Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 66
66
Framtak Blossi býður upp á heildar-lausnir fyrir sjávarútveginn þegar kemur að viðgerðum og þjónustu og
byggir starfsemi fyrirtækisins á áratuga
reynslu gamalgróinna fyrirtækja í grein-
inni, Stálsmiðjunnar, Blossa og Framtaks –
véla- og skipaþjónustu, sem nú eru sam-
einuð í tveimur félögum í eigu sömu aðila.
„Framtak Blossi annast innflutning á
varahlutum og búnaði ásamt viðgerðum á
íhlutum fyrir eldsneytiskerfi en Stálsmiðj-
an Framtak vinnur að viðgerðum og við-
haldi,“ segir Guðmundur Snorrason, sölu-
maður hjá Framtaki Blossa sem staðsett er
að Dvergshöfða 27 á Ártúnshöfða þar sem
aðstaða fyrir starfsemina er öll hin besta.
Eina sérhæfða díselverkstæði
landsins
„Hér rekum við eina sérhæfða díselverk-
stæðið á Íslandi,“ segir Guðmundur en alls
starfa 11 manns hjá Framtaki Blossa, þar af
fjórir á verkstæðinu. „Díselverkstæðið er
viðurkennt sem Bosch Diesel Center og til
að standa undir því þarf verkstæðið að
vera mjög vel tækjum búið. Hér eru t.d.
fjórir stillibekkir fyrir olíuverk og sér-
byggðar eldsneytisdælur, þar af tveir
tölvustýrðir bekkir af fullkomnustu gerð
ásamt stillitækjum fyrir spíssa, þannig að
við getum þjónustað öll helstu eldsneytis-
kerfi véla sem notuð eru í dag en mest
áhersla er samt lögð á þau merki sem við
erum með umboð fyrir, s.s. Bosch, Denso,
Delphi og fleiri,“ bætir Guðmundur við.
Verkstæðið annast einnig viðgerðir og
þjónustu á minni túrbínum, þ.á.m. frá
Garrett, Holsett, KKK og IHI en Stálsmiðjan
Framtak sér um viðgerðir á stærri túrbín-
um s.s. eins og á aflvélum skipa.
Framtak Blossi
með sérhæfða þjónustu
fyrir sjávarútveginn
„Framtak Blossi býður upp á heildarlausnir fyrir
sjávarútveginn varðandi viðgerðir og þjónustu
og við leggjum metnað okkar í að hafa alltaf
töluvert af búnaði og varahlutum á lager,“ segir
Guðmundur Snorrason sölumaður.
blossi.is