Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 54
54
Fyrirtækið er 20 ára á þessu ári og allt frá stofnun höfum við lagt áherslu á að þjónusta sem best íslenska mark-
aðinn til sjávar, lands og sveita eins og sagt
er. Á þessum tiltölulega litla íslenska
markaði gildir að vera sveigjanlegur og
bjóða upp á margvíslega og fjölþætta þjón-
ustu. Af þessum sökum hafa starfsmenn
okkar gríðarlega reynslu og þekkingu. Við
leggjum metnað okkar í að þjónusta við-
skiptavini okkar vel og finna þær lausnir
sem henta þeim best. Við erum alltaf á
vaktinni, allan sólarhringinn,“ segir Björg-
vin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek.
Leiðandi í öryggislausnum
Nortek hefur verið leiðandi fyrirtæki hér á
landi í öryggislausnum frá stofnun árið
1996. Helstu vörur Nortek eru aðgangs-
stýringar, brunaviðvörunarkerfi, bruna-
þéttingar, innbrotaviðvörunarkerfi, eftir-
litsmyndavélakerfi, slökkvikerfi, öryggis-
lausnir fyrir samgöngur og aðgangsstýr-
ingar af ýmsu tagi. Verkefni tengd sjávar-
útvegi hafa farið vaxandi á síðustu árum
og þar hafa verið þróuð fullkomin vöktun-
arkerfi sem tryggja yfirsýn yfir allan ör-
yggis- og vélbúnað skipa.
Sú vara sem kom fyrst inn á lager hjá
Nortek var brunaviðvörunarkerfi. Þá hófst
samstarf við Eltek í Noregi og hefur það
samstarf varað allar götur síðan. Eftir því
sem tíminn leið var þörf fyrir að bæta við
fleiri lausnum í öryggismálum og komu þá
til sögunnar aðgangsstýringar, eftirlits-
myndavélar og innbrotaviðvörun. Björgvin
segir að í árdaga fyrirtækisins hafi viðhorf
til brunaviðvörunarkerfa um borð í skip-
um verið öðru vísi en nú er. „Þá voru
brunaviðvörunarkerfin einfaldir skynjarar
sem sífellt voru að senda út fölsk skilaboð
af ýmsum ástæðum en þetta er liðin tíð. Í
dag leggjum við áherslu á að geta forritað
út öll feilboð þannig að hægt er að sann-
reyna hvort um raunverulegt brunaboð er
að ræða áður en farið er í útkall.“
Björgvin segir að í vöruþróun hjá Nor-
tek, hvað varðar eftirlit og vöktun með
tækjum skipa, hafi verið lögð sífellt meiri
áhersla á samtengingu upplýsinga alls
staðar að þannig að í stað vélgæslukerfa
megi frekar tala um háþróuð upplýsinga-
kerfi. „Nú geta menn tekið viðvaranir frá
öllum kerfum og sett þær á einn stað og
haft þannig glöggar upplýsingar um stöðu
mála í aflgjafakerfi, tankmælakerfi og
orkustjórnunarkerfi skipsins. Þá eru menn
ekki aðeins að taka viðvaranir frá þessum
kerfum heldur stjórna þeim líka, m.a.
kveikja og slökkva ljós, dæla á milli tanka
o.s.frv.“
Fullkomið vöktunarkerfi
Á síðasta ári gerði Nortek tvo samninga
við tyrkneskar skipasmíðastöðvar um
hönnun og uppsetningu öryggis- og tækni-
búnaðar ásamt fullbúnu gagnaveri um
borð í þrjá ísfisktogara fyrir HB Granda og
fjögur skip fyrir Samherja, ÚA og FISK á
Sauðárkróki. Björgvin segir að þessi tvö
stóru verkefni hafi skapað fjölda hátækni-
starfa hjá Nortek og dótturfyrirtækinu
Nordata og að með þeim samningum hafi
útgerðarfyrirtækin tryggt sér búnað í
hæsta gæðaflokki og þjónustu við hann
hér heima.
„Segja má að þessi verkefni snúist í
grunninn um að auka öryggi áhafna, ein-
falda og bæta rekstraröryggi skipanna og
samþætta öll upplýsingakerfin. Við settum
alveg nýja hugsun í brunakerfið, myndeft-
irlitið, varaaflið, vöktunarkerfið og
slökkvikerfið. Í stað þess að hafa tækin út
um allt skip er byggt miðlægt gagnaver og
það sendir allar upplýsingar á skjávegg
uppi í brú þar sem skipsstjórnandinn hefur
fulla yfirsýn yfir öll kerfi skipsins og gerir
honum kleift að stjórna og velja hagstæð-
ustu og bestu lausnir fyrir reksturinn á
skipinu. Þá losum við líka brúna við alls
kyns kælibúnað eins og tölvuviftur og
straumgjafaviftur, við aukum stöðugleika í
orkunotkun og tryggjum öruggara varaafl,
svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Björgvin enn-
fremur.
Í vöktunarkerfinu sér skipstjórinn legu
Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri Nortek: „Nú geta menn séð viðvörunarboð frá öllum kerfum skipsins á einum stað og haft
þannig glöggar upplýsingar um stöðu mála í m.a. brunaviðvörunarkerfi, aflgjafakerfi, tankmælakerfi og orkustjórnunarkerfi
þess.“