Orð og tunga - 01.06.1997, Qupperneq 86

Orð og tunga - 01.06.1997, Qupperneq 86
74 Orð og tunga (væntanlega útlendingum) sérstakan vara við því að bera áherslulaus sérhljóð fram sem „hlutlausa“ hljóðið schwa. Raunar er það fyrsta athugasemd hans um sérhljóðakerf- ið, að það sé grundvallareinkenni á íslensku, samanborið við frændtungurnar, að hún hafi ekki schwa-hljóð í áherslulausum atkvæðum. Nú á tímum er ekki venja að gera ráð fyrir mun á framburði hljóða á milli áhersluatkvæða og áherslulausra atkvæða, en Sveinbjöm Sveinbjörnsson minnist á þetta, þótt hann noti ekki mismunandi tákn fyrir hljóð í áherslulausum atkvæðum og áhersluatkvæðum. Annað atriði sem vekur athygli er að Jón telur ó [ou], eins og í sól, upp meðal einhljóðanna, frekar en tvíhljóðanna eins og nú er venja. Hann segir þó að um sé að ræða: „tvelydsagtig mellemst rund Bagtungevokal. Den minder om d. o i bore, men Slutningan af Lyden nærmer sig tydelig //-Stillingen". Raunar nefnir hann í umfjöilun um tvíhljóð, að til greina komi að telja [ou] meðal þeirra. Enn má geta þess að Jón telur [y] meðal einhljóðanna íslensku og tekur ekki fram annað en það sé sérstakt hljóð til jafns við önnur. Þessu eigum við ekki að venjast í nútíma handbókum. Þar er það venjulega tekið fram að nálægt kringt og frammælt hljóð af þessu tæi komi einungis fyrir sem síðari liður tvíhljóðsins [öy], sem margir vilja telja að sé í rauninni [i]-hljóð sem hlýtur kringingu sína sjálfkrafa af undanfarandi [ö]-i. En Jóni virðist hafa verið full alvara með þessu, því að í yfirliti á bls. XIX er hljóðið aftur nefnt sem sérstakt einhljóð, en eina dæmið sem hann nefnir í því samhengi um notkun þess í orðum er bókstafsnafnið ‘y’. í hljóðlýsingunni gerir hann þessu hljóði alveg jafn hátt undir höfði og öðrum, því að hann segir að það sé nálægt, frammælt, grannt (narrow/tynd), kringt sérhljóð, en bætir við: „Den er en lille Smule „fjærnere" og udtales med lidt svagere Læberundning end d. y;“ og nefnir til samanburðar þýsku orðin kiihn og amusieren. Þetta [y]-tákn kemur einnig fyrir í einstökum hljóðlýsingum á framburði orða, t.a.m. í lýsingunni á orðinu hugur í fleirtölu, hugir. [hYy:jip]. 3.2 Tvíhljóð I umræðu um íslensk tvíhljóð er oft gerður greinarmunur á svokölluðum stöðubundnum tvíhljóðum og þeim tvíhljóðum sem talin eru mynda sérstök hljóðön. Stöðubundin tvíhljóð eru nefnd þau sem koma fram við vissar aðstæður, einkum á undan [j] í orðmyndum eins og bogi og lögin. 1 umfjöllun sinni um tvíhljóð gerir Jón ekki greinarmun á þessum tvíhljóðumog öðrum tvíhljóðum, heldurtelur tvíhljóðinöll upp í belg og biðu, enda var áhugi hans ekki hljóðkerfislegurfyrst og fremst. Markmiðið var einfaldlega að lýsa. Inngangurinn er ritaður til útskýringar á framburðarlýsingunum í sjálfum orðabókartextanum. Tvíhljóðin sem Jón gerir ráð fyrireru sýnd í 2. töflu. Þar vantar [ou], eins og áður er á minnst, en einnig má benda á að Jón gerir ráð fyrir að í orðum eins og stigi sé tvíhljóðið [ii]. Þetta hljóð telja ýmsir að sé einfaldlega [i]. I umræðu um tvíhljóð getur Jón nokkurra þríhljóða, sem notuð eru í einstaka orðum: [yyi], [öyi] og [oui]. Hér er væntanlega átt við orð og orðmyndir eins og hugi, lögin og skóginn, þar sem koma fram tvíhljóðá undan [j] eða samsvarandi hálfsérhljóði: [i]. Hann telur þó að þessi þríhljóð séu vafasöm (tvivlsomme), því að síðasti liðurinn sé e.t.v. einungis hvarfahljóð á leiðinni yfir í næsta atkvæði. Athyglisverð er athugasemd Jóns þar sem hann mótmælir þeirri skoðun flestra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.