Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 9
9
Brimrún með
öll brúartækin
Björn Árnason, framkvæmdastjóri Brimrúnar og Hörður
Vilberg Harðarson, tæknimaður (t.h.) við skjávegg sem settur
hefur verið upp á söluskrifstofu fyrirtækisins. Þessi tækni er
bylting um borð í brúnni.
ingar á skjái niður í vélarrúmi eða annars
staðar í skipinu. Skjáveggurinn tekur mun
minna svæði í brúnni og kemur einn í stað
tuga smærri skjáa sem nú þarf að fylgjast
með. Þetta er algjör bylting fyrir skips-
stjórnendur.“
Mörg ný tæki frá Furuno
Furuno, eða Furuno Electric Company í
Japan var stofnað á fimmta áratug síðustu
aldar og hóf þá fyrst allra fyrirtækja fram-
leiðslu á fisksjám. Í kjölfarið fylgdi þróun
og framleiðsla á talstöðvum, lórantækjum,
ratsjám, sónurum og þannig má lengi telja.
Í dag er Furuno í fremstu röð hvað varðar
þróun, framleiðslu og úrval siglinga-, fiski-
leitar- og fjarskiptabúnaðar fyrir skip og
báta. Gæði, áreiðanleiki og ending er meg-
inkrafan sem Furuno gerir til eigin fram-
leiðslu. Þessari kröfu hefur verið fylgt eftir
með áratuga langri uppbyggingu á þjón-
ustuneti um allan heim. Brimrún hefur það
hlutverk að halda uppi merkjum Furuno
hérlendis. Þekking, reynsla og fagmennska
við sölu og þjónustu eru í því sambandi
aðalatriði, ásamt áhuga og skilningi á að-
stæðum viðskiptavinarins. Hjá Brimrún
starfa í dag 11 manns.
„Eins og á fyrri sjávarútvegssýningum
mun Brimrún sýna helstu tæki frá Furuno
og margar nýjungar sem komið hafa fram
frá síðustu sýningu. Þar má nefna ratsjár,
dýptarmæla og nýjan lágtíðni CHIRP són-
ar, FSV-25. Sem dæmi um hve vel sónarinn
hefur reynst við fiskileit, má nefna að
hann hefur fundið brislingstorfur á 35
metra dýpi í 4000 metra fjarlægð, kol-
munnatorfur í 8000 metra fjarlægð og síld
í grunnum Norðursjónum í 7000 metra
fjarlægð. Einnig verðum við að sjálfsögðu
með allt það nýjasta frá MaxSea á sýning-
unni í Laugardalshöll, m.a. tvískiptan Max-
Sea skjá, annars vegar með ENC korti (við-
urkennd lögleg sjókort) og hins vegar með
nýju tví- og þrívíddar umhverfi í anda
MaxSea 10 og 12 sem hefur slegið í gegn.
Við bjóðum alla gesti velkomna til
skrafs og ráðagerða í bás okkar B-30 á sýn-
ingunni.“