Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 51
51
TV80 veiðistjórnunarkerfi
„Á sýningunni í Laugardalshöll munum
við einnig kynna TV80 veiðistjórnunar-
kerfið frá Simrad sem er í senn einfalt
og býður upp á margs konar framsetn-
ingu upplýsinga. Þar kemur fram nýtt
trollauga ásamt fjölda nema, m.a.
hlera-, halla-, afla-, hita- og dýpisnem-
um.“
Nýjungar frá Kongsberg
Kongsberg er alþjóðlegt þekkingarfyrir-
tæki sem framleiðir hátæknivörur og
lausnir fyrir mjög krefjandi viðskiptavini
víða um heim. Simberg er sölu- og þjón-
ustuaðili Kongsberg Automation hér á
landi.
„Frá þeim ætlum við m.a að kynna
heildarlausnir fyrir vélarrúm sem nefnist
K-Chife 600 PMS sem felur m.a. í sér við-
vörunarkerfið EO/UMS sem vaktar og
stjórnar vélbúnaði skipsins, skrúfustjórn-
un, samkeyrslukerfi rafala, tankakælikerfi
og dælustýringu, RSW stýringu og teng-
ingu við framleiðslukerfi. Þetta er upp-
færsla á K-Chife 500 sem margir þekkja.
K-Chife 600 er sett saman eftir þörfum
hvers og eins og getur mælt frá 16 til
20.000 rásir. K-Chief 600 er hannað til að
mæta öryggis- og áreiðanleikakröfum í öll-
um gerðum skipa s.s. flutningaskipum,
gámaskipum, ferjum, fiskiskipum, rann-
sóknskipum og tankskipum. Kerfið hentar
vel í nýsmíðaverkefni og ekki síður við
endurnýjun eldri kerfa.“
Valdimar segir að á Sjávarútvegssýn-
ingunni 2016 muni Simberg einnig kynna
nýja línu á stjórnborði og skjáum í brú en
þar eru notaðir stórir 55“ skjáir sem hægt
er að skipta upp fyrir fleiri en eitt tæki í
einu. „Kongsberg hefur víðtæka reynslu og
þekkingu á siglingatækjum, skrúfustjórn-
un og vélarstjórnun sem hefur gert þeim
kleift að hanna og setja saman einingar til
að mæla afköst skipa, bæta eldsneyt-
iseyðslu og minnka viðgerðir með fyrir-
byggjandi viðhaldi. Þá eru þeir einnig að
koma með togvindur og autotroll fyrir þær
og aðrar vindur fyrir fiskiskip en þeir hafa
mikla reynslu á þessu sviði. Allt verður
þetta kynnt í básnum okkar og ég býð alla
velkomna til að hitta okkar fólk, fræðast
og fá upplýsingar,“ segir Valdimar Einisson
hjá Simberg.
Simrad ES80 dýptarmælir er afar þróaður mælir með margvíslega eiginleika.
FM90 höfuðlínusónar er nýr fjölgeisla trollsónar frá Simrad.
Simrad SN90 sónar og dýptarmælir með afar breytt tíðnisvið og stærðargrein-
ingu sem hentar mjög vel við bæði uppsjávar- og botnfiskveiðar.
Simrad í fararbroddi
simberg.is