Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 146

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 146
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson skólar væru betri í því að jafna tækifæri fyrir nemendur með mismunandi bak- grunn (Coleman o.flv 1981). Coleman og samstarfsmenn hans voru gagnrýndir fyrir að hafa ekki tekið tillit til áhrifa sem fylgja vali nemenda sjálfra við tölfræðilega úrvinnslu gagnanna í tilfelli einkaskólanemanna. Valskekkja (e. selection-bias) ætti sér stað þar sem nemendum var ekki skipt milli ríkis- og einkaskóla með tilviljanakenndum hætti. Noell (1981, 1982) notaði sama gagnasafn og Coleman og samstarfsmenn hans en stýrði fyrir áhrifunum sem val hefur í töl- fræðilegri úrvinnslu. Noell komst að því að enginn munur væri á þeim lærdómi sem ætti sér stað hjá nemendum í ríkis- skólum og einkaskólum. Þetta bendir til þess að betri nemendur kjósi að stunda nám í einkaskólum en nemendur sem búa yfir minni hæfni kjósi ríkisskóla (Stevans og Sessions, 2000). Gagnrýni n yfirburði einkaskóla Niðurstaða fyrri rannsókna (Coleman, Hoffer og Kilgore, 1982; Coleman og Hof- fer 1987; Figlio og Stone, 2000) sem bera saman ríkisskóla og einkaskóla er oft sú að einkaskólar skili betri útkomu en ríkis- skólar. Gagnrýnendurþessara niðurstaðna halda því fram, eins og áður er getið, að valskekkja setji þar strik í reikninginn. Ennfremur halda gagnrýnendur því fram að styrkir sem koma frá hinu opinbera fyrir nemendur til að sækja einkaskóla taki bestu nemendurna frá ríkisskólunum og að þeir sitji eftir með hærra hlutfall nemenda sem erfitt er að kenna (Figlio og Stone, 2000). Þetta á þó ekki við á íslandi þar sem slíkir styrkir tíðkast ekki. Grimes (1994) benti á að fyrri rann- sóknir tækju ekki með í reikninginn möguleikann á því að nemandi hefði á einhverjum tímapunkti á námsferli sínum skipt úr ríkisskóla í einkaskóla eða öfugt. Hefði nemandi skipt um skóla væri ekki hægt að einangra lærdómsáhrif skólanna. Grimes benti einnig á að erfitt væri að nota almennar mælingar eins og stöðluð próf til þess að bera saman getu nemenda í ríkis- og einkaskólum. Stöðluð próf væru hönnuð til þess að meta árangur nemenda í fögum eins og lestri, stærðfræði og vís- indum. Geta í þessum fögum væri ekki einungis háð því sem færi fram í kennslu- stofu nemandans núna heldur einnig kennslu sem ætti sér stað heima fyrir og utan kennslustofunnar. Sem andsvar við þessu einblíndi Grimes á námsárangur nemenda í gagnfræðaskólum í afmarkaðri fræðigrein, hagfræði, sem ekki er líklegt að nemendur leggi stund á heima eða utan kennslustofu. Niðurstöður sýndu að nemendur í ríkisskólum lærðu meira í hagfræði en nemendur í einkaskólum (að öðru óbreyttu, þar með talin er geta nem- enda, hæfni og fyrri reynsla af hagfræði). Ríkisskólar virtust því standa betur að vígi í kennslu í hagfræði en einkaskólar og fellur þessi niðurstaða því ekki að kenn- ingunni um að einkaskólar veiti betri menntun (Grimes, 1994). í rannsókn Stevans og Sessions frá árinu 2000 var skoðaður munur á frammistöðu nemenda í ríkis- og einkaskólum í þéttbýli út frá kynþætti. Niðurstöður þeirra voru á þá leið að hvítir nemendur stæðu sig betur í einkaskólum en ríkisskólum. Ekki greind- ist betri frammistaða hjá minnihlutahópum í einkaskólum (Stevans og Sessions, 2000).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.