögð á að athuga ólíka valdastöðu hópa í samfélögum og skólum, svo og hvernig stuðla megi að jöfnuði í fjölmenn- ingarsamfélögum (Nieto, 2010). Parekh (2006) bendir á að erfitt sé að ná jöfnuði að fullu þar sem í hverju samfélagi sé eitt eða fleiri meirihlutatungumál og ekkert tungumál eða samfélag sé menningarlega hlutlaust. Hann leggur áherslu á að fjöl- menningarsamfélög þurfi hvert og eitt að finna sitt jafnvægi með virkum samræðum og samningum hópa og einstaklinga án þess að nauðsynleg samloðun þess glatist. Með þróun íslensks samfélags í átt til auk- ins menningarlegs fjölbreytileika vakna spurningar um hvort slíkt jafnvægi sé fyrir hendi í samfélaginu og hvernig ungt fólk tekst á við hinn fjölmenningarlega veruleika. Cummins (2009) hefur fjallað 106 J,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.