Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 157
157
Þurfum öll að vinna saman
„Sjóvá hefur ávallt lagt ríka áherslu á for-
varnir og því fögnum við aukinni vitund
útgerðarfyrirtækja um öryggismál, bæði á
sjó og í landi. Stærri útgerðir hafa í aukn-
um mæli verið að ráða til sín sérfræðinga í
öryggismálum sem þýðir að unnið er með
markvissari hætti en áður var gert. Örygg-
ismál snúast ekki eingöngu um að fyrir-
byggja slys heldur líka koma í veg fyrir
tjón á eignum. Allar útgerðir og fisk-
vinnslur geta með einföldum hætti unnið
til að því að gera vinnustaðinn betri og ör-
uggari. Ég hvet stjórnendur í sjávarútvegi
að nýta reynslu annarra og deila því sem
virkar vel í forvörnum. Við eigum að vera
óhrædd við að taka málin í eigin hendur,
ekki bíða eftir því að einhver annar sjái
um öryggismálin s.s. að festa hlíf betur á
vél eða færa kassa sem næsti maður næst-
um því hrasaði á í gær. Það hefur náðst
góður árangur í að fækka slysum meðal
sjómanna og engin ástæða til þess að ekki
sé hægt að gera hið sama í landvinnsl-
unni,“ segir Fjóla Guðjónsdóttir, sérfræð-
ingur hjá Sjóvá. Hún ítrekar að öryggismál
sjómanna og fiskvinnslufólks megi aldrei
líta á sem átaksverkefni heldur verði ör-
yggismál alltaf að vera hluti af starfinu.
„Við erum jú þrátt fyrir allt að auka öryggi
okkar sjálfra í vinnunni og því þurfa allir
aðilar að vinna saman og stefna að sama
marki. Það skiptir máli að horfa á alla
starfsemina og litlu atriðin skipta líka máli,
reglubundnar æfingar, t.d. hvernig eiga
sjómenn að bera veikan félaga sinn úr koju
upp á dekk eða hvort búið sé að salta stétt-
ina fyrir utan frystihúsið áður en fólk
kemur til vinnu.“
Hver eru vátryggingaverðmætin?
„Þar sem afurðir fara gjarnan heimshorna
á milli þarf að gæta þess að öryggi sé eins
og best verður á kosið. Það þarf nákvæmt
skipulag á framvindu flutnings og tryggi-
legan frágang, bæði seljenda og flytjenda á
vörunni. „Þar þarf að vera alveg skýrt hve-
nær áhætta er á því að varan verði fyrir
tjóni í flutningum þegar hún færist frá selj-
anda til kaupanda. Engum samningum á
að ljúka án þess að tryggingamál vöru-
sendinga séu frágengin,“ segir Halldór
Teitsson hjá Sjóvá. „Sjóvá hefur samið við
sérfræðinga á þessu sviði í fjölmörgum
löndum um að þeir komi fram fyrir hönd
félagsins og veiti faglega aðstoð,“ segir
hann. Það er nauðsynlegt að huga vel að
þeim verðmætum sem tryggja á þegar
bátar og skip eru tryggð en ekki síður
skiptir máli að huga að því sem er um
borð, t.d. veiðarfæri og birgðir.
Þórunn Snorradóttir, viðskiptastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Sjóvár. „Sjóvá rekur fjölda útibúa og þjónustuskrifstofa um land allt. Við
leggjum áherslu á að reka öflugt þjónustunet sem styður vel við sjávarútveginn jafnt sem aðra viðskiptavini.“