Orð og tunga - 01.06.1997, Page 42

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 42
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 30 á milli. Lrku máli gegnir um sum nýleg orðasambönd sem tekin hafa verið upp sem heild og geyma tökuorð sem annars er ekki amast við; þannig er tökuorðið lukka ekki spurnarmerkt en orðatiltækið að óska e-m til lukku með e-ð er það. Enn fremur má finna dæmi um orðalag sem tíðkaðist í fornu máli en þykir vont nú vegna þess að notkun í nútímamáli er talin stafa af erlendum (dönskum) áhrifum, dæmi: halda af e-m, d. holde af en, en dæmi um það má t.d. sjá í Bósa sögu: „Hverir eru með konungi?" segir Bósi, „þeir sem hann heldr mest af?“6 3 Þegnréttur þá og nú Þó að spurnarmerkt orð í Blöndalsorðabók séu ekki býsna mörg má búast við að mörgum komi á óvart — líka mörgum fræðimönnum — hvaða orð eru dregin í þann dilk. Tökuorð eru náttúrlega tekin upp vegna þess að þau standa fyrir einhverjar nýjungar. I fyrstu eru þau eins og hver önnur tískufyrirbæri sem ergja ástvini tungunnar og oft má deila um nauðsyn þess að þau séu tekin upp. En á sama hátt og sum tíska verður smám saman gömul og sígild eru sum tökuorð smátt og smátt tekin í sátt og verða hluti af eðlilegu máli flestra. Þannig eru t.d. orðin fagmaður, fag ogfagþekking spumarmerkt í Böndalsorðabók og hið sama á við um öll orð sem heíjast ápakk- (pakka, pakkapóstur, pakkhús o.s.frv.) en þessi orð hafa með tímanum öðlast fullan þegnrétt í íslensku máli og kæmi víst fáum í hug nú á dögum að amast við þeim. Til nánaii staðfestingar á þessu þróunarmynstri verða hér tekin nokkur dæmi um spurnarmerkt nafnorð og sagnorð í orðabókinni: 1. bjamargreiði (d. bjprnetjæneste), galli (frb. [kal:i]) (d. gala), gráða (d. grad), gúmmíslanga1 8 (d. gummislange), innlegg (d. indlæg), innrétting (d. indretning), klumpur (d. klump), laxerolía (d. amerikansk olje; sbr. d. laksere), mappa (d. mappe), mótpartur (d. modpart), munstur& (d. mpnster), óupplýstur (d. uoplyst), pólitík (d. politik), rauðspretta (d. rpdspætte), reikningsskapur (d. regnskab), rekki (d. række), salvi (d. salve), saumaverkstœði (d. syværksted), skans9 (d. skanse), skikkanlegur (d. skikkelig), skorsteinn (d. skorsten), slangyrði (d. slang- ord), snaps (d. snaps), snuð (d. narresut; sbr. d. snyderi), sort (d. sort), sódavatn (d. sodavand), sósíalisti (d. socialist), splitti (d. split), stefnumót (d. stævnempde), talía (d. talje), trilla (d. trille (í söng)), túramaður (d. kvartalsdranker; sbr. d. tur), tútta (d. sut; sbr. d. tut ‘kramarhús’), uppgjör(d. opgpr), vakt (d. vagt), vaskafat 6Guðni Jónsson (1950:310). 7Það er athugandi að gúmmí er viðurkennt tökuorð í Blöndalsorðabók en gúmmíslanga ekki — skýring- arinnarer helst að leita í því að slanga í nútímamerkingunni ‘loftfylltur gúmmíbelgurí hjóibarða’ hefurekki verið talin góð og gild íslensk merking enda ættuð úr dönsku eins og skýringin ‘gummislange’ ber með sér. Stutt er liðið á bflaöldina enda bíll enn merkt „pop.“ („populær, daglig tale (i Reglen ikke Skriftsprog)“, bls. xxxii), þ.e. alþýðumál. 8Ég hef það eftir Halldóri Halldórssyni að Guðmundur Finnbogason hafi lagt til að orðið munstur yrði skrifað mynztur til að fjarlægja það frá dönskunni, og er sú saga merkileg ef hún er rétt. (Halldór greindi frá þessu í fyrirlestri í húsakynnumOrðabókarHáskóIans 12.12. 1993). 9Orðið skans var þó svo fast í málinu að það var notað í skáldamáli eins og myndhverfingin eða kenningin raddarskans ‘munnur’ sýnir (Böndalsorðabók, bls. 713).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.