Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 111

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 111
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi þrátt fyrir mótlæti. Þannig kemur fram í niðurstöðum eigindlegar rannsóknar Nínu Magnúsdóttur (2010) um hindranir sem 27 erlendir unglingar mættu í íslenska skólakerfinu að félagsleg einangrun hafi verið sá þáttur sem reyndist þeim erfið- astur. Þá sýna niðurstöður eigindlegar rannsóknar Ulrike Schubert (2010) með 14 grunnskólanemendum af erlendum upp- runa að tengsl nemendanna við íslenska jafnaldra og kennara einkenndust af vissu óöryggi og takmörkuðum samskiptum. Spurningakönnun Þórodds Bjarnasonar (2006) á líðan barna í grunnskólum Ieiddi sömuleiðis m.a. í ljós að börnum sem eiga báða foreldra erlenda líður verr í skóla og þau eru líklegri til að hafa orðið fyrir einelti en börn sem eiga báða foreldra ís- lenska. Niðurstöður nýlegrar viðtalarann- sóknar Hönnu Ragnarsdóttur (2011) með níu ungmennum af erlendum uppruna á aldrinum 15-24 ára benda hins vegar til þess að reynsla þeirra af flutningi til nýs lands á unga aldri, skólagöngu og starfi í nýja landinu hafi markað djúp spor í reynsluheim þeirra og skapi þeim vissa sérstöðu í hópi jafnaldra sinna sem mörg þeirra telja jákvæða. Nokkur munur kemur fram í rannsókninni hvað varðar félagslega þætti á þeim ungmennum sem hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi og þeim sem eldri eru, en þau síðarnefndu segjast einkum eiga vini af erlendum uppruna. Astæður fyrir þessum mun geta t.d. verið þær að þau ungmenni sem hafa verið í íslenskum grunnskóla frá upphafi hafi jafnframt lært að taka þátt í skólamenningu viðkomandi skóla og hafi tengst betur ríkjandi menningu á íslandi (Brooker, 2002; Nieto, 2010). í niðurstöðum rannsóknar Hönnu (2011) kemur jafnframt fram að ungmennin virðast ekki ýkja upp- tekin af menningarlegri sjálfsmynd sinni og telja sig ekki þurfa að velja sér stað eða tengsl annaðhvort við ísland eða uppruna- landið, heldur virðast njóta þess besta úr báðum menningarheimum. Þær niður- stöður falla vel að hugmyndum Baumans (2007) um val einstaklinga á hópum, hug- myndum, gildum og viðhorfum, en einnig að hugmyndum Giddens (1997) um að sjálfsmynd ungs fólks sé í sífelldri mótun, sköpuð af umhverfinu og einstaklingnum. Einnig má ætla að umhverfi nútímasam- félaga með daglegri notkun netmiðla geri ungmennum kleift að mynda tengsl og viðhalda þeim þvert á landamæri og styðji þannig við mótun sjálfsmyndar óháð landamærum (Popkewitz og Rizvi, 2009). Rannsóknir sem snúast um ungtfólk og framhaldsskólann Rannsókn sú sem hér er fjallað um er gerð meðal nemenda framhaldsskólans, að meðaltali tveim árum eftir að þeir fara úr hinu verndaða umhverfi grunnskólans, þar sem ríkir skólaskylda og almennt er bekkjakerfi, yfir í framhaldsskólann, fjöl- mennari skóla þar sem gerðar eru ólíkar kröfur og væntingar er lúta að námslegum og félagslegum þáttum og nemendur þurfa að takast á við miklar breytingar og mynda nýtt félagsnet. Hér verður fjallað um niðurstöður tveggja fslenskra rann- sókna sem snúast um ungt fólk og fram- haldsskólann. í grein sinni Úr grunnskóla í framhalds- skóla (2012) fjalla Hjalti Jón Sveinsson og Rúnar Sigþórsson um þær miklu breyt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.