Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 168
Þórdís Þórðardóttir
Þátttakendur
Spurningalisti var lagður fyrir 115 foreldra
4—5 barna í fjórum leikskólum. Blöndu-
hlíð, sem leggur áherslu á fjölmenn-
ingu, Sagnabæ, með áherslu á íslenska
sagnahefð en báðir tóku þátt í rannsókn
á Menningarlæsi leikskólabarna (Þórdís
Þórðardóttir, 2012b). Kynjaborg sem er
með kynjaskiptar deildir og Setberg sem
hefur hátt hlutfall barna af erlendum upp-
runa. Leikskólanöfnin eru dulnefni til að
draga úr möguleikum á því að rekja megi
niðurstöðurnar til einstakra skóla. For-
eldrar 81 barns svöruðu spurningalist-
anum eða 70,4%. Af þeim voru 51% með
háskólamenntun. Rúmlega fimmtungur
(22%) höfðu framhaldsskólamenntun og
27% voru ófaglærðir. Vegna þess að um
hentugleika úrtak er að ræða endurspeglar
menntun foreldranna ekki nákvæmlega
menntunarstig þjóðarinnar á landsvísu
(Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
2010). Þó má gera því skóna að yngri ár-
gangar, til dæmis foreldrar ungra barna,
hafi lengri skólagöngu að baki en eldri
árgangar og hlutfall háskólamenntaðra í
Reykjavík er 41% (Byggðastofnun, 2012).
Flest svör bárust frá foreldrum barna í
Sagnabæ eða 91%, í Blönduhlíð 71%, í Set-
bergi 63% og 56% í Kynjaborg. Af þessum
þátttakendum áttu 39 foreldrar syni og 42
dætur og 15% foreldranna eru af erlendum
uppruna.
Spumingalisti
Spurningalistinn er í sjö liðum og saman-
stendur af 138 mismunandi spurning-
um um notkun heimilanna á barnaefni.
í fyrsta hluta er spurt um bakgrunn for-
eldra og barna. í öðrum hluta er spurt um
íslenskar þjóðsögur, íslenskar og þýddar
barnabækur, alþjóðleg ævintýri og al-
þjóðlegar teiknimyndir. í þriðja hluta, um
áhuga barna og ánægju af barnaefni. í
fjórða hluta, um tölvuleiki, í fimmta hluta
um áhorf á sjónvarp og mynddiska. I sjötta
hluta er spurt um tíðni upplestra, áhorfs
og tölvuleikja. í sjöunda hluta er spurt um
mikilvægi upplestra, sjónvarps, mynd-
diska og tölvuleikja ásamt þremur opnum
spurningum um rök fyrir mikilvægi eða
gagnsleysi sömu miðla.
Viku áður en listarnir voru lagðir fyrir
fengu foreldrar bréf með lýsingu á verk-
efninu og beiðni um þátttöku. Deildar-
stjórar í Sagnabæ og Blönduhlíð lögðu
spurningalistana fyrir á sínum deildum en
höfundur í Setbergi og Kynjaborg.
Urvinnsla spurnmgalista
Staðlaðar spurningar voru kóðaðar í SPSS
forriti, 11 útgáfu fyrir Windows. Gögnin
skoðuð á einfaldasta formi (tíðni og dreif-
ing) og reiknaður áreiðanleikastuðull á
breytur sem voru þátta- og klasagreindar.
Gerð var einbreytugreining (e. ANOVA)
á raðbreytur og kí-kvaðrat próf á nafn-
breytur til að skoða mun á milli kyns
barna, menntunar mæðra og uppruna í
umgengni við barnaefni á heimilum þátt-
takenda. Gögnin voru þáttagreind til að
skoða áherslur foreldra á upplestur og
áhorf barna. Stigveldis klasagreining (e.
hierarchy cluster analysis) var gerð til að
skoða hvort raða mætti þátttakendum
í hópa, eftir vali á barnaefni, sem túlka
mætti sem merki um fjölskylduhabitusa.