Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 122
122
Sjálfvirknivæðing hefur verið vaxandi þáttur í starfssemi Raftákns mörg undanfarin ár, ekki bara á landi
heldur líka í skipum,“ segir Árni V. Frið-
riksson, framkvæmdastjóri Raftákns á Ak-
ureyri sem er verkfræðistofa á rafmagns-
sviði. Fyrirtækið fagnaði 40 ára afmæli
þann 1. júní síðastliðinn. Auk höfuðstöðv-
anna á Akureyri er Raftákn með starfsstöð
að Þórunnartúni 2 í Reykjavík og eru
starfsmenn í heild 31 talsins.
„Við höfum unnið með ýmsum fyrir-
tækjum í sjávarútvegi eins og Vélfagi,
Frosti, Slippnum og fleirum. Viðskiptavinir
okkar hafa m.a. verið Samherji Dalvík, ÚA,
Ísfélag Vestmannaeyja, Grandi, Eskja,
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Síld-
arvinnslan auk annarra. Við höfum forrit-
að stjórnun á böndum og tækjum á milli-
dekkum skipa, frystikerfum, orkunotkun
um borð í skipum ásamt olíunotkun. Allt
miðast við að létta leiðinlegum og erfiðum
störfum af fólki, auka afköst, fækka mis-
tökum og bæta nýtingu hráefna.“
Raftákn hefur hannað og forritað stýr-
ingar í mörgum þurrkverksmiðjum bæði
innanlands og utan. „Þekking okkar á stýr-
ingum er mikil og við stöndumst saman-
burð við erlenda aðila. Netið hefur breytt
miklu á okkar sviði, ekki síst í stýringunum
því nú getum við gert lagfæringar og upp-
færslur á stjórnbúnaði hvar sem er í heim-
inum héðan frá okkar skrifstofum. Það er
mikil breyting,“ segir Árni.
Raftákn og sjávarútvegurinn
Árni V. Friðriksson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Raftákns.
raftakn.is
Glerárgötu 34, 600 Akureyri | Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík
Sími 464 6400 | raftakn@raftakn.is
Okkar
þjónusta
í 40 ár
Hönnun og forritun stýringa og stjórnkerfa
ásamt gangsetningu og prófunum.
Stjórnun frystikerfa, dælukerfa, færibanda
og fiskvinnsluvéla.
Hönnun rafkerfa, lýsingar og öryggiskerfa.
Áætlanagerð og verkeftirlit.