Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 138
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
þátttöku í frístundastarfi. Þátttaka þeirra
er ekki síst mikilvæg þar sem íþróttastarf
og annað skipulegt frístundastarf veitir
tækifæri til umgengni við jafnaldra, þjálfar
íslensku í daglegum samskiptum, getur
stuðlað að vináttu og er að auki forvarnar-
starf varðandi lífsstíl til framtíðar. Það
hallar ekki á börn sem búa við annað móð-
urmál en íslensku þegar skoðuð er þátt-
taka þeirra í dansi og skák né þegar spurt
er um frístundastarf í skólanum, en að
öðru leyti sýna niðurstöðurnar glögglega
að þau stunda frístundastarf mun síður en
aðrir hópar. Þessum niðurstöðum svipar
til niðurstaðna erlendra rannsókna (Palen
o.fl., 2010; Peguero, 2011; Stodolska, 2000)
og mikilvægt er að athuga hvað veldur
dræmri þátttöku og hvort t.d. má skýra
hana með menningartengdum þáttum eða
jafnvel fátækt (Sletten, 2010). Þegar líðan
barnanna er skoðuð kemur fram mikill
munur á líðan eftir tungumáli töluðu
heima. Börnum frá heimilum þar sem ann-
að móðurmál er talað líður verr í frímín-
útum, þau eru síður með vinum um helgar
og þau eiga síður vini í skólanum. Meiri
líkur eru á því að þau verði fyrir stríðni eða
að þau séu skilin útundan. Þessum niður-
stöðum svipar til niðurstaðna annarra ís-
lenskra rannsókna, sem getið hefur verið
í greininni, um lakari námslega og félags-
lega stöðu barna sem búa á heimili þar
sem annað móðurmál en íslenska er talað
(Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafs-
son og Júlíus K. Björnsson, 2007; Almar
M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar
H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010;
Hanna Ragnarsdóttir, 2007, 2008; Ragna
Lára Jakobsdóttir, 2007; Þóroddur Bjarna-
son, 2006). Ljóst er að mikið starf og brýnt
er framundan á fslandi til að bæta stöðu
barna frá heimilum þar sem annað móður-
mál en íslenska er talað.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar sem
hér hafa verið til umfjöllunar, svo og af
niðurstöðum annarra rannsókna á íslandi,
má vera ljóst mikilvægi þess að þeir aðilar
sem standa að skipulögðu frístundastarfi
kynni starfið betur fyrir hópum inn-
flytjenda og nýti þær leiðir sem til greina
koma, svo sem í gegnum skóla, foreldra-
félög, félög innflytjenda og aðra. Einnig er
mikilvægt að Reykjavíkurborg og önnur
sveitarfélög sem niðurgreiða þátttöku
barna í frístundastarfi kynni vandlega
fyrir foreldrum hvernig nýta má niður-
greiðsluna. Þannig þurfa upplýsingar að
vera aðgengilegar á nokkrum tungumál-
um um það hvernig nýta má slíkt og benda
má á aðila sem geta hjálpað við skráningu.
Einnig er mikilvægt að upplýsa foreldra
um eðli frístundastarfsins, því misjafnt er
hvernig frístundastarf er skipulagt í hverju
landi og í hverju það felst (Hanna Ragn-
arsdóttir, 2007, 2008; Peguero, 2011; Sto-
dolska, 2000). Þekkt er í öðrum löndum að
frístundastarf sé í beinu framhaldi af skól-
anum og að það sé jafnvel innan veggja
skólans (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). For-
eldrum er því hugsanlega framandi að
þurfa að sjá um að koma börnum sínum
til og frá staðnum þar sem frístundastarfið
fer fram. Einnig þarf að fræða foreldra
um mikilvægi þess að börnin séu í frí-
stundastarfi þar sem í því er fólgið mikið
forvarnarstarf og mikilvægt er að eignast
vini sem hafa svipuð áhugamál (Kolbrún
Þ. Pálsdóttir, 2012). Þjálfun starfsfólks frí-
136