Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 147
TANDUR
Sótthreinsiefni
Kvoðuhreinsiefni
VIKAN þrifaáhöld
eSmiley HACCP kerfi
Einnota hlífðarfatnaður
Pappír og skammtarar
Persónulegt hreinlæti
ATP þrifamælingar
www.tandur.is
eSmiley
– öflugt verkfæri
gæðastjórans eSmiley kerfið er ómissandi verkfæri fyrir gæða-stjóra því það heldur utan um allar gæðaskráningar
og gefur heildstæða yfirsýn yfir stöðu verka.
Fyrirtækið Tandur hf., sem býður heildarlausnir varðandi þjónustu og vörur til hreinlætis, mun á sýning-
unni Sjávarútvegur 2016 m.a. kynna raf-
rænt GÁMES (HACCP) eftirlits- og skrán-
ingarkerfi frá eSmiley en það er hið
stærsta á Norðurlöndunum með yfir 8000
fyrirtæki í þjónustu í 15 löndum. Hér á
landi er kerfið búið að ná góðri útbreiðslu
en yfir 120 starfstöðvar nota eSmiley í dag.
Með notkun eSmiley fá gæðastjórar og
starfsfólk yfirsýn yfir óunnin og unnin
verkefni í gæðakerfinu. Hægt er að velja 7
tungumál í grunnbyggingu kerfisins. Þess
ber að geta að búið er þýða eSmiley kerfið
yfir á íslensku í samvinnu við matvæla-
fræðinga.
Nauðsynlegt verkfæri
Daníel Páll Jónasson, þjónustustjóri GÁ-
MES kerfa hjá Tandri, segir að eSmiley sé
dæmi um kerfi sem allir gæðastjórar í fyr-
irtækjum ættu að hafa í notkun. „Þetta
kerfi er í raun ómissandi verkfæri fyrir
gæðastjóra því það heldur utan um allar
gæðaskráningar og gefur heildstæða yfir-
sýn yfir stöðu verka. Vinna sérfræðinga
Tandurs í innleiðingu kerfisins felst í að
aðlaga það að gæðahandbók hvers fyrir-
tækis. Með einum smelli er hægt að sjá
hver kvittaði fyrir hvert atriði, hvenær það
var gert og hvort það stóðst öll viðmið.
Kerfið er aðgengilegt á öllum tegundum
vafra, gæðastjórinn þarf ekki að fletta upp
í möppum og allar skráningar eru á einum
stað. Þá má minna á að kerfið er auðvitað
pappírslaust og að því leyti umhverfis-
vænt.“
Öflugar gelkvoður
Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi
á hreinlætisvörum leggur Tandur mikla
áherslu á faglega og trausta þjónustu og
ráðgjöf til viðskiptavini sem eru einkum
fyrirtæki í matvælaiðnaði, stóreldhús,
veitingastaðir, skólar, sundlaugar, íþrótta-
miðstöðvar, heilbrigðisstofnanir og þrifa-
verktakar. Á sýningunni mun Tandur
kynna úrval hreinsi- og sótthreinsiefna.
Þar eru í forgrunni s.k. gelkvoður sem fyr-
irtækið hefur sett á markað á undanförn-
um árum.
„Gelkvoður skila framúrskarandi ár-
angri í þrifum og hafa marga kosti umfram
hefðbundnar hreinsikvoður. Galdurinn
liggur í því að gelkvoður, sem við bjóðum í
þremur megintegundum, hafa meiri við-
loðun og þar af leiðandi lengri snertitíma
og betri hreinsieiginleika en venjulegar
kvoður. Þá dregur gelkvoðan verulega úr
efnisnotkun og sparar tíma í þrifum,“ segir
Jónas Guðmundsson, sölu- og þjónustu-
stjóri.
Leiðandi fyrirtæki
Tandur er fjölskyldufyrirtæki og hefur ver-
ið í rekstri núverandi eigenda frá árinu
1985. Fyrirtækið býður heildarlausnir
varðandi þjónustu og vörur til hreinlætis
en fyrirtækið er í dag stærsti framleiðandi
iðnaðarhreinsiefna fyrir matvælaiðnað á
Íslandi. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúm-
lega 30 talsins og í þeim hópi eru efna-
fræðingar, tæknifræðingar, vélstjórar og
starfsfólk með langa starfsreynslu. Starf-
semi Tandurs er að Hesthálsi 12 og Krók-
hálsi 5C í Reykjavík, samtals á 2.500 m2
sem skiptast í skrifstofur, sýningarsvæði,
fundaraðstöðu, lager og framleiðslurými.
„Við bjóðum gesti velkomna í bás A-11
á sýningunni þar sem við munum kynna
hluta af okkar vöru- og þjónustuframboði,
m.a. fyrrgreint eftirlits- og skráningarkerfi
frá eSmiley og gelkvoðurnar sem eru góð
dæmi um vörur sem hafa verið þróaðar af
efnafræðingum Tandurs síðustu árin. Til
gamans munum við líka bjóða gestum upp
á ATP strokmælingar úr lófa í básnum okk-
ar til að mæla þrifastigið. Niðurstöðurnar
munu koma mörgum á óvart!“ segir Páll
Sævar Guðjónsson, sölu-og þjónustufull-
trúi Tandurs.
tandur.is
147