Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 145
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði?
Thieme, Prior, Tortosa-Ausina, 2013).
Ríkis- og einkaskólar eru mismunandi
hvað stjórnun varðar og þær aðstæður sem
eru í boði við kennslu og nám. Ríkisskólar
eru háðir ríkinu hvað varðar fjármögnun
en gera verður greinarmun á einkaskólum
eftir því hvaðan fjármagn þeirra kemur.
Þeir sem fá fjármagn frá ríkinu hafa minna
sjálfræði varðandi námsefni, tegund prófa,
laun kennara og inntöku nemenda. Þeir
skólar sem eru til skoðunar í þessari rann-
sókn falla undir þetta, enda er skólakerfið
á íslandi að rnestu fjármagnað af ríkinu.
Einkaskólar eru háðari skólagjöldum,
fjáröflunum og einnig ríkinu hvað varðar
aukalegan stuðning. Einkaskólar hafa
mögulega fleiri tækifæri til að ná árangri
en ríkisskólar en sumir rannsakendur hafa
haldið því fram að stjórnun þeirra sé skil-
virkari og starfshættir betri (Dronkers og
Robert, 2008). Jimenez og Lockheed (1995)
rannsökuðu mun á ríkis- og einkaskólum í
fimm löndum með tilliti til aðfanga (e. in-
put) og stjórnunarhátta. Samkvæmt þeim
var aðgengi að aðföngum og uppbygging
skólanna svipuð. Mikill munur reyndist
þó vera á stjórnunarháttum. Skólastjórar
í einkaskólum höfðu mun meira sjálfræði
og reyndu að styðja aðferðir sem skiluðu
betri kennslu. Þeir hvöttu kennara til að
eiga betri samskipti sín á milli ásamt því
að bjóða þeim fjárhagsleg hlunnindi sem
stóðu sig vel í kennslu. Samkvæmt þessu
virðist forskot einkaskóla liggja í stjórn-
unaryfirburðum þeirra og starfsháttum
(Bedi og Garg, 2000).
Figlio og Stone (2000) halda því fram
að einkaskólanemendur séu líklegri til
þess að hafa metnað til að stunda nám á
háskólastigi og komi úr fjölskyldum sem
hafa háa félags- og efnahagslega (e. so-
cioeconomic) stöðu. Fjölskyldur sem eru
meira menntaðar, með hærri tekjur og sem
leggja meira fé til hliðar fyrir menntun
barna sinna eru líklegri en aðrar til að
senda börn sín í einkaskóla (Brewer, Eide
og Ehrenberg, 1999; Goldhaber, 1996). Það
kemur heldur ekki á óvart að þeir sem eru
góðir námsmenn (með háa meðaleinkunn)
eru í miklum meirihluta í hágæðaskólum
(Brewer o.fl., 1999). Fleiri nemendur með
hagstæðan bakgrunn auka líkur á góðum
námsárangri þar sem grunnur þeirra úr
fyrra námi er betri, og það bætir náms- og
kennsluaðstæður. Þetta skapar betra orð-
spor einkaskóla og dregur því að sér betri
nemendur (Dronkers og Robert, 2008).
Samkvæmt Grimes (1994) má rekja ávinn-
ing þess að hafa stundað nám í einkaskóla
til margra þátta þó sá mikilvægasti snúi að
skynjaðri félagslegri stöðu nemanda sem
hefur lokið slíku námi.
Samanburðarrannsóknir
á ríkis- og einkaskólum
Munurinn á frammistöðu ríkis- og einka-
skóla hefur verið mikið rannsakaður,
mestmegnis í Bandaríkjunum en einnig
að einhverju leyti í Evrópu (Dronkers og
Roberts, 2008). Fyrstu og þekktustu rann-
sóknina gerðu Coleman, Hoffer og Kilgore
(1981) en þeir rannsökuðu frammistöðu
nemenda í bandarískum framhalds-
skólum (e. secondary schools). Þeir kom-
ust að þeirri niðurstöðu að nemendur úr
kaþólskum einkaskólum stæðu sig betur
á stöðluðum prófum en nemendur ríkis-
skóla, þó að búið væri að leiðrétta fyrir
einkennum fjölskyldu nemenda (Evans og
Schwab, 1995). Þeir töldu einnig að einka-