Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 102

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 102
90 Orð og tunga Ég minnist þess líka að hafa heyrt um mann fyrir norðan sem hafði sérstakt skrif- borð fyrir Blöndal — ég held í sérherbergi — og leiðir það hugann að því næstum trúarlega við orðabókina. Þá má nefna, að Halldór Laxness segir í „Minniskompu úr Bæheimi og Slóvakíu“, að þar í landi sé ekki til nema eitt nothæft eintak íslenskrar orðabókar, „nefnilega blöndal háskólabókasafnsins í Prag, og þángað verða menn að fara í pílagrímsferð þurfi þeir að brjótast frammúr íslenskum texta" (Halldór Laxness 1955:8). 2. okt. 1924, á fimmtugsafmæli Sigfúsar, skrifar Amicus um hann í Morgunblaðið og segir þar að hann hafi verið sæmdur doktorsnafnbót af heimspeki- og tungumáladeild Háskóla Islands, m.a. með þeim rökstuðningi Sigurðar Nordals að orðabók hans verði ómissandi handbók hverjum manni, íslenskum sem erlendum, er kynnast vill íslenskri tungu og rita hana, og markar verulegt spor í rannsókn tung- unnar. ... Bókin er veruleg frumheimild um íslenska tungu, ekki aðeins af því, að til hennar hafa fjölmörg rit verið orðtekin í fyrsta sinn, heldur miklu fremur fyrir þá sök, að hún hefir að geyma geysimörg orð af alþýðuvörum, sem áður hafa ekki verið bókfest. Amicus skrifar líka um verkið sem Sigfús sem aðalhöfundur og samverkamenn hans hafi unnið: En það er sama eðlis eins og hringurinn Draupnir, að það getur af sjer níu hringa jafnhöfga níundu hverja nótt, og er vafasamt, hvert Island hefir nokkru sinni hlotið veglegri gjöf. (Morgunblaðið 2. okt. 1924) Alþýðublaðið boðaði útkomu fyrra hluta orðabókarinnar 24. ágúst 1922 og vakti athygli á henni með eftirfarandi orðum: „Hafa þrír setjarar stöðugt unnið að henni síðustu tvö árin í prentsmiðjunni Gutenberg. Bók þessi verður óefað einhver merkasta og stærsta bókin sem prentuð hefir verið á Islandi" (3). Þegar á árinu 1922 birtust umsagnir um orðabókina í erlendum ritum, bæði í Politiken 30. nóv. eftir Johannes Brpndum-Nielsen, síðar prófessor og andstæðing Islendinga í handritamálinu, og í Literarisches Zentralblatt 23. desember eftir íslands- vininn Paul Herrmann. Grein Brpndum-Nielsens heitir „Island og Danmark“ og þar segir hann þá sögu að sænska utanríkisráðuneytið hafi átt í viðræðum við íslenskt „Faareavlskonsortium“ (sem gæti útlagst Sölufélag sauðfjárbænda) og fengið frá því nákvæma greinargerð upp á margar fólíósíðurá íslensku sem kom ráðuneytinu í ólítinn vanda. Menn skildu ekkert annað en fyrirsögnina og undirskriftina. Það var ekki annað til ráða í Stokkhólmi en að leita til háskólabæjarins Uppsala þar sem bent var á fílólóg einn í yngri kantinum sem hófst handa við þýðinguna. En jafnvel fyrir sænskan magister var nútímaíslenska ekki neinn hversdagslestur og það liðu allmargir dagar við uppflettingar í gömlum orðabókum o.s.frv. á lestrarsal Karólínu áður en verkinu lauk. Þessi litla dæmisaga úr hversdagslífinu segir hann að lýsi hve illa hafi staðið með hjálpargögn til þess að geta lesið nútímaíslensku þangað til orðabók Blöndals kom út. Hann hrósar bókinni mjög, telur hana svo að segja tæmandi með tilliti til orðaforða, þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.