Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 120
120
Brammer er tiltölulega ungt fyrirtæki hér á landi og þess vegna er kjörið tækifæri að fá að kynna vörur okk-
ar og þjónustu á sýningunni Sjávarútvegur
2016 í Laugardalshöll. Með þátttöku í sýn-
ingunni viljum við nálgast sem flesta við-
skiptavini í þessari höfuðatvinnugrein
okkar Íslendinga. Okkur er það mikið
kappsmál að vaxa með sjávarútveginum
og reynum sífellt að aðlaga þjónustu okkar
og vöruframboð að þörfum þessa markað-
ar sem stöðugt tekur breytingum,“ segir
Árni Rúnar Ingason, sölustjóri Brammer Ís-
land ehf.
Alþjóðlegt fyrirtæki
Brammer var stofnað í Bretlandi árið 1920
af uppfinningamanni að nafni Harry
Brammer. Síðan þá hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar og í dag er Brammer fyrirtæki
með þúsundir starfsmanna, í 23 löndum
Evrópu að meðtöldu Íslandi. Starfsemi
Brammer á Íslandi hófst með þjónustu við
Alcoa Fjarðaál árið 2006 sem leiddi síðan
til stofnunar fyrirtækis hér á landi undir
merki Brammer árið 2010.
„Vöxtur Brammer á Íslandi hefur verið
mikill en í dag er þjónusta við áliðnaðinn
og fyrirtæki tengd honum stærst hjá okkur.
Aftur á móti er okkar mesti vöxtur í mat-
vælaiðnaði, einkum í sjávarútvegi en þar
bjóðum við afar breytt vöruúrval, m.a. leg-
ur, drifbúnað, loft- og vökvakerfi, alls kyns
verkfæri svo og vinnufatnað og öryggis-
og heilsuvörur. Brammer er einn af fáum
birgjum hér á landi sem getur boðið vörur
frá flestum helstu framleiðendum en í því
er fólgin gríðarleg hagkvæmni fyrir okkar
viðskiptavini sem geta fengið allt á einum
stað, ef svo má segja,“ segir Árni Rúnar
ennfremur.
Snögg viðbrögð skipta öllu
Brammer á Íslandi er með glæsilega starfs-
aðstöðu að Steinhellu 17a í Hafnarfirði en
þar er rúmgott lagerhúsnæði og verslun
fyrir viðskiptavini. „Hér bjóðum við verk-
færi og vörur af ýmsu tagi í glæsilegri
verslun auk þess sem við höldum utanum
lagerinn á einum stað og stýrum héðan
vörustreymi til okkar viðskiptavina um
land allt. Lagerinn hefur tvöfaldast að
stærð á fáeinum misserum,“ segir Árni
Rúnar.
Brammer býður viðskiptavinum sínum
neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla
daga ársins. Í henni felast m.a. bilanagrein-
ingar, útköll og hraðsendingar varahluta.
„Brammer býður viðskiptavinum sínum
tryggan aðgang að varahlutum frá við-
kenndum íhlutaframleiðendum og leggur
áherslu á skjóta afgreiðslu því snögg við-
brögð skipta öllu í rekstri viðskiptavin-
anna. Það er metnaður okkar að vinna ná-
ið með okkar birgjum til að þjónusta við-
skiptavinina hér heima og skila ávinningi
til þeirra.“
Ráðgjöf varðandi innkaup
Árni Rúnar segir að starfsmenn Brammer
búi yfir sérþekkingu í birgðastýringu og
geti greint heildarferli, einfaldað birgja-
grunninn og skipulagt aðgengi að mikil-
vægum vörum í birgðageymslu. „Að fela
utanaðkomandi aðila stýringu á birgða-
haldi á ódýrum vörum hefur í för með sér
ýmsa kosti, ekki síst þann að innkaupa-
teymi geta einbeitt sér að þeim dýrari.
Einnig næst með þessu verklagi aukin skil-
virkni í innkaupum, bætt birgðastýring og
betra rými í birgðageymslum.“
Brammer verður á bás B-9 á sýningunni
Sjávarútvegur 2016 og mun kynna vörur
frá fjölda framleiðenda m.a. á fatnað frá
Helly Hansen, legur og smurkerfi frá SKF,
rafmótora og gíra frá Lönne svo fátt eitt sé
nefnt.
Hluti starfsmanna Brammer í Hafnarfirði þar sem fyrirtækið rekur glæsilega verslun og stóran varahlutalager. Frá vinstri: Árni
Árnason, Arnar Eiríkssson, Hildur Sigurðardóttir, Árni Rúnar Ingason, Jakob Baldursson og Ragna Bergmann.
Brammer sparar tíma og peninga
brammer.is