Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 20
20
Skaginn á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði eru sem kunnugt er leið-andi á heimsvísu í þróun, hönnun og
smíði á ýmsum búnaði fyrir sjávarútveg-
inn, bæði á sjó og landi. Hafa fyrirtækin
um skeið boðið upp á breiða línu af tækj-
um og búnaði fyrir stærri ferskfiskskip
sem miða að því að auka gæði hráefnisins
og tryggja þannig verðmætari vöru. Nú
hefur verið þróuð ný útgáfa af kerfinu til
notkunar í smærri bátum. Ragnar A. Guð-
mundsson, sölustjóri hjá Skaganum3X,
segir þennan nýja búnað mikið framfara-
spor í meðferð afla í smábátum. Þá hafa
skipstjórar og útgerðarmenn lýst ánægju
sinni með þessa lausn sem stórbætir með-
ferð aflans og eykur verðmæti sjávar-
fangsins.
Rotex kerfi í minni báta
„Fram til þessa hafa menn litið á það sem
sjálfsagðan hlut að fullkomin aðgerðar-
kerfi væru sett um borð í stærri báta og
fiskiskip. Eftir mikil og gagnleg samskipti
við sjómenn og útgerðarmenn höfum við
þróað kerfi sem byggja á Rotex tækninni
og henta afar vel um borð í minni bátum.
Ég er nýkominn af sjávarútvegssýningu í
Noregi þar sem við seldum slíkt kerfi um
borð í 11 metra bát
og kaupendur eru
ánægðir með val-
ið og spenntir fyrir kerfinu. Fleiri útgerðir í
Noregi hafa lýst áhuga sínum á þessum
búnaði,“ segir Ragnar en hann er mjög
bjartsýnn á frekari landvinninga í Noregi
enda stendur fyrir dyrum talsverð upp-
bygging í sjávarútvegi þar.
Aðgerðarkerfið samanstendur m.a. af
blóðgunarkassa, Rotex blæðingartanki,
kælikari og meðaflakörum auk annars
búnaðar. „Þessum búnaði er ætlað að
tryggja jafna og skjóta blæðingu og örugga
kælingu aflans áður en hann fer í lest.
Blæðingartankurinn tryggir að full stjórn
er á blæðingu fisksins og kerfið tryggir
líka að við náum hámarks kælitíma á afl-
anum. Þannig hægir mjög á dauðastirðnun
fisksins og því hægt að stýra vinnslunni á
sem hagkvæmastan hátt þegar komið er í
land. Allt þetta tryggir betri gæði hráefnis-
ins auk þess sem geymslutími ferskrar
vöru lengist talsvert. “
Reynst vel í Gullhólma
Einn af þeim bátum sem þetta nýja kerfi
var sett í nýverið er Gullhólmi SH-201,
tæplega 30 brúttótonna plastbátur sem
gerður er út frá Stykkishólmi. Sigurður
Ágústsson, framkvæmdastjóri Agustson
ehf., sem gerir bátinn út, segir að við smíði
bátsins hafi verið ákveðið að nota aðeins
bestu og nýjustu tækni um borð. Lausnir
3X Technology hafi fallið vel að þeirra
hugmyndum og kröfum um fyrsta flokks
vinnslu aflans.
Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á Gull-
hólma, segir aðgerðarkerfið hafa
reynst mjög vel en það tryggi
jafna og góða blæðingu
aflans auk þess sem vinnu-
aðstaða um borð hafi stór-
batnað og því allir í hæsta
máta ánægðir.
Aukið aflaverðmæti er markmiðið
Ragnar A. Guðmundsson sölustjóri, sem
sjálfur hefur mikla reynslu sem sjómaður
á smábátum, segir útgerðarmenn smábáta
og sjómenn taka þeirra lausnum afar vel
en þær hafa verið seldar í á þriðja tug báta
hér heima og erlendis.
„Rotex skipalausnin er almennt séð
sniðin þannig að hún hentar flestöllum
skipum og veiðiaðferðum, línubátum, lag-
netabátum, ferskfisktogurum eða frysti-
Rotex kerfið ryður sér frekar til rúms
Stórbætir meðferð afla í smábátum
Ragnar Arnbjörn Guðmundsson, sölu-
stjóri hjá Skaganum og 3X Technology:
„Rotex búnaðinum er ætlað að tryggja
jafna og skjóta blæðingu og örugga kæl-
ingu aflans áður en hann fer í lest.“
Rotex aðgerðarkerfið
hentar vel um borð í
smærri báta ekki síður
en stór fiskiskip.