Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 150

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 150
Kári Kristinsson, Tinna Dahl Christiansen og Friðrik Eysteinsson hægt að nota einkunnir úr háskóla sem vísbendingu um afkastagetu í starfi. Þátt- takendur í rannsókninni voru beðnir að meta hversu vel reynsla þeirra úr skóla hefði búið þá undir sitt fyrsta starf. Niður- stöður sýndu að þeir sem voru með hærri einkunnir töldu sig vera betur undir- búna fyrir fyrsta starfið (Jones og Jackson, 1990). Velta mætti vöngum yfir því hvort atvinnurekendur njóti í raun ávinnings af hærri einkunnum eða hvort það sé í raun fyrir aukna hæfni sem þarf til að fá háar einkunnir. Miller (1998) sýndi fram á að það væri lærdómurinn en ekki hæfnin sem málið snerist um þegar spáð væri fyrir um framleiðni til lengri tíma litið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að hluta af aukinni framleiðni mætti rekja til mjúkrar færni (e. soft skills) sem atvinnurekendur leita eftir og einstaklingar þurfa að búa yfir til að geta fengið háar einkunnir. Þessi mjúka færni felur í sér reglulega mætingu, góðan undirbúning, mikla vinnu og mik- inn aga sem atvinnurekendur kunna að meta. Þessir sömu þættir eru einnig metnir af skólum og er umbunað fyrir með háum einkunnum (Miller, 1998). Samkvæmt fyrri rannsóknum eru nem- endur með háa meðaleinkunn metnir hæf- ari en nemendur með lága meðaleinkunn og er því eftirfarandi tilgáta sett fram: Tilgáta 3: Umsækjandi með háa meðal- einkunn (8,5) er metinn hæfari en umsækj- andi með lága meðaleinkunn (6,5). Einkunnir og laun Þó að hagfræðingar hafi fundið jákvæða tengingu milli meðaleinkunna háskóla- stúdenta og tekna þeirra hefur þetta sam- band ekki verið mikið rannsakað (Jones og Jackson, 1990). Wise (1975) rannsakaði hvort samband væri milli námsárangurs og frammistöðu í starfi. Niðurstöður sýndu að þeir sem útskrifuðust úr skólum með ströngustu inntökuskilyrðin og með hæstu meðaleinkunnina fengu næstum tvöfalt meiri hækkun á launum en þeir sem komu úr skólum með vægustu inn- tökuskilyrðin og með lægstu meðalein- kunnina (Wise, 1975). í rannsókn Jones og Jackson (1990) var samband meðalein- kunnar og tekna metið út frá fyrsta starf- inu eftir útskrift og svo aftur fimm árum síðar. Niðurstöður sýndu að sambandið var sterkara en fyrri rannsóknir höfðu sýnt og var marktækt fyrir bæði kynin (Jones og Jackson, 1990). Fyrir úrtakið í heild sinni hækkuðu árleg laun um 8,9% í kjöl- far hækkunar á meðaleinkunn um einn punkt (e. one-point), til dæmis úr C upp í B. Þessi hækkun var einungis 1,4% hjá Wise. Niðurstöður Filer (1981) sýndu hins vegar að ef meðaleinkunn hækkaði um einn punkt á fjögurra punkta skala fylgdi hækkun sem nam 42 bandaríkjadölum á mánuði fyrir þá sem höfðu stundað nám í háskóla. Hugsanlegt er að skekkja hafi verið í úrtaki Wise þar sem það samanstóð einungis af starfsmönnum eins fyrirtækis 0ones og Jackson, 1990). Niðurstöður Fi- ler (1981) voru nær niðurstöðum Jones og Jackson en þar voru mörg fyrirtæki í úrtak- inu (Jones og Jackson, 1990). Niðurstöður rannsóknar James, Alsalam, Conaty og To (1989) sýndu enn fremur fram á að jákvætt samband væri milli einkunna og tekna; hækki meðaleinkunn úr C í B eða úr B í A aukast árlegar tekjur um 9% (James o.fl., 1989).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.