Orð og tunga - 01.06.1997, Page 43
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók
31
(d. vaskefad), vinkili (d. vinkel), vínarbrauð (d. wienerbr0d), þakskegg (d. tag-
skæg).
2. glansa (d. glinse; sbr. d. glans), hífa (d. hive), innramma (d. indramme), jaska
(sbr. d. jaske), landa (fiski, e. land), ósa (d. ose), prútta (d. prutte), rukka (d.
rykke), snuða (d. snyde), yfitfœra (d. overfpre).
Þetta eru einungis valin dæmi sem flest eru hluti af eðlilegu nútímamáli en meðan
þau voru ný hafa þau vafalaust stungið jafnmikið í sum augu og eyru og smart, töff,
fíla, hœ og hœ nú á dögum.
Það hefði svo sem líka mátt búast við því að sagnirnar blífa, ske og brúka væru
spumarmerktar en svo er ekki; biífa er merkt sem úrelt mál en bæði ske og brúka em
taldar vel nothæfar nema hvað orðasambandið brúka sig ‘rífa kjaft’ er bæði spurnar-
merkt og talið alþýðumál.
4 Erlend viðskeyti
Til að kanna samkvæmni í notkun spumingarmerkisins voru leituð uppi orð með tiltekin
viðskeyti af erlendum toga og athugað hvaða meðferð þau fá.
4.1 -heit
Orð sem enda á -heit eru oftar en ekki spurnarmerkt. Við leit fundust 16 slfk orð
í orðabókinni; þar af eru ellefu spurnarmerkt en tímm ekki, eyðilegheit, hortugheit,
líklegheit, merkilegheit og þægilegheit, en af þeim er eitt merkt sem úrelt (líklegheit).
Reyndar eiga sér aðeins þrjú augljósa hliðstæðu í dönsku nútímamáli (þ.e. frá því
snemma á 20. öld), heimullegheit, herlegheit og ótérlegheit. Orðin eru þessi (danskar
skýringar eru hér og framvegis teknar upp úr Blöndalsorðabók):
?fínheit Elegance
?heimullegheit Hemmelighedskræmmeri
?herlegheit Herlighed
?náttúrlegheit npl. eftir náttúrlegheitum, som det er at vente
?órólegheit Uro, Pirrelighed
?óskemintilegheit npl. uhyggeligt Udseende
?ótérlegheit Uterlighed
?skemmtilegheit Lysthed; morsomt, elskværdigt Væsen
?slóttugheit npl. Snedighed
?vöndugheit npl. ... Retskaffenhed, Ærlighed
?þérugheit npl. Sigen »De« til
líklegheit = líkindi
eyðilegheit = eyðilegleiki... ubehagelig Fomemmelse, Ildebefindelse