Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 145

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 145
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði? Thieme, Prior, Tortosa-Ausina, 2013). Ríkis- og einkaskólar eru mismunandi hvað stjórnun varðar og þær aðstæður sem eru í boði við kennslu og nám. Ríkisskólar eru háðir ríkinu hvað varðar fjármögnun en gera verður greinarmun á einkaskólum eftir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Þeir sem fá fjármagn frá ríkinu hafa minna sjálfræði varðandi námsefni, tegund prófa, laun kennara og inntöku nemenda. Þeir skólar sem eru til skoðunar í þessari rann- sókn falla undir þetta, enda er skólakerfið á íslandi að rnestu fjármagnað af ríkinu. Einkaskólar eru háðari skólagjöldum, fjáröflunum og einnig ríkinu hvað varðar aukalegan stuðning. Einkaskólar hafa mögulega fleiri tækifæri til að ná árangri en ríkisskólar en sumir rannsakendur hafa haldið því fram að stjórnun þeirra sé skil- virkari og starfshættir betri (Dronkers og Robert, 2008). Jimenez og Lockheed (1995) rannsökuðu mun á ríkis- og einkaskólum í fimm löndum með tilliti til aðfanga (e. in- put) og stjórnunarhátta. Samkvæmt þeim var aðgengi að aðföngum og uppbygging skólanna svipuð. Mikill munur reyndist þó vera á stjórnunarháttum. Skólastjórar í einkaskólum höfðu mun meira sjálfræði og reyndu að styðja aðferðir sem skiluðu betri kennslu. Þeir hvöttu kennara til að eiga betri samskipti sín á milli ásamt því að bjóða þeim fjárhagsleg hlunnindi sem stóðu sig vel í kennslu. Samkvæmt þessu virðist forskot einkaskóla liggja í stjórn- unaryfirburðum þeirra og starfsháttum (Bedi og Garg, 2000). Figlio og Stone (2000) halda því fram að einkaskólanemendur séu líklegri til þess að hafa metnað til að stunda nám á háskólastigi og komi úr fjölskyldum sem hafa háa félags- og efnahagslega (e. so- cioeconomic) stöðu. Fjölskyldur sem eru meira menntaðar, með hærri tekjur og sem leggja meira fé til hliðar fyrir menntun barna sinna eru líklegri en aðrar til að senda börn sín í einkaskóla (Brewer, Eide og Ehrenberg, 1999; Goldhaber, 1996). Það kemur heldur ekki á óvart að þeir sem eru góðir námsmenn (með háa meðaleinkunn) eru í miklum meirihluta í hágæðaskólum (Brewer o.fl., 1999). Fleiri nemendur með hagstæðan bakgrunn auka líkur á góðum námsárangri þar sem grunnur þeirra úr fyrra námi er betri, og það bætir náms- og kennsluaðstæður. Þetta skapar betra orð- spor einkaskóla og dregur því að sér betri nemendur (Dronkers og Robert, 2008). Samkvæmt Grimes (1994) má rekja ávinn- ing þess að hafa stundað nám í einkaskóla til margra þátta þó sá mikilvægasti snúi að skynjaðri félagslegri stöðu nemanda sem hefur lokið slíku námi. Samanburðarrannsóknir á ríkis- og einkaskólum Munurinn á frammistöðu ríkis- og einka- skóla hefur verið mikið rannsakaður, mestmegnis í Bandaríkjunum en einnig að einhverju leyti í Evrópu (Dronkers og Roberts, 2008). Fyrstu og þekktustu rann- sóknina gerðu Coleman, Hoffer og Kilgore (1981) en þeir rannsökuðu frammistöðu nemenda í bandarískum framhalds- skólum (e. secondary schools). Þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu að nemendur úr kaþólskum einkaskólum stæðu sig betur á stöðluðum prófum en nemendur ríkis- skóla, þó að búið væri að leiðrétta fyrir einkennum fjölskyldu nemenda (Evans og Schwab, 1995). Þeir töldu einnig að einka-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.