Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 140
Málning hf. í Kópavogi hefur þjónustað skipaiðnaðinn á Ís-landi alveg frá því að fyrirtækið
var stofnað árið 1953 og frá 1979 hefur
það verið í samstarfi við Jotun í Noregi, til
að vera betur í stakk búið að mæta sívax-
andi samkeppni og alþjóðavæðingu á
þessum markaði. Mikil umskipti hafa orð-
ið í framboði á skipamálningu frá því sam-
starfið hófst. Munar þar mestu að um-
hverfisvænni og endingarbetri málning
hefur nú leyst af hólmi gömlu olíumáln-
inguna sem olli bæði mikilli umhverfis-
mengun og óþægindum hjá þeim sem
unnu með hana.
Minna af leysiefnum
„Mesta breytingin felst í því að verulega
minna magn mengandi leysiefna er í
skipamálningunni sem notuð er í dag, það
er að segja efni með mun hærra þurrefni,
gjarnan tvíþátta efni, sem harðna fyrir
áhrif efnabreytinga og gefa þar með sterk-
ari og endingarbetri filmu,“ segir Þorgeir
Björnsson, sem er sölustjóri Jotun skipa- og
iðnaðarmálningar hjá Málningu og sér-
fræðingur á þessu sviði.
„Það hefur lengi verið unnið að því að
koma með betri skipamálningu neðan sjó-
línu á markað, svokallaða botnmálningu,
en það er fyrst síðustu 10-15 árin sem sú
vinna hefur skilað sér í umhverfisvænni
og sterkari botnmálningu. Hún er jafn-
framt endingarbetri og sparar viðhalds-
kostnað þar sem ekki er lengur þörf á að
taka skipin í slipp árlega, eins og tíðkaðist
þegar ég var að byrja í þessum bransa.“
Betri bindiefni galdurinn
Galdurinn við nýju botnmálninguna segir
Þorgeir liggja í notkun nýrra bindiefna sem
tryggja að botnmálningin leysist hægt og
bítandi upp á fyrirfram ákveðnu tímabili,
þannig að botngróður og önnur óhreinindi
nái ekki að festast við skipsbotninn. „Með
þykkt botnmálningarinnar getum við stýrt
því hve langur tími þarf að líða milli þess
að skip er tekið í slipp. Fyrir nokkrum ár-
um var þessi tími að jafnaði tvö ár en nú er
farið að láta þrjú ár líða milli slippheim-
sókna vegna góðrar endingar málningar-
innar.“ Sem dæmi um þetta nefnir Þorgeir
að nýbúið er að taka Örfirisey í gegn á Ak-
ureyri með Jotun botnmálningu vegna
góðrar reynslu af málningunni á öðrum
skipum útgerðarinnar. Þá hafi annar
rekstraraðili staðfest með mælingum að
olíunotkun aukist ekki milli þess sem skip
er tekið í slipp, sem sýni að málningin sé
líka að draga úr olíukostnaði.
Alþjóðleg þjónusta og vottun
Samstarf Málningar og Jotun gerir eigend-
um íslenska skipa, s.s. flutningaskipa,
kleift að notfæra sér þessa gæðamálningu
þó farið sé með skip í slipp utan Íslands.
„Með þeim öflugu alþjóðlegu tenging-
um sem Jotun er með er ekkert vandamál
að útvega bæði réttu málninguna og máln-
ingarþjónustuna, hvar svo sem þeir kjósa
að „dokka“ í heiminum,“ segir Þorgeir
Björnsson sölustjóri og bætir við að lokum
að ekki megi heldur gleyma því að Máln-
ing gefi út alþjóðleg staðfestingarvottorð
en víða um heim sé búið að setja í reglu-
gerðir að skip fái ekki lengur að koma að
bryggju nema skipstjórinn geti sýnt papp-
íra um að viðkomandi skip sé málað með
vottaðri skipamálningu.
Umhverfisvænni og endingarbetri
botnmálning skilar sparnaði
„Galdurinn við nýju botnmálninguna frá Jotun eru betri bindiefni,“ segir Þorgeir
Björnsson, sölustjóri skipa- og iðnaðarmálningar hjá Málningu sem starfað hefur á
þessu sviði í nær þrjá áratugi.
Örfirisey í slipp á Akureyri, nýmáluð
með skipa- og botnmálningu frá
Málningu og Jotun í Noregi.
Ljósm. Málning.
malning.is
140