Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 109
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi
um það hvernig aukinn hreyfanleiki fólks
milli landa veldur sums staðar félagslegri
spennu þegar samfélög færast úr þæg-
indaramma fyrri þjóðernisímyndar. Í því
samhengi má velta fyrir sér hvort aukin
ferðalög og alþjóðleg samskipti á Netinu
leiði til þess að fjölbreytileiki mannlffsins
verði í augum ungs fólks hversdagslegur
og eðlilegur fremur en spennuvaldur, eða
jafnvel hvort tveggja í senn. Cummins
fjallar jafnframt um það hvernig samskipti
kennara og nemenda eru samtvinnuð
félagslegum valdatengslum í skólunum
og að hvort tveggja hafi áhrif á mótun
sjálfsmyndar ungmenna, samskipti þeirra
og viðhorf. Pareklr (2006) hefur lagt mikla
áherslu á að leita þurfi leiða til að virkja
einstaklinga í fjölmenningarsamfélagi til
að jafna stöðu þeirra og það sé einkum
með samfélagslegri þátttöku.
Umfjöllun um samskipti og þátttöku í
fjölmenningarsamfélögum leiðir hugann
að því hvort útilokun og einelti sé algeng-
ara meðal tiltekinna hópa en annarra og
hvort þolendur séu úr tilteknum hópum
fremur en öðrum. I rannsókn Þórodds
Bjarnasonar (2006) kom fram að nem-
endum af erlendum uppruna á fslandi í
efstu bekkjum grunnskóla fannst bekkjar-
félagarnir vera óvingjarnlegir og að þeir
voru helmingi oftar fórnarlömb eineltis en
skólasystkin þeirra af íslenskum uppruna.
Einelti sem þáttur í lífi barna og ungs
fólks er staðrey nd sem við stöndum frammi
fyrir (Barajas og Lindgren, 2009). Fjallað
hefur verið um einelti á mismunandi hátt
og frá ólíkum sjónarhornum. Norrænu
frömuðirnir í eineltisrannsóknum, Olweus
(1973), Erling og Hwang (2004) auk Pikas
(1987), hafa einkum litið á hina sálfræði-
legu hlið málsins og fjallað um einkenni
gerandans og þess sem lagður er í einelti,
en minna hafa verið skoðaðar hinar félags-
legu aðstæður þar sem eineltið fer fram
(Björk, 2000). í félagslegu einelti felst að
ráðist er gegn félagslegum tengslum með
höfnun og einangrun (Schuster, 1999).
Smith og Sharp (1996) fjalla um óbeint
einelti sem sé afar sársaukafullt, og að í
því felist félagsleg einangrun, að hafa út-
undan, sá sem fyrir því verður sé gerður
ósýnilegur og hindraður í að eignast vini.
Rigby (2004) telur að óbeina eineltið hafi
meiri eyðileggingarmátt en hið beina (t.d.
stríðni og barsmíðar), einkum vegna þess
að það uppgötvist seint eða ekki þar sem í
því felist hljóðlát höfnun.
Gunilla Björk (2000) fjallar í grein sinni
Mobbaren - en situationens mcistare um það
hvernig skoða þurfi og skilja einelti sem
valdatafl og að það eigi sér stað innan
stofnunar eða á vettvangi þar sem þátt-
takendur þurfi að berjast fyrir stöðu sinni.
Skólinn sé slík stofnun, þar sem skóladeg-
inum fylgi visst óöryggi vegna óljósrar
og síbreytilegrar valdastöðu. Þannig geti
staða nemenda verið mismunandi í ólík-
um kennslustundum eða í frímínútum.
Að mati Björk (2000) á eineltið sér þann-
ig stað í skólanum vegna hins fljótandi
ástands sem er í skólastofunni, þar sem
undir yfirborðinu fer fram tafl um völd
og félagslega stöðu, um að tilheyra hinum
breytilega hóp. í skólanum meðtaka nem-
endur ekki aðeins þekkingu heldur bendir
Björk (2000) á að þar séu nemendur sífellt
að læra um stöðu sína í tengslum við aðra.
Því séu allar breytingar á þeirri stöðu sem