Ægir - 01.07.2016, Blaðsíða 18
18
Starfsemin hófst fyrir 20 árum í fram-leiðslu á tröllakössum. Síðan hefur umfangið og vöruframboðið marg-
faldast. Á yfirstandandi makrílvertíð fór
mikið magn af makríl í umbúðir frá
fyrirtækinu, sem nú þjónustar allar helstu
framleiðslugreinar í íslensku atvinnulífi.
Allt frá pakkningum fyrir lyf upp í stærstu
umbúðir og nánast allt þar á milli. Líklegt
er að finna megi umbúðir eða
vörumerkingar frá fyrirtækinu í ísskápum
landsmanna. Fyrirtækið Samhentir –
Vörumerking er stærst á sínu sviði á Ís-
landi.
„Við erum með nánast allt í umbúðum
og vörumerkingum. Með heildarlausnir
fyrir stóra og smáa,“ segir Bjarni Hrafns-
son, rekstrarstjóri Samhentra og Vöru-
merkingar. Hann segir nafnið Samhentir
lýsa vel starfseminni og fólkinu sem hjá
fyrirtækinu vinnur.
Allt í einum pakka
„Við vinnum með sterkustu birgjum á
hverju sviði. International Paper er t.a.m.
stærsti framleiðandi á pappír í heiminum.
Einnig er Ds Smith og Smurfit Kappa mjög
stórir í Evrópu. Fyrir vikið getum við boðið
viðskiptavinum okkar heildarlausnir, nýj-
ungar, tryggt gæði, sanngjarnt verð og ör-
ugga afhendingu. Ef við erum til að mynda
að senda öskjur eða kassa til kaupenda
fylgir þeim oftast rekstrarvara, til dæmis
stígvél, vettlingar, bindiborðar og pökkun-
arplast, ef verið er að ræða um matvæla-
framleiðslu, hvort sem er í sjávarútvegi
eða landbúnaði. Rekstrarvaran er sett ofan
á brettin þannig að þessar vörur eru ekki
fluttar sér og þannig sparast gífurlegur
peningur í flutningum. Auk þess er þetta
mikið hagræði fyrir viðskiptavininn að
geta keypt allt á einum stað og fengið allt í
einum pakka. Svo erum við með mjög stór-
an lager og getum brugðist hratt við óskum
viðskiptavina. Verksmiðjur okkar erlendis
eru nálægt mikilvægum flutningahöfnum
eins og Rotterdam og Árósum. Því er jafn-
vel hægt að redda hlutunum hérna á innan
við viku og allt niður í þrjá daga. Við erum
með samninga við mörg stór fyrirtæki um
lageringu og heildarlausnir. Við höldum
lagerinn og þeir taka blandaðar pantanir
út af honum, sem er ótvíræður kostur fyrir
viðskiptavinina,“ segir Bjarni.
Yfir 200 birgjar um allan heim
Bjarni bauð blaðamanni í skoðunarferð
um fyrirtækið sem hófst í Vörumerkingu.
Þar er fullkominn tækjabúnaður sem
framleitt getur nánast hvaða merkingar
sem er. Síðan lá leiðin í gegnum hverja
deildina af annarri. Umbúðir, tæki og fylgi-
hlutir fyrir fiskvinnslu, kjötvinnslu, bakarí,
hótel og mötuneyti. Hverju bretti af um-
búðum getur fylgt allt sem viðskiptavinur-
inn þarf á að halda, bara að nefna það. Eft-
ir þá yfirferð er greinilega fátt eða ekkert
sem fyrirtækið getur ekki útvegað við-
skiptavinum sínum.
„Við erum þjónustufyrirtæki sem út-
vegar það sem viðskiptavinurinn þarfnast.
Ef það er ekki til hér er bara farið í að finna
það. Við höfum í gegnum tíðina byggt upp
net yfir 200 birgja vítt og breitt um veröld-
ina. Stór hluti af þeim vörum sem við erum
að selja er ekki hægt að framleiða á Ís-
landi. Við kaupum þær inn í miklu magni
og þar af leiðandi á lægra verði og bjóðum
kaupendum hér heima sem geta þá fengið
allt á einum og sama staðnum.“
Samhentir kaupa Frjó
Nýjasta viðbótin í flóruna eru kaup Sam-
hentra á umbúðafyrirtækinu Frjó. „Við er-
um með allt í umbúðunum og fylgihlutum
af öllu mögulegu tagi og víkkum nú út
starfsemina með þjónustu við garðyrkjuna
með kaupunum á fyrirtækinu Frjó. Grunn-
urinn að þessum kaupum er að auka þjón-
ustu við landbúnaðinn líka og þá má segja
að við séum búnir að loka hringnum. Nú
erum við í öllum helstu geirum íslensks at-
vinnulífs. Okkar birgar hafa upp á að bjóða
heilmargt sem við getum heimfært upp á
landbúnaðinn. Það verður gaman að tak-
ast á við það,“ segir Bjarni Hrafnsson.
Samhentir
– Vörumerking
í stöðugri sókn
Bjarni Hrafnsson, rekstrarstjóri Samhentra og Vörumerkingar, segir nafnið Samhentir
lýsa vel starfseminni og fólkinu sem hjá fyrirtækinu vinnur.
samhentir.is