Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 78
78
Fjarðabyggðarhafnir eru þétt net hafna í sveitarfélaginu og spanna þær stórt þjónustusvæði á Austfjörð-
um, allt frá Stöðvarfirði í suðri að Mjóafirði
í norðri. Mikil uppbygging hefur staðið yfir
í þessum höfnum á undanförnum árum og
þar hefur verið byggð upp öll sú þjónusta
sem skipstjórnendur og fyrirtæki í sjávar-
útvegi þurfa á að halda.
„Hafnarsjóður Fjarðabyggðar rekur
hafnir í öllum sex bæjarkjörnunum; á
Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðs-
firði og Stöðvarfirði auk Mjóafjarðar.
Fjarðabyggðarhafnir eru aðallöndunar-
hafnir uppsjávarfisks á Íslandi og það set-
ur mikinn svip á alla okkar starfsemi en
mikill annar afli fer um okkar hendur auk
þess sem við þjónum vaxandi iðnarasvæði
hér eystra,“ segir Steinþór Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna.
Stærsta fiskihöfnin
Norðfjarðarhöfn er ein stærsta fiskihöfn
landsins og þar er nýlokið umfangsmikl-
um framkvæmdum til að bæta alla að-
stöðu. „Það þurfti að auka rými í höfninni
til að mæta sívaxandi umferð fiski- og
flutningaskipa og var tilfærsla á hafnar-
garði og flutningur á smábátahöfn liður í
þeim. Næsta verkefni okkar er að útbúa
nýtt svæði við hlið hafnarsvæðisins til að
taka við aukinni starfsemi en þar hafa fyr-
irtæki í hafnsækinni starfsemi áhuga á að
byggja sig upp, bæði þjónustufyrirtæki og
jafnvel fiskvinnslufyrirtæki,“ segir Stein-
þór.
Á síðasta ári var landað 33.600 tonnum
af síld, tæplega 106 þúsund tonnum af
loðnu og 116 þúsund tonnum af kolmunna
hjá Fjarðabyggðarhöfnum. Um er að ræða
um 30% heildarafla landsmanna í bæði
síld og loðnu og rösklega 54% af þeim kol-
munna sem landað var á árinu. Af botn-
fisktegundum var landað tæpum 13 þús-
und tonnum af þorski, 2.300 tonnum af
ýsu og 3.700 tonnum af ufsa og er í þessum
tegundum um að ræða 5-5,6% af heildar-
afla.
Enn betri aðstaða
Steinþór segir að mörg verkefni séu í und-
irbúningi og nefnir hann m.a. að stækkun
hafnaraðstöðu á Eskifirði, s.s. til að þjóna
betur nýju fiskiðjuveri Eskju sem þar rís af
grunni. Hann segir og að hjá Loðnuvinnsl-
unni á Fáskrúðsfirði sé nýlokið við bygg-
ingu frystigeymslu og í skoðun sé nýtt
uppsjávarvinnsluhús í framhaldinu en slík
framkvæmd kalli á enn betri hafnarað-
stöðu sem hafin er vinna við hjá Fjarða-
byggðarhöfnum. Loks megi nefna 2.
áfanga við iðnaðarhöfnina á Mjóeyri en
hann sé á teikniborðinu og geti nýst vel í
tengslum við aukna flutninga og ef af frek-
ari iðnaðaruppbyggingu verði, t.d. olíu-
vinnslu og þjónustu við þá starfsemi.
„Hraðinn í þessu öllu ræðst auðvitað að
einhverju leyti af aflabrögðum í uppsjáv-
arfiskiríinu sem er kjarninn í okkar starf-
semi. Loðnubresturinn nú er ekki að hjálpa
til í augnablikinu en við Austfirðingar er-
um vanir sveiflum í þeim efnum og kipp-
um okkur ekki upp við það.“
Öll almenn þjónusta
„Alla almenna þjónustu er að fá í Fjarða-
byggðarhöfnum. Fjölmörg öflug og traust
fyrirtæki eru til staðar sem reiðubúin eru
að veita úrvals þjónustu, hvort heldur er á
veiðarfærum, skipum eða búnaði. Er jafn-
an leitast við að mæta öllum þörfum skips
og áhafnar. Auk þess að þjónusta hér smá-
báta, stærri fiskiskip og vöruflutningaskip
er þjónusta við skemmtiferðaskip orðin
fastur liður hjá höfnum Fjarðabyggðar en
fjögur slík komu hingað í sumar og hafa
átta boðað komu sína 2017.“
Vaxandi umsvif í
Fjarðabyggðarhöfnum
Hafnarsjóður Fjarðabyggðar rekur hafnir í öllum sex bæjarkjörnum sveitar-
félagsins. Myndir eru teknar í Neskaupstað.
fjardabyggd.is/hafnir