Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 76
rbrum.is
Allir vita að hvíld er öllum sjómönnum nauð-synleg, ekki síst þar sem vinnutarnir á sjó geta verið langar og strangar og mikilvægt
að menn geti hvílst vel á milli þeirra. RB rúm í
Hafnarfirði hafa um áratugaskeið framleitt há-
gæðadýnur fyrir íslenska flotann, bæði spring-
dýnur og svampdýnur þar sem þær eiga betur
við. Fyrirtækið var stofnað af Ragnari
Björnssyni árið 1943 og þar ræður húsum
dóttir hans, Birna Ragnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri.
Svamp- og springdýnur
„Í stærri skip flotans eru oftast valdar
springdýnur og fara starfsmenn okk-
ar um borð í skipin til að taka mál
og ráðleggja um besta val á dýnum í
hverju tilviki. Einnig er hægt að
senda skapalón og málsetningar
til fyrirtækisins og fá síðan dýn-
urnar sendar. Þannig þjónustar fyr-
irtækið viðskiptavini út um allt
land. Auk springdýna framleiðum
við einnig svampdýnur af öllum
stærðum og gerðum. Þær eru í mörg-
um tilvikum valkostur í minni bátum í
flotanum þar sem að gjarnan þarf að
sérsníða,“ segir Birna.
Gildi góðrar dýnu er óumdeilt en hún
þarf að styðja vel við bakið og skila fólki
fersku og tilbúnu til sinna daglegu starfa.
Hjá RB rúmum er hægt að fá springdýnur í
fjórum gerðum og hverja gerð í fjórum stíf-
leikum. Á þennan hátt má segja að dýnan
sé „klæðskerasaumuð“ að notandanum. Þá
hafa RB rúm sérstöðu þjónustufyrirtækja í
þessari grein með því að bjóða viðskiptavin-
um sínum endurhönnun á eldri og notuðum
dýnum. Bæld og notuð rúmdýna getur þann-
ig gengið í endurnýjun lífdaga og sparað not-
andanum kostnaðarsama endurnýjun.
Springdýna frá RB rúmum er á þennan hátt
langtímafjárfesting!
„Það er afar mikilvægt að fólk velji sér
dýnur sem hæfir þyngd og hæð hvers og
eins. Þess vegna bjóðum við upp á mismun-
andi stífleika og framleiðum dýnur í þeim
lengdum og breiddum sem viðskiptavin-
irnir óska eftir. Okkar markmið er að há-
marka þægindin og tryggja viðskiptavin-
unum endingargóðar dýnur þar
sem þeir hvílast vel frá dagsins
önn,“ segir Birna Katrín enn-
fremur. Hún bætir því við að
þau hjá RB rúmum ráðleggi
fólki að hafa tvær dýnur í öllum
hjónarúmum og tengja þær
saman með rennilásum.
Vel sofandi ferðamenn!
Bygging hótela og gistiheimila
um land allt hefur undanfarin
misseri verið í fullum gangi
enda fjölgar erlendum ferða-
mönnum ár frá ári. Að sögn
Birnu Ragnarsdóttur hjá RB
rúmum í Hafnarfirði hafa
starfsmenn fyrirtækisins staðið
í ströngu við að smíða rúm fyrir
gesti okkar Íslendinga og er
ekkert lát á. „Hér hafa starfs-
menn stundum lagt nótt við dag
en við höfum eftir megni reynt
að anna eftirspurninni. Hótelin
rísa eitt af öðru og við getum
boðið sérsniðnar lausnir og
gríðarlega mikið úrval af rúm-
um, dýnum og öllu því sem þarf
að vera í góðu svefnherbergi.“
Eins og áður sagði er íslensk
framleiðsla í boði hjá RB rúm-
um og hefur fyrirtækið fyrir
löngu getið sér gott orð. Hjá RB
rúmum er auk rúma og dýna
hægt að fá allt sem þarf í gott
svefnherbergi, m.a. sængur-
verasett í úrvali, rúmteppi og
púða, kistur og náttborð eftir
málum, rúmgafla og vandaða
heilsukodda. Þá framleiða RB
rúm einnig sérhannaðar sjúkra-
dýnur.
Birna Ragnarsdóttir í RB rúm-
um. Þúsundir Íslendinga sofa í
rúmum og á dýnum frá RB
rúmum, ekki aðeins á landi
heldur einnig úti á sjó.
Sérsniðnar dýnur
fyrir flotann
76