Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 162
162
Markmið okkar er að mennta fólk til nýrrar hugsunar í sjávarút-vegi,“ segir Helga Kristín Kol-
beins, skólameistari Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum. Hugmyndir okkar um
menntun í atvinnugreininni mótast að
hennar sögn um of af skipstjórnar- og vél-
stjóranámi, sem er góð og gild menntun,
en huga þurfi einnig að því hver menntun-
arþörfin í greinni sé.
„Með minnkandi fiskafla er algjör
nauðsyn að nýta betur það sem kemur úr
sjónum og auka verðmæti aflans. Þar þurf-
um við að horfa yfir víðara svið en áður
hefur verið gert og kannski breyta hugs-
unarhætti okkar um hvað er fullvinnsla af-
urðanna og hvaða menntun þarf til að hún
skili þjóðarbúinu sem mestum arði,“ segir
Helga Kristín.
Fjölbreytt menntun á ýmsum svið-
um nýtist í sjávarútvegi
Bendir hún á sem dæmi að fiskroð sé jafn-
vel orðið verðmætara nú en fiskholdið, en
úr því sé unnið ensím, próteinduft, fatnað-
ur, töskur og að ógleymdum plástrum til
sáralækninga en hver plástur er seldur
dýru verði.
Fullvinnsla sjávarfangs verður æ al-
gengari og ferskur fiskur er fluttur á er-
lenda markaði fullbúinn í neytendaum-
búðum. „Þar hefur menntun komið við
sögu, hönnun umbúða krefst grafískrar
menntunar, markaðssetningin menntunar
á sviði viðskipta, líffræðimenntun þarf til
að vinna ensím og prótein úr afurðinni og
eðlisfræðimenntun nýtist einnig sem og
menntun á sviði gæðaeftirlits,“ segir hún.
Nýjar hugmyndir, nýjar lausnir
„Til að skapa aukin verðmæti úr minni
fiskafla þarf nýjar hugmyndir, nýjar lausn-
ir og frjótt hugmyndaríkt fólk með mennt-
un við hæfi. Ríkari kröfur eru gerðar um
að nýta afurðirnar betur og skapa úr þeim
meiri verðmæti. Við þurfum að mæta nýj-
um tímum og þá duga ekki orðin tóm, við
verðum að hafa menntun í forgangi, þann-
ig að einstaklingarnir verði tilbúnir að
mæta störfum framtíðarinnar,“ segir hún.
„Okkar markmið er að mennta fólk til
nýrrar hugsunar í sjávarútvegi.“
Stuðla að frumkvöðlahugsun
Í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum
hefur verið byggð upp aðstaða og lausna-
miðað umhverfi fyrir skapandi fólk með
frjóa hugsun. Þörf er fyrir menntað fólk í
samfélagi sem lifir og hrærist í þessari at-
vinnugrein. Skólinn er í samstarfi við Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands og innan veggja
hans er stafræn smiðja, FAB-LAB, þar sem
grunnur er lagður að því að mennta starfs-
fólk með frumkvöðlahugsun, sem nýtist
beint inn í sjávarútvegstengt nám skólans.
Útskriftarnemar ásamt skólameistara, tilbúin að takast á við frekara nám eða störf.
Að mennta fólk til nýrrar hugsunar
Nemendur á vélstjórnarbraut ásamt sérkennurum brautarinnar, Gísla Eiríkssyni og
Þorbirni Númasyni.
fiv.is