Orð og tunga - 01.06.1997, Page 46

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 46
Veturliði Óskarsson: Tæk orð og miður tæk í Blöndalsorðabók 34 ekki ætíð verið eins og sést af gagnrýni Halldórs Kr. Friðrikssonar í 8. árgangi Fjölnis (1845, bls. 66) á Pál Melsteð fyrir orðið fönisiskir í riti eftir hann: Það er „illt orð, þó ekki væri annað, enn endingin i s k u r er ekki íslenzk“, var dómur Halldórs. 4.5 Niðurstöður um nokkur viðskeyti Eins og dæmin sýna, sem dregin voru saman í köflum 4.1-4.4, þá er talsvert samræmi í notkun spurningarmerkja við orð sem dregin eru af nokkrum helstu viðskeytum af erlendum uppruna. Ber hér flest að sama brunni og greint var frá í næstu köflum á undan. Nýjungamar eru oftast litnar hornauga, þó með þeirri undantekningu að þjóðernislýsingarorð og tungumálaheiti mynduð með -isk eru umborin (og raunar vel það; að því er varðar orðatvenndina belgiskur~belgverskur er einungis spumarmerkta orðið (þ.e. belgiskur) notað nú á tímum). 5 Lokaorð Hér hefur verið greint frá einum þætti af mörgum sem hægt er að þræða sig eftir í orðabók Sigfúsar Blöndals ef leitað er að réttum kennileitum. Séu meginatriðin dregin saman þá er ljóst að Sigfús og samstarfsmenn hans hafa ekki farið eftir jaftiskýrri stefnu og gefið er í skyn í formála orðabókarinnar þegar orð voru merkt sem miður hæf í vönduðu máli. Eins og fyrr segir (og ef rétt er ráðið í orð höfundar) skyldu orð merkt þannig ef þau féllu ekki að formkröfum tungunnar eða ef þau hefðu fengið nýja, erlenda merkingu. í reynd mætti segja að meginreglan hafi öllu heldur verið sú að spurnarmerkja nýleg tökuorð úr dönsku og að nokkm leyti úr ensku. Á bak við þetta liggja vitanlega þjóðræknisjónarmið sem eru auðskilin þegar haft er í huga hvenær bókin er samin. Um þennan þátt í sögu íslenskrar tungu er bókin ómetanleg heimild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.