Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 113
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi
Þar sem hér er verið að fjalla um og
skoða viðhorf framhaldsskólanema er
rétt að líta á merkingu hugtaksins við-
horf. Viðhorf er afstaða sem getur verið
neikvæð eða jákvæð í garð fólks, hluta og
fyrirbæra. Hægt er að skilgreina hugtakið
út frá þröngri merkingu og er þá eingöngu
vísað til tilfinningar sem tengist ákveðnu
fyrirbæri og gjarnan litið svo á að skoðanir
séu hin vitsmunalega skírskotun (Bergem,
2000; Helkama, 2000). Hér verður stuðst
við hina víðari og almennari merkingu, að
viðhorf byggist á sannfæringu, reynslu og
þekkingu og tengist vitsmunaþáttum, til-
finningaþáttum og atferlisþáttum. Viðhorf
skapast því úr hugsunum, tilfinningum og
hegðun og geta verið hvort sem er með-
vituð eða ómeðvituð (Einarsson, 2004;
Helkama, 2000).
Viðhorfakannanir eru notaðar meðal
stórra hópa til að athuga viðhorf og skoð-
anir meirihlutans (Sigurlína Davíðsdóttir,
2003). í viðhorfakönnuninni sem rann-
sakendur gerðu og hér er fjallað um er
spurt um bakgrunnsþætti, svo sem kyn,
fæðingarár, þjóðerni, menntun foreldra,
uppruna foreldra, móðurmál og mál töluð
á heimili, hugmyndir um framtíðarmennt-
un og trúfélag. I könnuninni tilgreina
þátttakendur hvort þeir séu sammála
eða ósammála staðhæfingum um ýmsa
þætti í lífi þeirra, svo sem samskipti, sam-
keppni, einelti og fordóma, trú, tungumál,
menningu og lífsgildi. Alls svara þátt-
takendur 77 staðhæfingum, hverri með
alls fimm svarmöguleikum sem mótaðir
eru samkvæmt Likert-kvarða, þ.e. mjög
sammála, frekar sammála, frekar ósam-
mála, mjög ósammála og veit ekki (Cohen,
Manion og Morrison, 2000). Meginþættir
í könnuninni eru eftirfarandi: Lífsviðhorf,
sjálfsmynd og líðan, samskipti og afstaða
til annarra, gildi og gildismat og marg-
breytileiki. Spurningaklasar, þ.e. nokkrar
spurningar, tilheyra hverjum þætti.
Rannsókn þessi hefur á öllum stigum
verið unnin í samræmi við þær siða-
reglur sem gilda um menntarannsóknir
(Sigurður Kristinsson, 2003). Þau sem þátt
tóku í rannsókninni voru upplýst um til-
gang rannsóknar og samþykktu að taka
þátt. Sótt var um leyfi til skólastjórnenda,
þeir upplýstir um tilgang hennar og að-
stoðuðu þeir við samskipti við nemendur.
Rannsakendur gæta fyllsta trúnaðar við
skóla og þátttakendur (Flick, 2006). Ekki
þurfti að leita samþykkis foreldra þar sem
allir þátttakendur höfðu náð 18 ára aldri.
Leitast hefur verið við að gæta hlutleysis
við framsetningu niðurstaðna og túlkun á
þeim. Þá leituðust rannsakendur við að ná
fram þáttum sem væru mikilvægir í við-
horfum ungs fólks. Það var, eins og áður
segir, gert með forprófun gagna og viðtali
og í kjölfar þess var vissum spurningum
bætt við spurningalistann. í rýnihópavið-
tölunum munu rannsakendur gæta þess
að viðhorf þeirra sjálfra til þeirra mála
sem rædd verða komi ekki fram. Rannsak-
endur átta sig á því að auðvelt er að falla í
gryfju pólitísks rétttrúnaðar og þess vegna
var hugað að því við hönnun spurninga-
listans að sporna gegn slíku. Rannsak-
endur hafa í gegnum ferlið allt rætt þessa
siðferðilegu þætti og verið meðvitaðir um
fyrrnefndar hættur (Backman o.fl., 2012).
I greininni eru kynntar nokkrar niður-
stöður viðhorfakönnunarinnar sem fram
fór 2011-12 í framhaldsskólunum sjö.
Umfjöllunin byggist á lýsandi tölfræði úr