Orð og tunga - 01.06.1997, Page 105

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 105
Svavar Sigmundsson: Viðtökur og áhrif 93 vinnu, til þess að þar sé grunlaust leitað“ (Freysteinn Gunnarsson 1926: V-VI). Eðlilegt er að íslensk-danskar orðabækur hafi síðan þegið margt frá henni, fyrst orðabók Jakobs Jóh. Smára frá 1941 og síðan bók Ágústs Sigurðssonar frá 1957. Áður hafði Ágúst samið stutt danskt-íslenskt orðasafn. Hann segist hafa samið þýðingar í orðabók sinni að mestu eftir Ordbog over det Danske Sprog (ODS) „en hafði jafnan hliðsjón af orðabók Sigfúsar Blöndals“. Hann bætir síðan við að hann hafi einnig tekið með nokkurn orðaforða sem hann hefði rekist á að vantaði í orðabók Blöndals (Ágúst Sigurðsson 1957:3). Síðan má nefna íslensk-danska orðabók, sem kom út 1976 en hún hafði verið í smíðum frá 1953 að frumkvæði Ole Widding. Aðra íslensk-erlenda orðabók.má nefna hér sem þegið hefur frá Blöndal en það er íslenzk-sœnsk orðabók eftir Gunnar Leijström og Jón Magnússon sem kom út 1943. Þar segir í formála að orðabókin byggist að sjálfsögðu að mjög miklu leyti á Blön- dal, „huvudverket i nyislandsk lexikografi och den enda nyislándska ordboken med översattning till annat nordiskt tungomál, som finnes“ en hún sé samt allt of umfangs- mikil og dýr til þess að geta náð nokkurri verulegri útbreiðslu (Leijström 1943:V). En ekki ber síður að nefna hér fyrstu íslensk-íslensku orðabókina, Orðabók Menn- ingarsjóðs, sem út kom 1963 og byggð var á orðabók Sigfúsar. Aðrar orðabækur eru síðan komnar af henni eins og t.d. íslenska samheitaorðabókin. Þá hefur Blöndal verið drjúg uppspretta fyrir íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar, sem kunni orðaforða Blöndals meira og minna utan að. Alexander Jóhannesson gerði lauslega áætlun um orðaforða Blöndals og taldist til að þar væri „um hálft annað hundrað þúsund orða“ (Alexander Jóhannesson 1926:16) og hann vitnar til hans um ýmislegt í bók sinni. Það eru þó ekki bara málfræðingar sem hafa notfærtsér orðabókina. Heimspekingar t.d. hafa leitað til hennar, og það má nefna að Guðmundur Finnbogason gat ekki tekið viðfangsefnið „Þorskhausarnir og þjóðin" föstum tökum fyrr en orðabók Blöndals var öll komin út, því að hann vissi að þar áttu að birtast öll þau heiti er þjóðin hefði gefið ýmsum hlutum þorskhaussins (Guðmundur Finnbogason 1943:190). Stefán Einarsson segir í bókmenntasögu sinni á íslensku, að orðabókin hafi verið „gullnáma íslenskum höfundum, svo sem Laxness“ (Stefán Einarsson 1961:357) en í ensku frumútgáfunni nefnir hann líka Ólaf Jóhann Sigurðsson til sögunnar (Stefán Einarsson 1957:277). Ég hef ekki fundiðbeinan vitnisburðþessara höfunda um not sín af Blöndal. En Halldór telur sig geta bætt um betur hjá Sigfúsi. Um það skrifar hann skemmti- legan kafla í Grikklandsárinu, þar sem hann fjallar um „frjálslyndi á húnvesku“. Þar saknar hann þess að ritstjóri íslensk-dönsku orðabókarinnar miklu, sjálfur Húnvetn- ingur, skuli stilla sig um að gefa upp hina sérkennilegu húnvetnsku merkingu orðs- ins frjálslyndur, þ.e. ‘búlaus hestamaður, gortari, drykkjumaður, klámhundur, þjófur, landabruggari, spilafífl, lygari, slagsmálahundur, trúvillíngur, kvennaflagari og skáld’, sbr. libertin á frönsku. „Merkilegt að svo lærður maður sem Blöndal skyldi hunsa þennan fransk-húnveska skilníng" (Halldór Laxness 1980:137). Óþarft er að rekja hversu mikil hjálp orðabókin hefur verið við þýðingar úr íslensku á danska tungu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.