Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 146
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson
skólar væru betri í því að jafna tækifæri
fyrir nemendur með mismunandi bak-
grunn (Coleman o.flv 1981).
Coleman og samstarfsmenn hans voru
gagnrýndir fyrir að hafa ekki tekið tillit
til áhrifa sem fylgja vali nemenda sjálfra
við tölfræðilega úrvinnslu gagnanna í
tilfelli einkaskólanemanna. Valskekkja
(e. selection-bias) ætti sér stað þar sem
nemendum var ekki skipt milli ríkis- og
einkaskóla með tilviljanakenndum hætti.
Noell (1981, 1982) notaði sama gagnasafn
og Coleman og samstarfsmenn hans en
stýrði fyrir áhrifunum sem val hefur í töl-
fræðilegri úrvinnslu. Noell komst að því
að enginn munur væri á þeim lærdómi
sem ætti sér stað hjá nemendum í ríkis-
skólum og einkaskólum. Þetta bendir til
þess að betri nemendur kjósi að stunda
nám í einkaskólum en nemendur sem búa
yfir minni hæfni kjósi ríkisskóla (Stevans
og Sessions, 2000).
Gagnrýni n yfirburði einkaskóla
Niðurstaða fyrri rannsókna (Coleman,
Hoffer og Kilgore, 1982; Coleman og Hof-
fer 1987; Figlio og Stone, 2000) sem bera
saman ríkisskóla og einkaskóla er oft sú
að einkaskólar skili betri útkomu en ríkis-
skólar. Gagnrýnendurþessara niðurstaðna
halda því fram, eins og áður er getið, að
valskekkja setji þar strik í reikninginn.
Ennfremur halda gagnrýnendur því fram
að styrkir sem koma frá hinu opinbera
fyrir nemendur til að sækja einkaskóla
taki bestu nemendurna frá ríkisskólunum
og að þeir sitji eftir með hærra hlutfall
nemenda sem erfitt er að kenna (Figlio og
Stone, 2000). Þetta á þó ekki við á íslandi
þar sem slíkir styrkir tíðkast ekki.
Grimes (1994) benti á að fyrri rann-
sóknir tækju ekki með í reikninginn
möguleikann á því að nemandi hefði á
einhverjum tímapunkti á námsferli sínum
skipt úr ríkisskóla í einkaskóla eða öfugt.
Hefði nemandi skipt um skóla væri ekki
hægt að einangra lærdómsáhrif skólanna.
Grimes benti einnig á að erfitt væri að
nota almennar mælingar eins og stöðluð
próf til þess að bera saman getu nemenda
í ríkis- og einkaskólum. Stöðluð próf væru
hönnuð til þess að meta árangur nemenda
í fögum eins og lestri, stærðfræði og vís-
indum. Geta í þessum fögum væri ekki
einungis háð því sem færi fram í kennslu-
stofu nemandans núna heldur einnig
kennslu sem ætti sér stað heima fyrir og
utan kennslustofunnar. Sem andsvar við
þessu einblíndi Grimes á námsárangur
nemenda í gagnfræðaskólum í afmarkaðri
fræðigrein, hagfræði, sem ekki er líklegt
að nemendur leggi stund á heima eða
utan kennslustofu. Niðurstöður sýndu
að nemendur í ríkisskólum lærðu meira í
hagfræði en nemendur í einkaskólum (að
öðru óbreyttu, þar með talin er geta nem-
enda, hæfni og fyrri reynsla af hagfræði).
Ríkisskólar virtust því standa betur að
vígi í kennslu í hagfræði en einkaskólar og
fellur þessi niðurstaða því ekki að kenn-
ingunni um að einkaskólar veiti betri
menntun (Grimes, 1994).
í rannsókn Stevans og Sessions frá árinu
2000 var skoðaður munur á frammistöðu
nemenda í ríkis- og einkaskólum í þéttbýli
út frá kynþætti. Niðurstöður þeirra voru á
þá leið að hvítir nemendur stæðu sig betur
í einkaskólum en ríkisskólum. Ekki greind-
ist betri frammistaða hjá minnihlutahópum
í einkaskólum (Stevans og Sessions, 2000).