Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 72
72
Askja er eina bílaumboðið sem tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2016. Fyrirtækið flytur inn Merce-
des-Benz fólksbíla og atvinnubíla og býður
upp á breitt úrval samgöngu- og flutnings-
tækja fyrir sjávarútveginn. Auk þess er
Askja umboðsaðili fyrir Kia.
„Við tökum þátt í sjávarútvegssýning-
unni vegna þess að ein af stoðunum undir
allar atvinnugreinar eru flutningar og þar
kemur Mercedes-Benz með mjög góðar
lausnir, jafnt í vörubifreiðum, sendibifreið-
um, bryggjubílum og síðast en ekki síst
áhafnarbílum,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
framkvæmdastjóri Öskju.
Atego og Actros
Fyrir stórútgerðina er Askja með úrval
stórra og meðalstórra vörubíla af Atego og
Actros gerð. Þetta eru vörubílar sem hafa
margsannað sig fyrir mikið rekstraröryggi,
afkastagetu og litla eldsneytiseyðslu. „Við
erum einnig í samstarfi við marga ábyggj-
endur sem geta boðið margbreytilegar
lausnir í kössum, kælikössum og fleira. Við
getum því sérsniðið bílana að þörfum
hvers og eins.“
Askja býður einnig smærri atvinnubíla,
eins og t.d. Sprinter sem fæst í fjölmörgum
útfærslum, t.a.m. með þriggja manna húsi
og stórum palli eða 6-7 manna húsi og
stórum palli og mikilli burðargetu. Einnig
má nefna Atego sendi- og vörubíla sem
fást ennfremur í mörgum útfærslum. Þetta
eru bílar sem henta jafnt til flutninga á
flestu því sem tengist útgerð en um leið til
flutninga á áhöfn.
Söluhæsta lúxusmerkið
„Sala á Mercedes-Benz fólksbifreiðum hef-
ur gengið gríðarlega vel á þessu ári. Mörg
síðustu ár hefur Mercedes-Benz verið
langmest selda lúxusmerkið á Íslandi og á
þessu ári sjáum við fram á okkar stærsta
ár. Mercedes-Benz er að koma með mjög
öfluga jeppalínu og nú eru allar gerðir
Mercedes-Benz fólksbíla fáanlegar með
4MATIC fjórhjóladrifskerfinu og sjálfskipt-
ir. Framleiðandinn er einnig mjög framar-
lega í þróun tengiltvinnbíla. Við getum
t.a.m. boðið núna einar fjórar tegundir
Mercedes-Benz með plug-in-hybrid út-
búnaði, þ.e.a.s. C-Class, S-Class, GLC og
GLE. Einnig bjóðum við hreina rafbíla og
erum núna að fara að kynna nýjan B-Class
í rafbílaútfærslu,“ segir Jón Trausti.
Mercedes-Benz
lausnir fyrir útveginn
Mercedes-Benz er með fjölbreytt úrval bíla fyrir fyrirtækin, jafnt í vörubifreiðum, sendibifreiðum, bryggjubílum og áhafnarbílum.
Fyrir stórútgerðina er Askja með úrval stórra og meðalstórra vörubíla af Atego og
Actros gerð Mercedes-Benz.
askja.is