Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 54

Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 54
54 Fyrirtækið er 20 ára á þessu ári og allt frá stofnun höfum við lagt áherslu á að þjónusta sem best íslenska mark- aðinn til sjávar, lands og sveita eins og sagt er. Á þessum tiltölulega litla íslenska markaði gildir að vera sveigjanlegur og bjóða upp á margvíslega og fjölþætta þjón- ustu. Af þessum sökum hafa starfsmenn okkar gríðarlega reynslu og þekkingu. Við leggjum metnað okkar í að þjónusta við- skiptavini okkar vel og finna þær lausnir sem henta þeim best. Við erum alltaf á vaktinni, allan sólarhringinn,“ segir Björg- vin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek. Leiðandi í öryggislausnum Nortek hefur verið leiðandi fyrirtæki hér á landi í öryggislausnum frá stofnun árið 1996. Helstu vörur Nortek eru aðgangs- stýringar, brunaviðvörunarkerfi, bruna- þéttingar, innbrotaviðvörunarkerfi, eftir- litsmyndavélakerfi, slökkvikerfi, öryggis- lausnir fyrir samgöngur og aðgangsstýr- ingar af ýmsu tagi. Verkefni tengd sjávar- útvegi hafa farið vaxandi á síðustu árum og þar hafa verið þróuð fullkomin vöktun- arkerfi sem tryggja yfirsýn yfir allan ör- yggis- og vélbúnað skipa. Sú vara sem kom fyrst inn á lager hjá Nortek var brunaviðvörunarkerfi. Þá hófst samstarf við Eltek í Noregi og hefur það samstarf varað allar götur síðan. Eftir því sem tíminn leið var þörf fyrir að bæta við fleiri lausnum í öryggismálum og komu þá til sögunnar aðgangsstýringar, eftirlits- myndavélar og innbrotaviðvörun. Björgvin segir að í árdaga fyrirtækisins hafi viðhorf til brunaviðvörunarkerfa um borð í skip- um verið öðru vísi en nú er. „Þá voru brunaviðvörunarkerfin einfaldir skynjarar sem sífellt voru að senda út fölsk skilaboð af ýmsum ástæðum en þetta er liðin tíð. Í dag leggjum við áherslu á að geta forritað út öll feilboð þannig að hægt er að sann- reyna hvort um raunverulegt brunaboð er að ræða áður en farið er í útkall.“ Björgvin segir að í vöruþróun hjá Nor- tek, hvað varðar eftirlit og vöktun með tækjum skipa, hafi verið lögð sífellt meiri áhersla á samtengingu upplýsinga alls staðar að þannig að í stað vélgæslukerfa megi frekar tala um háþróuð upplýsinga- kerfi. „Nú geta menn tekið viðvaranir frá öllum kerfum og sett þær á einn stað og haft þannig glöggar upplýsingar um stöðu mála í aflgjafakerfi, tankmælakerfi og orkustjórnunarkerfi skipsins. Þá eru menn ekki aðeins að taka viðvaranir frá þessum kerfum heldur stjórna þeim líka, m.a. kveikja og slökkva ljós, dæla á milli tanka o.s.frv.“ Fullkomið vöktunarkerfi Á síðasta ári gerði Nortek tvo samninga við tyrkneskar skipasmíðastöðvar um hönnun og uppsetningu öryggis- og tækni- búnaðar ásamt fullbúnu gagnaveri um borð í þrjá ísfisktogara fyrir HB Granda og fjögur skip fyrir Samherja, ÚA og FISK á Sauðárkróki. Björgvin segir að þessi tvö stóru verkefni hafi skapað fjölda hátækni- starfa hjá Nortek og dótturfyrirtækinu Nordata og að með þeim samningum hafi útgerðarfyrirtækin tryggt sér búnað í hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann hér heima. „Segja má að þessi verkefni snúist í grunninn um að auka öryggi áhafna, ein- falda og bæta rekstraröryggi skipanna og samþætta öll upplýsingakerfin. Við settum alveg nýja hugsun í brunakerfið, myndeft- irlitið, varaaflið, vöktunarkerfið og slökkvikerfið. Í stað þess að hafa tækin út um allt skip er byggt miðlægt gagnaver og það sendir allar upplýsingar á skjávegg uppi í brú þar sem skipsstjórnandinn hefur fulla yfirsýn yfir öll kerfi skipsins og gerir honum kleift að stjórna og velja hagstæð- ustu og bestu lausnir fyrir reksturinn á skipinu. Þá losum við líka brúna við alls kyns kælibúnað eins og tölvuviftur og straumgjafaviftur, við aukum stöðugleika í orkunotkun og tryggjum öruggara varaafl, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Björgvin enn- fremur. Í vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek: „Nú geta menn séð viðvörunarboð frá öllum kerfum skipsins á einum stað og haft þannig glöggar upplýsingar um stöðu mála í m.a. brunaviðvörunarkerfi, aflgjafakerfi, tankmælakerfi og orkustjórnunarkerfi þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.