Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 108
Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir
marki og áður ákveðnum hefðum. Þeir
þurfi því að velja sér hópa, hugmyndir,
gildi og viðhorf. Hóparnir og hugmynd-
irnar, gildin og viðhorfin geti síðan tekið
örum breytingum. Levinsen (2006) hefur
dregið einkenni þessa ástands saman í eft-
irfarandi þrjú skref: einstaklingurinn rífur
sig úr félagslegu samhengi og böndum;
einstaklingurinn tapar normum; nýtt form
félagslegra tengsla verður til. Áhugavert
er í þessu samhengi að athuga hvernig
ungt fólk í íslensku fjölmenningarsam-
félagi nútímans upplifir félagsleg tengsl
sín og samskipti.
Markmið greinarinnar er að fjalla um
niðurstöður úr könnun um lífsviðhorf og
lífsgildi ungs fólks í íslensku samfélagi
sem lögð var fyrir nemendur í alls sjö
framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu
og á landsbyggðinni haustið 2011 og vorið
2012. Greinin fjallar um þær niðurstöður
úr viðhorfakönnuninni er snúa að marg-
breytileika og samskiptum, viðhorfum
til fjölmenningarsamfélagsins, uppruna,
tungumálum og trúarbrögðum, svo og
viðhorfum til eigin styrks og eineltis.
Viðhorfakönnunin er fyrri hluti rann-
sóknar á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs
fólks (18-24 ára) í íslensku samfélagi.
Breið fræðileg umgjörð er um rannsóknina
og er hún byggð á þverfaglegri nálgun þar
sem m.a. er leitað til félagsfræði, trúarupp-
eldisfræði, fjölmenningarfræði og upp-
eldisfræði. Aðferðir eru blandaðar, megin-
dlegar og eigindlegar. Siðari hluti rann-
sóknarinnar fer fram skólaárið 2013-14
þegar tekin eru rýnihópaviðtöl við nem-
endur í sömu skólum.
Rannsóknarspurningin sem lögð er til
grundvallar í greininni er eftirfarandi:
Hver eru viðhorf framhaldsskólanema til
margbreytileika samfélagsins, félagslegrar
stöðu sinnar, samskipta og eineltis?
Fræðileg umgjörð og lykilhugtök
Fræðileg umgjörð greinarinnar er m.a.
í gagnrýnum fjölmenningarfræðum og
kenningum um einstaklingsvæðingu sem
áður hefur verið getið. Hér á eftir verður
fjallað um stöðu og samskipti einstaklinga
og hópa í nútímasamfélögum og nýlegar
rannsóknir um ungt fólk og komið inn á
þætti eins og einelti, félagslega einangrun
og vinamenningu.
Staða hópa og samskipti í
fjölmetiningarsamfélögum
í gagnrýnum fjölmenningarfræðum er
áhersla lögð á að athuga ólíka valdastöðu
hópa í samfélögum og skólum, svo og
hvernig stuðla megi að jöfnuði í fjölmenn-
ingarsamfélögum (Nieto, 2010). Parekh
(2006) bendir á að erfitt sé að ná jöfnuði
að fullu þar sem í hverju samfélagi sé eitt
eða fleiri meirihlutatungumál og ekkert
tungumál eða samfélag sé menningarlega
hlutlaust. Hann leggur áherslu á að fjöl-
menningarsamfélög þurfi hvert og eitt að
finna sitt jafnvægi með virkum samræðum
og samningum hópa og einstaklinga án
þess að nauðsynleg samloðun þess glatist.
Með þróun íslensks samfélags í átt til auk-
ins menningarlegs fjölbreytileika vakna
spurningar um hvort slíkt jafnvægi sé
fyrir hendi í samfélaginu og hvernig ungt
fólk tekst á við hinn fjölmenningarlega
veruleika. Cummins (2009) hefur fjallað
106
J,