Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 138
138
EFLA verkfræðistofa hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratuga skeið og við leggjum mikinn metnað
í að bjóða sem besta þjónustu í heima-
byggð en við höfum veitt helstu sjávarút-
vegsfyrirtækjum landsins þjónustu af
ýmsu tagi,“ segir Jón Björn Bragason, fags-
tjóri sjávarútvegs hjá EFLU.
Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast ým-
is konar ráðgjöf og lausnum fyrir sjávarút-
veginn, s.s. varðandi fiskeldi, fiskimjöls-
framleiðslu og landsvinnslu uppsjávarafla
og má þar m.a. nefna stækkun fiskiðjuvers
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og bygg-
ingu nýs uppsjávarfrystihúss ESKJU á
Eskifirði. Í báðum verkefnunum nýtist vel
sú breiða og fjölbreytta þjónusta sem EFLA
getur boðið í krafti stærðar sinnar en yfir
300 manns starfa hjá fyrirtækinu heima og
erlendis.
Þjónusta í heimabyggð
„Við erum með níu starfsstöðvar innan-
lands og er leitast við að stýra hverju verk-
efni frá nálægustu starfsstöðinni og starfs-
fólkið þar nýtur svo aðstoðar eftir þörf-
um,“ segir Jón Björn, sem býr sjálfur að
góðri reynslu af slíkri nærþjónustu. „Ég
hef verið viðloðandi þjónustu við sjávarút-
veginn í ein 20 ár, bæði sem starfsmaður
EFLU og hjá Síldarvinnslunni og þekki vel
kosti þess að hafa nærþjónustu í daglegum
rekstri og ef bregðast þarf skjótt við ófyrir-
séðum atburðum eða bilunum.“
„Allt mögulegt“ eru einkunnarorð EFLU
og lýsa vel þjónustunni við sjávarútveginn
sem spannar vítt svið, allt frá bygginga-
hönnun, brunaráðgjöf, öryggismálum,
orkunýtingu, umhverfismálum og hljóð-
vist til hreinsikerfa, stjórn- og eftirlitskerfa
og véla- og vinnslukerfa, svo fátt eitt sé
nefnt. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt
og mörg hver snúið að umhverfismálum,
framleiðslukerfum, skjákerfislausnum og
þjónustu við fiskeldi, sem Jón Björn segir
að muni vaxa hratt á næstunni og nefnir
sem dæmi þann uppgang sem nú á sér
stað á Vestfjörðum.
Þróun hugbúnaðar- og tæknilausna
„Mörg þessara verkefna tengjast þróun
upplýsinga- og stjórnbúnaðar. Þannig er
hönnun og útfærsla stýringa og skjákerfa,
með tengingu við ýmis upplýsingakerfi,
orðinn stór þáttur í þjónustu við sjávarút-
veginn ásamt endurbótum á véla- og
vinnslukerfum til að auka hagræðingu,“
segir Jón Björn. Þá hafi EFLA komið að
þróun og rannsóknum tengdum umhverf-
ismálum og orkusparnaði í sjávarútvegi.
Þar megi bæði nefna rafvæðingu fiski-
mjölsverksmiðja, frárennslismál og land-
tengingar skipa svo þau noti rafmagn í
stað olíu í höfnum landsins.
„EFLA hefur þegar hannað aflmeiri
tengingar fyrir uppsjávarskip sem fasar
skip við rafveitu í landi á meðan löndun
stendur yfir og ég hef fulla trú á að áhersla
á þessi mál eigi eftir að aukast til muna á
komandi árum,“ segir Jón Björn Bragason,
fagstjóri í sjávarútvegi hjá EFLU, bjartsýnn
á framtíðina.
Allt mögulegt fyrir sjávarútveginn
Jón Björn Bragason, fagstjóri sjávarútvegs hjá EFLU. Allt mögulegt eru einkunnarorð EFLU og
lýsa vel þjónustunni við sjávarútveginn.
Líf og fjör á athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
efla.is
FISKELDI / HLJÓÐVIST / STJÓRN- OG EFTIRLITSKERFI
VÉLAR- OG VINNSLUKERFI / BYGGINGAHÖNNUN
HREINSIKERFI / UMHVERFISMÁL / BRUNARÁÐGJÖF
/ ORKUNÝTING / ÖRYGGISMÁL
Starfsstöðvar EFLU um landið:
Reykjavík / Selfoss / Reyðarfjörður / Seyðisfjörður / Egilsstaðir /
Þórshöfn / Húsavík / Akureyri / Reykjanesbær
Sérfræðiþekking EFLU byggir á breiðum grunni og veitum við
sjávarútvegsfyrirtækjum fjölbreyttar lausnir á hagkvæman
og faglegan hátt. EFLA hefur átt aðkomu að verkefnum í
Við eflum
sjávarútveginn
EFLA verkfræðistofa hefur um áratugaskeið
veitt sjávarútvegsfyrirtækjum sérhæfðar
lausnir í takt við tækniþróun hvers tíma.